Bæjarráð - 802. fundur - 8. júlí 2013

Þetta var gert:

 

1.  Fundargerðir nefnda.

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis 3/7. 29. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.  Minnisblað bæjarstjóra. – Staðgengill bæjarstjóra. 2013-06-0038.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 4. júlí sl., þar sem hann óskar eftir að bæjarstjórn samþykki að Jón Halldór Oddsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, verði staðgengill bæjarstjóra þar til ráðið hefur verið í stöðu bæjarritara, sem venjulega gegnir þeirri stöðu.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

 

3.  Minnisblað bæjarstjóra. – Frumkvöðlastyrkir Ísafjarðarbæjar á árinu 2013. 2013-03-0020.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 4. júlí sl., um frumkvöðlastyrki sem Ísafjarðarbær veitir á árinu 2013. Skoðun bæjarstjóra er að ein af fjórum umsóknum, umsókn frá Elíasi Guðmundssyni um styrk til endurbyggingar gamalla húsa á Suðureyri, teljist ekki uppfylla reglur um frumkvöðlastyrki Ísafjarðarbæjar að svo stöddu. Það er því mat bæjarstjóra að ekki eigi að samþykkja umrædda umsókn. Bent er á að umsækjandi geti sótt aftur um að ári og þá fært rök fyrir því að starfsemi í umræddum byggingum falli að reglum um frumkvöðlastyrki Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

 

4. Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. – Grunnskólinn á Ísafirði, skólalóð. 2012-03-0090.

Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 1. júlí sl., um kostnað framkvæmda á skólalóð við Grunnskólann á Ísafirði. Verkáætlun fylgir bréfinu.

Bæjarráð samþykkir að unnið verði eftir þessari verkáætlun og vísar til endurskoðunar fjárfestingaráætlunar í september.

 

5. Sundlaugarmál á Ísafirði. – Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, ræddi um sundlaugarmál í Ísafjarðarbæ.

 

6.  Bréf Framkvæmdaskýrslu ríkisins. – Ofanflóðavarnir á Ísafirði, Gleiðarhjalli – tillaga að töku tilboðs. 2013-03-0023.

Lagt fram bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsett 25. Júní sl., um tilboð í framkvæmdir við verkefnið „Ofanflóðavarnir á Ísafirði, Gleiðarhjalli – varnargarðar“. Tvö tilboð bárust í verkið.

 

                        ÍAV hf.                                  Kr. 591.430.982         101,97%

                        Geirnaglinn ehf.                Kr. 851.137.716         146,75%

 

                        Kostnaðaráætlun              Kr. 580.000.000         100%

 

Eftir yfirferð tilboðanna er það mat Framkvæmdasýslu ríkisins að tilboð ÍAV sé hagstæðast og mælir með að því verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði ÍAV hf., en áréttar að áður en gengið verður frá samningum þarf að semja við Skógræktarfélag Ísafjarðar um bætur vegna skógræktar.

 

7. Bréf Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar. – Rekstur Menningarmiðstöðvar-innar. 2013-07-0023.

Lagt fram bréf Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur, verkefnastjóra Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar, dagsett 3. júlí sl., um starfsemi miðstöðvarinnar og það fjármagn sem hún hefur til umráða. Í bréfinu er óskað eftir föstu fjárframlagi frá sveitarfélaginu sem og að Ísafjarðarbær, í samvinnu við miðstöðina, óski eftir mótframlagi frá ríkinu svo hægt sé að tryggja starfsemina til frambúðar.

Bæjarráð stefnir að því að hitta forsvarsmenn Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar.

 

8. Bréf Fisherman ehf. – Kaup eða samnýting á húsnæði. 2011-06-0085.

Lagt fram bréf Elíasar Guðmundssonar, f.h. Fisherman ehf, dagsett 28. júní sl., þar sem lagt er til að húsnæði Ísafjarðarbæjar við hafnarkant á Suðureyri verði auglýst til sölu, svo Fisherman ehf og aðrir eigi möguleika á að gera tilboð í það rými í húsinu sem hægt er að selja.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

 

9. Bréf Ragnheiðar Arngrímsdóttur. – Bók um drauga, álfa og skrímsl, styrkbeiðni. 2013-07-0022.

Lagður fram tölvupóstur Ragnheiðar Arngrímsdóttur, dagsettur 2. júlí sl., þar sem óskað er eftir samvinnu og styrk frá Ísafjarðarbæ vegna bókaútgáfu.

Bæjarráð hafnar styrkbeiðninni.

 

10. Bréf Skipulagsstofnunar. – Beiðni um lykiltölur úr aðalskipulagi. 2013-04-0024.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 13. júní sl., þar sem óskað er eftir tölulegum upplýsingum úr aðalskipulagi, m.a. spá um íbúafjölda, áætlanir um uppbyggingu íbúða, landnotkun o.fl.

Lagt fram til kynningar og vísað til umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar.

 

11. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. – Uppgjör framlaga til jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga vegna fasteignaskatts á árinu 2013. 2012-09-0035.

Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 3. júlí sl., þar sem tilkynnt er að ráðherra hafi samþykkt tillögu ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs um uppgjör framlaga til jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga vegna fasteignaskatts á árinu 2013. Yfirlit yfir greiðslur framlaganna eftir sveitarfélögum er að finna á heimasíðu Jöfnunarsjóðs.

Lagt fram til kynningar.

 

12. Bréf Sýslumannsins á Ísafirði. – Rekstrarleyfi gististaðar, umsagnarbeiðni. 2013-07-0012.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Ísafirði, dagsett 2. júlí sl., þar sem leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um rekstrarleyfi fyrir gististað að Smiðjugötu 12.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn um rekstrarleyfi, að uppfylltum þeim skilyrðum er um slík leyfi gilda.

 

13. Fundargerð ársfundar aðildarsveitarfélaga Náttúrustofu Vestfjarða frá 28. júní 2013. 2013-05-0055.

Lögð fram fundargerð ársfundar (eigendafundar) aðildarsveitarfélaga Náttúrustofu Vestfjarða, sem haldinn var 28. júní sl.

Lagt fram til kynningar.

 

14. Fundargerð 82. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 25. júní 2013.

Lögð fram fundargerð 82. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 25. júní sl.

Lagt fram til kynningar.

 

Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 8:58.

 

Hjördís Þráinsdóttir, skjalastjóri.

Gísli H. Halldórsson, formaður.

Albertína Elíasdóttir.                                                           

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?