Bæjarráð - 785. fundur - 18. febrúar 2013

Þetta var gert:

1.         Fundargerð nefndar.

            Íþrótta- og tómstundanefnd13/2.  138. fundur.

            Fundargerðin er í sjö liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 13/1.  389. fundur.

            Fundargerðin er í ellefu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.         

 

2.         Minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Kauptilboð í íbúð

            að Sindragötu 4, Ísafirði.  2013-01-0072.

            Lagt fram minnisblað Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 12. febrúar sl., er fjallar um kauptilboð er borist hefur í íbúð í eigu Ísafjarðarbæjar að Sindragötu 4, Ísafirði.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kauptilboðinu verði tekið með þeim fyrirvara að Ísafjarðarbær hafi forkaupsrétt að íbúðinni og að því gefnu að málefni núverandi íbúa verði leyst með fullnægjandi hætti.

            Einnig leggur bæjarráð til að bæjarstjóra verði falið að leggja fram breytingar á fjárfestingaráætlun ársins 2013 vegna breytinga á húsnæði bæjarins við Pollgötu.

 

3.         Bréf Súðavíkurhrepps. - Málefni slökkviliða sveitarfélaga við

            Ísafjarðardjúp.  2013-02-0028.

            Lagt fram bréf frá Súðavíkurhreppi dagsett 11. febrúar sl., samþykkt á fundi sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps, þar sem sveitarstjóra var falið að óska eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkurkaupstað, um sameiningu slökkviliða sveitarfélaganna þriggja við Ísafjarðardjúp.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar að ganga til viðræðna við forsvarsmenn Súðavíkurhrepps og Bolungarvíkurkaupstaðar.

 

4.         Bréf nefndasviðs Alþingis. - Tillaga til þingsályktunar um breytingar á

            framtíðarskipan refaveiða á Íslandi.  2013-02-0015.

            Lagt fram bréf frá nefndasviði Alþingis dagsett 7. febrúar sl., ásamt tillögu til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi, 84. mál.  Jafnframt eru lagðar fram upplýsingar frá refaveiðimönnum í Ísafjarðarbæ.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umsögn byggða á afgreiðslu umhverfisnefndar um málið.

 

5.         Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð Heilbrigðisnefndar,             ársreikningur 2012.  2013-02-0029.

            Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 11. febrúar sl., ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá fundi er haldinn var þann 8. febrúar sl.  Jafnframt er lagður fram ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyri starfsárið 2012.

            Lagt fram til kynningar.

 

6.         Bréf innanríkisráðuneytis. - Breytingar á reglum um húsaleigubætur.

            2012-09-0040.

            Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneytinu dagsett 7. febrúar sl., er fjallar um gildistöku  á reglugerð nr. 1205/2012, um breytingar á reglugerð velferðarráðuneytisins um húsaleigubætur, nr. 118/2003 með síðari breytingum.

            Lagt fram til kynningar.

 

7.         Bréf INATSISARTUT Grænlandsþingi. - Þakkir fyrir móttöku Vestnordisk

            Råd þemaráðstefnu.  2013-02-0030.

            Lagt fram bréf frá Grænlandsþingi dagsett 5. febrúar sl., þar sem þakkaðar eru móttökur þátttakenda í Vestnordisk Råd þemaráðstefnunni er haldin var á Ísafirði í janúar 2013.

            Lagt fram til kynningar.

 

8.         Bréf Fræðslu og forvarna. - Beiðni um styrk til útgáfu Forvarnabókarinnar.

            2013-02-0027.

            Lagt fram bréf frá Fræðslu og forvörnum dagsett 8. febrúar sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 150.000.-  til endurútgáfu á Forvarnabókinni.

            Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

 

9.         Bréf rekstrarnefndar Stjórnsýsluhúss. - Ársreikningur 2012.  2011-11-0067.

            Lagt fram bréf frá rekstrarstjórn Stjórnsýsluhúss dagsett 12. febrúar sl., ásamt ársreikningi fyrir starfsárið 2012.  Í bréfi rekstrarstjórnar kemur fram að breytingar  verða gerðar hvað varðar brunatryggingar fasteignarinnar Hafnarstræti 1, Ísafirði. Hingað til hefur rekstrarstjórnin greitt tryggingarnar, en frá og með 1. október 2013 sjái hver og einn eignaraðili í húsinu um sínar tryggingar.

            Lagt fram til kynningar.

 

10.       Afrit af bréfi til Framkvæmdasjóðs Skrúðs frá Fondazione Benetton

            Studi Ricerche á Ítalíu.

            Lagt fram afrit af bréfi til Framkvæmdasjóðs Skrúðs, Brynjólfs Jónssonar frá stofnuninni Fondazione Benetton Studi Ricerche á Ítalíu dagsett 7. febrúar sl.   Í bréfinu kemur fram að stofnunin hefur einróma samþykkt að tileinka sína árlegu hátíð Skrúði í Dýrafirði, en hátíðin er nú haldin í tuttugasta og fjórða skipti. Tilnefningin felur í sér mikla kynningu á Skrúði og tilkomu hans.

            Bæjarráð óskar aðstanendum Skrúðs til hamingju með tileinkunina.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 8.50.

 

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, ritari

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs

Albertína F. Elíasdóttir

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?