Bæjarráð - 795. fundur - 21. maí 2013

 

Þetta var gert:

1.         Fundargerð nefndar.

            Fræðslunefnd 15/5.  332. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

           

2.         Minnisblað bæjarritara. - Frumkvöðlastyrkir 2013.  2013-03-0020.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 14. maí sl., þar sem gerð er grein fyrir þeim umsóknum er borist hafa hvað varðar frumkvöðlastyrki frá Ísafjarðarbæ á árinu 2013.  Alls bárust fjórar umsóknir frá eftirtöldum aðilum:  Elíasi Guðmundssyni, Suðureyri, Fossadal ehf., Ísafirði, Kerecis ehf., Ísafirði og Klæðakoti ehf., Ísafirði.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra í samráði við atvinnumálanefnd að vinna málið áfram.

 

3.         Bréf Verkfræðistofunnar Hamraborgar, c/o Sævari Geirssyni. Varðar Heimabæ 1 og 2 á Hesteyri, Jökulfjörðum.  2009-07-0034.

            Lagt fram bréf frá Verkfræðistofunni Hamraborg, Kópavogi, dagsett 9. maí sl., er varðar Heimabæ 1 og 2 á Hesteyri í Jökulfjörðum og afgreiðslu byggingarleyfis á stækkun fasteignarinnar Heimabæjar 2, Hesteyri.

            Bæjarráð telur að málið sé að fullu afgreitt af hálfu Ísafjarðarbæjar og felur bæjarstjóra að svara erindinu.

 

4.         Bréf Draupnis lögmannastofu. - Samningur um ferðaþjónustu fatlaðra og akstur almenningsvagna í Ísafjarðarbæ.  2013-04-0056.

            Lagt fram bréf frá Draupni lögmannastofu dagsett 22. apríl sl., er varðar verksamninga Ísafjarðarbæjar um ferðaþjónustu fatlaðra 2012-2016 og akstur almenningsvagna í Ísafjarðarbæ og skólaakstur í Skutulsfirði 2012-2016.  Skjólstæðingur lögmannastofunnar eru F&S Hópferðabílar ehf. og Hópferðamiðstöð Vestfjarða ehf. á Þingeyri.

            Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, að svara erindi Draupnis lögmannastofu.

 

5.         Bréf Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. - Sorphirðugjöld frá húsi á Höfðaströnd í Jökulfjörðum.  2013-03-0017.

            Lagt fram bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dagsett 8. maí sl., þar sem gerð er grein fyrir kæru er borist hefur, vegna synjunar Ísafjarðarbæjar á lækkun sorphirðugjalda og synjun á erindi kæranda um að taka sjálfur yfir förgun sorps frá húsinu Höfðaströnd II, Ísafjarðarbæ.  Í bréfi Úrskurðarnefndar er óskað eftir gögnum varðandi málið.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála.

 

6.         Bréf sýslumannsins á Ísafirði. - Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi fyrir Hótel Horn, Ísafirði.  2013-05-0021.

            Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett þann 15. maí sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn á rekstrarleyfi fyrir Hótel Horn að Austurvegi 2, Ísafirði.  Erindið er jafnframt til vinnslu hjá umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar.

            Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis, að uppfylltum þeim skilyrðum er gerð eru til slíkrar starfsemi.

 

7.         Bréf sýslumannsins á Ísafirði. - Umsagnarbeiðni um aukið rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Húsið á Ísafirði.   2013-05-0023.

            Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett þann 15. maí sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn á auknu rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Húsið, Hrannargötu 2, Ísafirði.  Erindið er jafnframt til vinnslu hjá umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar.

            Bæjarráð telur ofangreinda umsókn ekki fullnægjandi og felur bæjarstjóra að ræða við sýslumanninn á Ísafirði, hvað það varðar.

 

8.         Minnisblað bæjarritara. - Óinnheimt framlög til stjórnmálasamtaka. 2012-03-0085. 

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 13. maí sl., þar sem gerð er grein fyrir stöðu á greiðslum framlaga Ísafjarðarbæjar til stjórnmálasamtaka samkvæmt lögum nr. 162/2006, fyrir árin 2011, 2012 og 2013.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

9.         Bréf Landskerfis bókasafna hf. - Boðun aðalfundar.  2012-05-0024.

            Lagt fram bréf frá Landskerfi bókasafna hf., dagsett þann 10. maí sl., þar sem boðað er til aðalfundar föstudaginn 24. maí n.k. og verður fundurinn haldinn að Höfðatúni 2, 2.hæð, 105 Reykjavík.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

10.       Bréf innanríkisráðuneytis. - Ársreikningar sveitarfélaga.  2013-03-0037.       

            Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneyti dagsett 7. maí sl., varðandi afgreiðslu ársreikninga sveitarfélaga og dreifingu þeirra til ýmissa ríkisstofnana.

            Lagt fram til kynningar.

 

11.       Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf. - Fundargerð aðalfundar frá 17. maí 2013. 2012-07-0028.

            Lögð fram fundargerð aðalfundar Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., frá 17. maí sl., ásamt ársreikningi fyrir árið 2012 og skýrslu stjórnar.

            Lagt fram til kynningar.

 

 12.      Uppbygging á Torfnessvæði á Ísafirði.  2013-02-0058.

            Lögð fram tillaga að forgangsröðun verkefna við Torfnessvæði á Ísafirði, það er vegna framkvæmda á árunum 2013, 2014 og 2015.

            Bæjarráð hefur fullan hug á að byggja upp Torfnessvæðið og tekur jákvætt í þá niðurröðun framkvæmda er fram koma á minnisblaði er lagt er fyrir bæjarráð.  Framkvæmdir markist af fjárveitingum í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar hverju sinni.

            Bæjarráð telur ekki rétt að kostnaður við gerð varamannaskýla verði tekinn af fjárfestingaáætlun ársins og óskar eftir tillögu um aðra útfærslu, í samræmi við umræður á fundi bæjarráðs.

 

13.       Skýrsla Mannvits. - Ofanflóðavarnir undir Gleiðarhjalla á Ísafirði. 2013-03-0023.

            Skýrsla Mannvits um ofanflóðavarnir Ísafirði - vatnsmagn ofan varnargarða og afkastageta núverandi lagna og vegræsa, lögð fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar og umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar,  til frekari vinnslu.

                            

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:20.

 

Þorleifur Pálsson, bæjarritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                      

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?