Bæjarráð - 774. fundur - 19. nóvember 2012

Þetta var gert:

1.         Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja árið 2013. 2012-09-0006.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði bæjarráði grein fyrir drögum að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2013. 

            Bæjarráð samþykkir að fyrri umræða um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2013, verði á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 22. nóvember n.k. 

 

2.         Fundargerðir nefnda.

            Hafnarstjórn 12/11.  162. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Íþrótta- og tómstundanefnd  14/11.  136. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            5. liður b.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera gjaldskrártillögur fyrir Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar í samræmi við umræður í bæjarráði.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 14/11.  384. fundur.

            Fundargerðin er í fimmtán liðum.

            3. liður.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila inn umsögn um frumvarp til laga um almenningssamgöngur í samræmi við afgreiðslu umhverfisnefndar.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.         Minnisblað bæjarstjóra. - Endurskoðun samninga við Kubb ehf., Ísafirði.  Gögn eru trúnaðarmál.  2011-01-0069.

            Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 13. nóvember sl., þar sem hann gerir grein fyrir frekari skoðun sinni á endurskoðun samninga við Kubb ehf., vegna sorpmála.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að samningur með viðaukum, við Kubb ehf., verði samþykktur. Samningsdrög verða send út með gögnum bæjarstjórnar.  

 

4.         Minnisblað bæjarritara. - Frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs. 2012-11-0020.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara, dagsett 15. nóvember sl., er fjallar um frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs, hlutverk Reykjavíkurflugvallar. 

Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar í umhverfisnefnd, en var á 384. fundi nefndarinnar aðeins lagt fram til kynningar.

            Umsagnarfrestur um frumvarpið rennur út þann 22. nóvember n.k. og þarf bæjarráð því að taka afstöðu til erindisins.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu að höfðu samráði við Fjórðungssamband Vestfirðinga.

 

5.         Minnisblað byggingarfulltrúa. - Beiðni um umsögn vegna fyrirspurnar um byggingu bifreiðageymslu við Seljalandsveg 102, Ísafirði.  2012-11-0028.       

            Lagt fram minnisblað Önnu Guðrúnar Gylfadóttur, byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 15. nóvember sl., þar sem fram kemur að umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar óskar eftir umsögn bæjarráðs á fyrirspurn Þorbjarnar H. Jóhannessonar, um byggingu bifreiðageymslu við Seljalandsveg 102, Ísafirði.

            Bæjarráð telur ekki rétt að veitt verði byggingaleyfi fyrir bifreiðageymslu meðan samningar um uppkaup á Seljalandsvegi 102, Ísafirði, standa yfir.

 

 6.        Minnisblað upplýsingafulltrúa. - Erindisbréf nefnda.  2012-11-0034.

            Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 14. nóvember sl., þar sem hann leggur til við bæjarráð að erindisbréf nefnda Ísafjarðarbæjar verði tekin til endurskoðunar og þeirri vinnu vísað til viðkomandi nefnda, er síðan skili hugsanlegum tillögum um breytingar til bæjarráðs.

            Bæjarráð vísar erindisbréfum nefnda Ísafjarðarbæjar, til endurskoðunar í viðkomandi nefndum.

 

7.         Bréf Skipulagsstofnunar. - Gildistaka deiliskipulaga.  2012-11-0029.

            Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 9. nóvember sl., um áríðandi tilkynningu varðandi gildi deiliskipulaga er birt hafa verið í Stjórnartíðindum árin 2011 og 2012.

            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og eignasviðs til úrvinnslu.

 

8.         Undirskriftalisti íbúa í Dýrafirði. - Opnunartímar sundlaugar á Þingeyri. 2012-05-0028.

            Lagður fram undirskriftalisti íbúa í Dýrafirði dagsettur 31. október sl., til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, þar sem þess er farið á leit, að sundlaugin á Þingeyri verði, til viðbótar því sem nú er, opin á föstudögum í vetur frá kl. 08:00 til 10:00.  Á þeim tíma virka daga er tiltölulega mest aðsókn að sundlauginni.

            Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs til skoðunar.

 

9.         Bréf Samtaka um kvennaathvarf. - Beiðni um rekstrarstyrk.  2012-11-0027.

            Lagt fram bréf frá Samtökum um kvennaathvarf dagsett í október sl., þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir starfsárið 2013, að upphæð kr. 300.000.-.  Bréfinu fylgir fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.

            Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í félagsmálanefnd.

 

10.       Bréf frá verkefnisstjóra Nýsköpunarkeppni grunnskólanema. - Styrkbeiðni. 2012-11-0033.           

            Lagt fram tölvubréf frá Önnu Þóru Ísfold, verkefnastjóra Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, dagsett 13. nóvember sl., þar sem óskað er eftir framlagi í formi hvatningar og styrks við verkefnið ,,Nýsköpunarkeppni grunnskólanema“.

            Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar til umsagnar.

 

11.       Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði. - Ársreikningur fyrir 2011. 2012-06-0048.

            Lagður fram í bæjarráði ársreikningur Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði, fyrir starfsárið 2011.

            Lagt fram til kynningar.

 

12.       Fyrirkomulag um greiðslu reikninga hjá Ísafjarðarbæ. 2012-11-0045.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarráði grein fyrir vinnureglum Ísafjarðarbæjar, hvað varðar bókanir og greiðslur reikninga hjá sveitarfélaginu.

 

13.       Erindi Hlaupahátíðar á Vestfjörðum. - Beiðni um stuðning.  2012-07-0021.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara er varðar erindi Hlaupahátíðar á Vestfjörðum dagsett 23. október sl., þar sem óskað er eftir stuðningi við framkvæmd hátíðarinnar og fjárstyrks.  Erindið fór fyrir 136. fund íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar og leggur nefndin til við bæjarráð, að hátíðin verði styrkt.

            Bæjarráð samþykkir 1. og 2. lið erindis Hlaupahátíðar og tekur jákvætt undir 3. lið en frestar afgreiðslu hans til ársins 2013.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 09:55.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                       

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?