Bæjarráð - 779. fundur - 8. janúar 2013

Þetta var gert:

1.         Minnisblað fjármálastjóra. - Álagning fasteignagjalda 2013 og innheimta þeirra.  2013-01-0007.

            Lagt fram minnisblað Jóns H. Oddssonar, fjármálastjóra, dagsett 4. janúar sl., þar sem fram koma ýmis praktísk atriði, sem þarf að taka afstöðu til varðandi álagningu og innheimtu fasteignagjalda vegna ársins 2013.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillögur í minnisblaði fjármálastjóra varðandi álagningu og innheimtu fasteignagjalda 2013 verði samþykktar.

 

2.            Fundargerðir nefndar.

            Almannavarnanefnd 28/12.  12. fundur.

            Fundargerðin er í einum lið.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Almannavarnanefnd 29/12.  13. fundur.

            Fundargerðin er í átta liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Almannavarnanefnd 31/12.  14. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Almannavarnanefnd 31/12.  15. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            2013-01-0015. Við afgreiðslu ofangreindra fundargerða almannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps í bæjarráði, vöknuðu m.a. spurningar um þær aðstæður er Orkubú Vestfjarða lendir í þegar slík ofsaveður verða eins og var í lok desember síðastliðins árs og miklar rafmagnstruflanir urðu á Vestfjörðum.

            Mikilvægt er að farið sé yfir þá stöðu sem skapaðist og reynt sé að læra af því, sem betur má fara og byggja á því sem vel reyndist.

            Bæjarráð Ísafjarðarbæjar óskar eftir því að almannavarnanefnd standi fyrir íbúafundi, þar sem að íbúum gefst kostur á að spyrja þá aðila, sem tengjast almannavörnum og hvers konar öryggi íbúa milliliðalaust. Í framhaldinu er æskilegt að almannavarnarnefnd vinni skýrslu um atburði dagana í kring um áramótin s.l. og fari yfir verkferla og vinnulag.

 

3.         Bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. - Byggðakvóti Ísafjarðarbæjar fiskveiðiárið 2012/2013.  2012-09-0043.

            Lagt fram bréf frá atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti dagsett 21. desember 2012, þar sem fjallað er um beiðni Ísafjarðarbæjar um breytingar á úthlutunarreglum byggðakvóta Ísafjarðarbæjar fyrir fiskveiðiárið 2012/2013.  Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið hefur samþykkt sumar beiðnir um breytingar, hafnað öðrum og óskar frekari rökstuðnings við tvær beiðnir.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfi ráðuneytisins með tilvísun til umræðna í bæjarráði.

 

 4.        Minnisblað bæjarritara. - Erindi Fanneyjar Pálsdóttur hjá VIRK, vinnusamningar TR.  2012-11-0053.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 21. desember 2012, er fjallar um erindi Fanneyjar Pálsdóttur hjá VIRK, dagsett 21. nóvember 2012, er varðar beiðni um heimild til tveggja vinnustaðasamninga TR hjá Ísafjarðarbæ á árinu 2013.

            Erindið var lagt fram á 775. fundi bæjarráðs og var í framhaldinu tekið fyrir á 373. fundi félagsmálanefndar að beiðni bæjarráðs.

            Afgreiðsla félagsmálanefndar var svohljóðandi.  ,,Félagsmálanefnd telur að þar sem stofnanir Ísafjarðarbæjar hafa verið virkir þátttakendur í gerð vinnusamninga TR, að meta þurfi hvern samning með tilliti til þarfa einstaklinganna og þörf þeirra fyrir stuðning við starfsendurhæfingu. Hvert mál yrði skoðað með ráðgjafa frá Virk og starfsmönnum fjölskyldusviðs.

            Bæjarráð tekur jákvætt í erindi VIRK og felur bæjarstjóra að útfæra málið frekar.

 

5.         Bréf Umhverfisstofnunar. - Endurgreiðslur vegna minkaveiða 2012. 2012-02-0066.

            Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dagsett 21. desember 2012, þar sem gerð er grein fyrir endurgreiðslu á kr. 156.482.- vegna minkaveiða í Ísafjarðarbæ á tímabilinu    1. september 2011 til 31. ágúst 2012.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

6.         Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Lagabreytingar er snerta sveitarfélögin, samþykkt             á Alþingi 19.12.12.  2012-07-0029.

            Lagt fram tölvubréf frá Guðjóni Bragasyni hjá Samb. ísl. sveitarf., þar sem hann vekur athygli sveitarfélaga á lagabreytingum er voru samþykktar á Alþingi þann 19. desember 2012 og snerta sveitarfélögin í landinu.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar til kynningar.

 

7.         Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða 14. desember 2012.

            Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 17. desember 2012, ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá fundi er haldinn var þann 14. desember 2012.

            Lagt fram til kynningar.

 

8.         Bréf Náttúrustofu Vestfjarða. - Ársreikningar 2008 og 2009.  2012-06-0085.

             Lagt fram bréf frá Náttúrustofu Vestfjarða dagsett 20. desember 2012, ásamt ársreikningum Náttúrustofu fyrir starfsárin 2008 og 2009.

            Lagt fram til kynningar.        

 

9.         Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 802. stjónarfundar.

            Lögð fram 802. fundargerð stjórnar Samb. ísl sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 12. desember 2012, í Allsherjarbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:05.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Albertína F. Elíasdóttir, formaður bæjarráðs.

Gísli H. Halldórsson.                                                                       

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?