Bæjarráð - 782. fundur - 28. janúar 2013

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 19/12. 23. fundur.

            Fundargerðin er í tveimur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 24/1.  24. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 23/1.  388. fundur.

            Fundargerðin er í tólf liðum.

            9. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við formann nefndar um endurskoðun fjallskilasamþykktar fyrir sveitarfélögin á norðanverðum Vestfjörðum, varðandi þóknun fyrir vinnu nefndarinnar.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað bæjarstjóra. - Íbúafundur um aðgerðir viðbragðsaðila í óveðrinu í desember 2012.  2013-01-0015.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 24. janúar sl., þar sem hann gerir grein fyrir því helsta er kom fram á íbúafundi er haldinn var þann 21. janúar sl. í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og fjallaði um aðgerðir viðbragðsaðila í óveðrinu sem gekk yfir Vestfirði í desember 2012.

 

            Bæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á Landsnet og Orkubú Vestfjarða, að hraða uppbyggingu varaaflstöðvar í Bolungarvík eins og kostur er og leita allra leiða, til að styrkja varaaflkerfið í heild til að tryggja að langvarandi rafmagnsleysi heyri sögunni til. Ennfremur er ljóst að mikilvægt er að styrkja dreifikerfi raforkunnar enn frekar.

            Í því rysjótta veðurfari sem hefur gengið yfir á síðustu vikum, hefur enn og aftur berlega komið í ljós að afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum er með öllu óviðunandi og er það orðin regla frekar en undantekning að tenging norðanverðra Vestfjarða við dreifikerfi landsins dettur út þegar eitthvað er að veðri.

            Skorað er á forsvarsmenn Landsnets og ráðamenn þjóðarinnar að bregðast við þessu ástandi eins fljótt og auðið er.         

 

3.         Bréf nemenda við Menntaskólann á Ísafirði. - Styrkbeiðni.  2013-01-0058.

            Lagt fram bréf frá einum 30 nemendum við Menntaskólann á Ísafirði dagsett     21. janúar sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna þátttöku nemenda í nemendaskiptaverkefni skólans og menntaskólans St. Marie du Port í Les Sables d´Olonne í Frakklandi.

            Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

 

  4.       Fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.

            Lagðar fram fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 130. fundi er haldinn var þann 10. desember 2012 og 131. fundi er haldinn var þann 21. janúar sl..  Fundirnir voru haldnir á skrifstofu skólameistara MÍ.

            Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

5.         Minnisblað bæjarstjóra. - Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar. 2013-01-0067.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 25. janúar sl., er varðar m.a. aðkomu Ísafjarðarbæjar að rekstri Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar nú og í framtíðinni.

            Málið er í vinnslu og leggur bæjarráð áherslu á að því verði lokið sem fyrst.

 

 6.        Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis. - Skýrsla um úttekt á starfsemi Grunnskólans á Ísafirði.  2011-12-0054.

            Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti dagsett 17. janúar sl., ásamt skýrslu með niðurstöðum úttektar á starfsemi Grunnskólans á Ísafirði. Í september 2012 fól mennta- og menningarmálaráðuneytið Braga Guðmundssyni og Trausta Þorsteinssyni hjá Gát sf., að gera úttekt á starfsemi GÍ.  Úttektin er gerð á grundvelli 38. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og samkvæmt þriggja ára áætlun ráðuneytisins um úttektir á grunnskólastigi.

            Bæjarráð fagnar skýrslunni, sem komin er í vinnslu hjá skóla- og fjölskyldusviði.

 

7.         Bókun bæjarráðs. - Leikskóladeild fyrir fimm ára börn í Skutulsfirði. 2013-01-0070.

            Bæjarráð Ísafjarðarbæjar óskar eftir að skóla- og tómstundasvið geri nú þegar úttekt á möguleika þess að opnuð verði leikskóladeild fyrir fimm ára börn í Skutulsfirði, en góð reynsla er af slíkum deildum m.a. í Mosfellsbæ og Reykjavík.

 

Greinargerð:

            Nýjar upplýsingar frá skóla- og tómstundasviði benda til að allt að 10 börn eldri en 18 mánaða komist ekki inn á leikskóla í september 2013 og að sá fjöldi aukist svo líklega fram undir vorið 2014 að öllu óbreyttu. Vilji er til að finna viðunandi lausn á því máli.

            Í ljósi þeirrar stefnu Ísafjarðarbæjar að stefnt skuli að því að öll börn 18 mánaða og eldri eigi kost á leikskólaplássi, fer bæjarráð fram á það við skóla- og tómstundasvið að þegar verði gerð úttekt á þeim möguleika að opnuð verði leikskóladeild fyrir fimm ára börn í húsnæði sundlaugarinnar á Ísafirði, eða á öðrum stað ef þess reynist kostur.

 

            Í úttektinni verði málið metið útfrá faglegum þáttum, áhrifum á þá leikskóla sem eru þegar starfandi, mögulegum aðbúnaði, tengingu við Grunnskólann á Ísafirði og kostnaði.

            Óskað er eftir að þessari úttekt ljúki fyrir lok febrúar n.k., svo unnt verði að taka ákvörðun um framgang málsins með góðum fyrirvara.

            Óvæntri en ánægjulegri fjölgun barna hafa bæjaryfirvöld þegar mætt með því að auka niðurgreiðslur til dagmæðra og þar á ofan enn frekari niðurgreiðslum til dagmæðra vegna barna eldri en 18 mánaða, sem ekki hafa komist inn á leikskóla.

            Von bæjarstjórnar var að þessar auknu niðurgreiðslur myndu leiða til fjölgunar dagmæðra í Ísafjarðarbæ og hefur það orðið raunin. Nú stefnir hins vegar í að fjölgun barna verði enn meiri og því er þessari úttekt ýtt úr vör.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:00.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                                   

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?