Bæjarráð - 781. fundur - 21. janúar 2013

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefndar.

            Félagsmálanefnd 15/1.  374. fundur.

            Fundargerðin er í átta liðum.

            3. liður.  Bæjarráð tekur undir þakkir félagsmálanefndar um gjafir til Hlífar á Ísafirði.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Fræðslunefnd 16/1.  327. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Hafnarstjórn 11/1.  163. fundur.       

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Bréf Fjármálaeftirlitsins. - Eftirlitsgjald á útgefendur hlutabréfa og skuldabréfa 2013.  2013-01-0044.

            Lagt fram bréf frá Fjármálaeftirlitinu dagsett 15. janúar sl., þar sem gerð er grein fyrir álögðu eftirlitsgjaldi vegna ársins 2013, á útgefendur hlutabréfa og skuldabréfa, sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga hér á landi.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

3.         Bréf Samb. ísl. sveitarf. - 27. landsþing sambandsins 15. mars 2013. 2013-01-0054.

            Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 14. janúar sl., þar sem fram kemur að 27. landsþing sambandsins verður haldið þann 15. mars n.k. á Grand hóteli í Reykjavík.  Í bréfinu eru sveitarfélög minnt á að skila inn kjörbréfum, hafi orðið breyting á aðalfulltrúum og eða varafulltrúum þeirra frá síðasta landsþingi.

            Lagt fram til kynningar.

 

  4.       Fundargerð ársfundar Byggðasafns Vestfjarða fyrir árið 2011.

            Lögð fram fundargerð ársfundar Byggðasafns Vestfjarða fyrir árið 2011, frá fundi er haldinn var þann 18. desember 2012 í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

            Lagt fram til kynningar.

 

5.         Fundargerðir Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.

            Lagðar fram fundargerðir stjórnar Byggðasamlags Vestfjarða, frá fundi er haldinn var þann 26. nóvember 2012 á skrifstofu Fjórðungssambands Vestfirðinga og frá fundi er haldinn var þann 12. desember 2012 og var sá fundur haldinn með aðstoð fundarsíma.

            Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

6.         Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga.

            Lagðar fram fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, frá fundi er haldinn var þann 26. nóvember 2012 á skrifstofu FV á Ísafirði og frá fundi er haldinn var þann 7. janúar 2013 er jafnframt var haldinn á skrifstofu FV á Ísafirði.

            Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

7.         Starfsmannamál. 2013-01-0032.

            Starf mannauðsstjóra-bæjarritara Ísafjarðarbæjar og starf byggingarstjóra            við hjúkrunarheimili á Ísafirði

            Umræður í bæjarráði um ofangreind störf, sem koma til auglýsingar á komandi vikum.

            Bæjarráð vísar umfjöllun um ráðningu byggingarstjóra við hjúkrunarheimili á Ísafirði til bygginganefndar um hjúkrunarheimili á Ísafirði.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 8:35.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                                   

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?