Bæjarráð - 788. fundur - 18. mars 2013

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Almannavarnanefnd 7/3.  17. fundur.

            Fundargerðin er í þremur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Félagsmálanefnd 12/3.  376. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Fræðslunefnd 13/3.  330. fundur.

            Fundargerðin er í sjö liðum.

            2. Bæjarráð samþykkir beiðni fræðslunefndar og að kostnaði verði vísað til endurskoðunar á launaáætlun 2013.

            7. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið frekar fyrir næsta fund bæjarráðs.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Hafnarstjórn 5/3.  164. fundur.

            Fundargerðin er í þremur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 13/3.  390. fundur.

            Fundargerðin er í tíu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað bæjarstjóra. - Húseignin Seljaland í Skutulsfirði.  2006-11-0053.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 13. mars sl., þar sem hann gerir grein fyrir söluferli húseignarinnar Seljalands í Skutulsfirði og tilboði er liggur fyrir frá Magna Örvari Guðmundssyni, um kaup eignarinnar.  Bæjarstjóri leggur til að honum verði falið að ganga frá sölu eignarinnar til Magna Örvars fyrir kr. 600.000.-.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eignin Seljaland í Skutulsfirði verði seld Magna Örvari Guðmundssyni fyrir kr. 600.000.-.

 

3.         Bréf Friðriks Hjörleifssonar, Reykjavík. - Beiðni um upplýsingar. 2013-03-0008.

            Lagt fram bréf frá Friðrik Hjörleifssyni, Mávahlíð 48, Reykjavík, dagsett 5. mars sl., þar sem hann óskar eftir upplýsingum um allar launagreiðslur og þóknanir til sveitarstjórnarfulltrúa sveitarfélagsins fyrir árið 2012.  Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um launagreiðslur og þóknanir til æðsta yfirmanns fjölmennasta vinnustaðar sveitarfélagsins.  Enn fremur er óskað eftir upplýsingum um hvar megi finna stefnu sveitarfélagsins í samgöngumálum samkvæmt gildandi aðalskipulagi.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að afgreiða erindið.

 

4.         Bréf Henry Bæringssonar, Ísafirði. - Beiðni um að taka landsvæði í fóstur. 2013-03-0011.

            Lagt fram bréf frá Henry Bæringssyni, Fjarðarstræti 39, Ísafirði, dagsett 11. mars sl., þar sem hann óskar eftir að taka í fóstur autt svæði, sem er norðan við Fjarðarstræti 39 á Ísafirði.  Svæðið er markað á loftmynd er fylgir bréfinu.

            Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að afgreiða erindið.

 

5.         Yfirlit frá bæjarstjóra. - Skatttekjur og laun í janúar 2013.  2012-02-0032.

            Lagt fram yfirlit Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 6. mars sl., yfir skatttekjur og laun hjá Ísafjarðarbæ í janúar 2013.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

6.         Minnisblað upplýsingafulltrúa. - Vinabæjarsamskipti.  2012-07-0022. 

            Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 12. mars sl., er varðar erindi frá bæjarstjóra bæjarins Kaufering í Bæjaralandi í Þýskalandi, um áhuga þeirra á vinabæjarsamskiptum við Ísafjarðarbæ.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar að málinu.

   

7.         Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis. - Beiðni til Ofanflóðasjóðs um endurmat eigna á snjóflóðahættusvæði.  2011-10-0068. 

            Lagt fram bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dagsett 7. mars sl., þar sem fram kemur að Ofanflóðasjóður hefur samþykkt að yfirfara mat á eignunum Seljalandsvegi 100 og 102, Ísafirði, en húsin standa á snjóflóðahættusvæði.

            Lagt fram til kynningar.

 

8.         Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Framlag vegna nýbúafræðslu 2013. 2012-09-0036.

            Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 13. mars sl., þar sem tilkynnt er um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu í Ísafjarðarbæ á fjárhagsárinu 2013.

            Lagt fram til kynningar.

 

9.         Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum 2013.  2012-09-0034.

            Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 14. mars sl., þar sem tilkynnt er um endanlegt framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum á fjárhagsárinu 2013.

            Lagt fram til kynningar.

 

10.       Bréf Skógræktarfélags Ísafjarðar. - Beiðni um samstarfssamning við Ísafjarðarbæ.  2013-03-0009.

            Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Ísafjarðar dagsett 6. mars sl., þar sem félagið er að leita eftir samstarfssamningi við Ísafjarðarbæ.  Bréfinu fylgja drög að slíkum samstarfssamningi.  Fulltrúar Skógræktarfélagsins óska eftir fundi með fulltrúum umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar eins fljótt og mögulegt er, til að ræða þessi mál og önnur er á félaginu brenna.

            Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu á umhverfis- og eignasviði og í umhverfisnefnd.   

 

11.       Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2012.  2013-03-0006.

            Lögð fram ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir starfsárið 2012.  Skýrslan gefur yfirlit yfir starfsemi slökkviliðsins á liðnu ári og er unnin af Þorbirni J. Sveinssyni, slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar.

            Lagt fram til kynningar.

 

12.       Afrit bréfs Umhverfisstofnunar til umhverfisráðuneytis vegna reksturs Hornstrandastofu.  2013-03-0015.

            Lagt fram afrit af bréfi frá Umhverfisstofnun til umhverfisráðuneytis dagsett 7. mars sl., þar sem lögð er fram beiðni um fjármögnun reksturs Hornstrandastofu.

            Lagt fram til kynningar.        

 

13.       Úttekt og úrbótaáætlun fyrir Byggðasamlag Vestfjarða, um málefni fatlaðs fólks.  2013-03-0013.

            Lögð fram úttekt og úrbótaáætlun fyrir Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks dagsett 11. desember 2012.  Áætlunin barst Ísafjarðarbæ frá Fjórðungs-sambandi Vestfirðinga nú í marsmánuði.

            Bæjarráð vísar úttektinni til félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.

 

14.       Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 80. fundi.

            Lögð fram fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 80. fundi er haldinn var þann 4. mars sl., í fundarsal Náttúrustofu að Aðalstræti 21 í Bolungarvík.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

15.       Bréf Samb. ísl. sveitarf. ásamt 804. fundargerð stjórnar.

            Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. ásamt 804. fundargerð stjórnar sambandsins frá fundi er haldinn var þann 1. mars sl. í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:15.

 

Þorleifur Pálsson, bæjarritari.

Albertína F. Elíasdóttir, formaður bæjarráðs.

Gísli H. Halldórsson.                                                           

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?