Bæjarráð - 796. fundur - 27. maí 2013

Þetta var gert:

1.         Fundargerð nefndar.

            Félagsmálanefnd 21/5.  378. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 22/5.  27. fundur.

            Fundargerðin er í sjö liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

           

2.         Atvinnumálastefna Ísafjarðarbæjar. - Vinnuskjal 24.05.13.  2010-08-0057.

            Lögð fram drög að atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar, sem merkt er sem vinnuskjal 24. maí 2013.  Stefnan er unnin í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Neil Shiran K. Þórisson.

            Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu undir þessum lið dagskrár.

Tillaga varðandi atvinnustefnu:

,,Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra og Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða að eiga fund með aðilum í skapandi greinum í Ísafjarðarbæ með það að markmiði að sú atvinnugrein verði sýnileg í nýrri atvinnustefnu Ísafjarðarbæjar sem nú er í mótun. Mikilvægt er að ný atvinnustefna taki mið af nýjum atvinnuháttum og horfi til framtíðar er varðar markmið og aðgerðir til eflingar atvinnulífs í anda skapandi greina. Gríðarlegur vöxtur er í skapandi greinum og er hugvitið mikilvægur hlekkur í verðmætasköpun þegar kemur að framtíðaruppbyggingu atvinnulífs í Ísafjarðarbæ“.

            Bæjarráð samþykkir tillögu Örnu Láru Jónsdóttur.

 

            Bæjarráð óskar eftir umsögn nefnda Ísafjarðarbæjar um drög að atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar og að hver nefnd  skoði sérstaklega hlutverk og ábyrgðarsvið sitt í atvinnumálastefnunni.   Nefndir skili umsögn sinni til bæjarstjóra í síðasta lagi þann 13. júní n.k.

 

3.         Mýrarboltafélag Íslands. - Drög að samstarfssamningi.  2013-05-0014.

            Lögð fram drög að samstarfssamningi Ísafjarðarbæjar og Mýrarboltafélags Íslands, um aðstoð og framkvæmdir vegna Mýrarboltamótsins á Ísafirði um verslunarmannahelgar.  Jafnframt er lagt fram minnisblað frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, er varðar samstarfssamninginn.

            Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar um samningsdrögin.

 

4.         Bréf Skipulagsstofnunar. - Ísafjarðarlína 1, lagning og lega jarðstrengs, beiðni um umsögn.  2013-05-0038.

            Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 15. maí sl., er varðar Ísafjarðarlínu 1, lagningu og legu jarðstrengs. Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um framkvæmd þessa.  Skipulagsstofnun hefur borist erindi frá Landsneti hf., varðandi þessa framkvæmd.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði, en er í umfjöllun hjá umhverfisnefnd.

 

5.         Friðarhlaupið 20. júní - 12. júlí 2013. - Kynning.  2013-05-0036.

            Lagt fram bréf frá forsvarsmönnum ,,Friðarhlaupsins 20. júní - 12. júlí 2013“, þar sem málefnið er kynnt og sveitarfélögum boðið að taka þátt í þessu verkefni.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

6.         Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Kynning á námi á meistarastigi, um stjórnun í opinberum rekstri.  2012-07-0029.

            Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 15. maí sl., kynning á námi á meistarastigi um stjórnun í opinberum rekstri.  Framkvæmdastjórar og oddvitar sveitarfélaga eru hvattir til að kynna sér námið og kynna það innan síns sveitarfélags.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

           

7.         Menntaskólinn á Ísafirði. - 132. fundargerð skólanefndar MÍ.

            Lögð fram fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, frá 132. fundi er haldinn var þann 13. maí sl., á skrifstofu skólameistara MÍ.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

8.         Starfsendurhæfing Vestfjarða. - Ársreikningur 2012 og ársskýrsla 2012. 2012-04-0031.

            Lagður fram ársreikningur Starfsendurhæfingar Vestfjarða ásamt ársskýrslu fyrir starfsárið 2012.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

9.         Aðalfundur Náttúrustofu Vestfjarða 2013. 2013-05-0055.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, upplýsti að aðalfundur Náttúrustofu Vestfjarða 2013 verður haldinn þann 30. maí n.k. 

            Bæjarráð samþykkir að formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar Gísli H. Halldórsson fari með atkvæði bæjarins á aðalfundinum og varamaður í hans stað verði Albertína F. Elíasdóttir.

 

10.       Tillaga Örnu Láru Jónsdóttur, fulltrúa í bæjarráði, vegna Austurvallar á Ísafirði. 2012-03-0090.

            Tillagan Örnu Láru Jónsdóttur til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

            Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar heimilar nýtingu Austurvallar á Ísafirði, sem hluta af skólalóð Grunnskólans á Ísafirði, enda mun sú nýting ekki ganga gegn hverfisvernd Austurvallar, sem samþykkt er í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.

            Bæjarráð vísar tillögu Örnu Láru Jónsdóttur til umsagnar í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:10.

 

Þorleifur Pálsson, bæjarritari.

Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.

Marzellíus Sveinbjörnsson.                                                 

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?