Bæjarráð - 773. fundur - 12. nóvember 2012

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Félagsmálanefnd 6/11.  372. fundur.

            Fundargerðin er í átta liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Fræðslunefnd 7/11.  325. fundur.

            Fundargerðin er í sjö liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað bæjarritara. - Endurskoðun samninga við Kubb ehf., Ísafirði.  Erindi frá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.  2011-01-0069.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 9. nóvember sl., þar sem fram kemur að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur á 318. fundi sínum þann 8. nóvember sl., vísað endurskoðun á sorpsamningi við Kubb ehf., Ísafirði, til frekari úrvinnslu í bæjarráði.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða frekar ákveðna þætti fyrirliggjandi samningsdraga, sem eru trúnaðarmál á þessu stigi. 

 

3.         Erindi frá Lindarfoss ehf., Sindragötu 12, Ísafirði.   2007-08-0062.

            Lagt fram erindi frá Lindarfossi ehf., Sindragötu 12, Ísafirði, dagsett 7. nóvember sl., þar sem óskað er eftir framlengingu á vatnskaupasamningi félagsins við Ísafjarðarbæ.

            Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði framlengdur um tvö ár.    

 

4.         Minnisblað bæjarstjóra. - Fjallskil og fjallskilageglugerð.  2011-07-0030.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 7. nóvember sl., þar sem hann fjallar um nýja fjallskilareglugerð Ísafjarðar- og Barðastrandarsýslna, er samþykkt var í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 24. maí sl.  Við setningu hennar eru ákveðin atriði er Ísafjarðarbær þarf að ganga frá og koma þau fram í minnisblaði bæjarstjóra.

            Bæjarráð felur umhverfisnefnd að skipa fjallskilanefnd fyrir Ísafjarðarbæ.

 

5.         Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Jöfnun tónlistarnáms og jöfnun    aðstöðumunar nemenda.  2011-10-0075.        

            Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 31. október sl., þar sem greint er frá stöðu mála hvað framgang samkomulags ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til námsins varðar.  Fyrir liggur bráðabirgðaúthlutun fyrir skólaárið 2012-2013.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði. Vísað til fræðslunefndar til kynningar.

 

 6.        Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Framlög til sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu 2013.  2012-09-0036.

            Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 31. október sl., er varðar framlög til sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2013.  Heildar framlag til Ísafjarðarbæjar á árinu 2013 er kr. 3.960.000.- og er þar miðað við að fjöldi nýbúa séu 33 talsins.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Vísað til fræðslunefndar til kynningar.

 

7.         Bréf Varasjóðs húsnæðismála. - Ráðstefna um húsnæðismál sveitarfélaga. 2012-07-0020.

            Lagt fram bréf frá Varasjóði húsnæðismála móttekið 8. nóvember sl., þar sem boðað er til ráðstefnu á Hótel KEA á Akureyri þann 16. nóvember n.k. kl. 13:00 - 15:30, um húsnæðismál í samstarfi við Samb. ísl. sveitarf., Íbúðalánasjóð og velferðarráðuneytið.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn f.h. Ísafjarðrbæjar. 

 

8.         Bréf stjórnar Snorrasjóðs. - Stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2013.  2011-11-0030.

            Lagt fram almennt bréf frá stjórn Snorrasjóðs dagsett 8. nóvember sl., þar sem leitað er eftir stuðningi við Snorraverkefnið sumarið 2013.

            Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

 

9.         Bréf nefndasviðs Alþingis. - Frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs.  2012-11-0020.

            Lagt fram bréf frá nefndasviði Alþingis dagsett 8. nóvember sl., þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn á frumvarpi til laga um miðstöð innanlandsflugs (hlutverk Reykjavíkurflugvallar, heildarlög), 120 mál.  Umsögn óskast eigi síðar en 22. nóvember n.k.

            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

 

10.       Bréf frá Landsbyggðin lifi. - Styrkbeiðni.  2012-11-0016.          

            Lagt fram bréf frá Landsbyggðin lifi dagsett 2. nóvember sl., þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 50.000.- til að sinna grunnstarfsemi samtakanna.

            Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

 

11.       Bréf Stígamóta. - Fjárbeiðni vegna ársins 2013.  2011-11-0040.

            Lagt fram almennt bréf frá Stígamótum móttekið 5. nóvember sl., þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna rekstrar.  Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 fylgir erindinu.

            Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar í félagsmálanefnd.

 

12.       Bréf Umhverfisstofnunar. - Kynning á tillögu að starfsleyfi kvíaeldis Dýrfisks ehf. í Dýrafirði. 2012-03-0012.   

            Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 31. október sl., er fjallar um kynningu á tillögu að starfsleyfi fyrir kvíaeldisstöð Dýrfisks ehf. í Dýrafirði.  Bréfinu fylgir greinargerð vegna auglýsingar Umhverfisstofnunar á tillögu að starfsleyfi fyrir Dýrfisk ehf. til að stunda fiskeldi í Dýrafirði.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Bæjarstjóra falið að senda bréf Umhverfisstofnunar til kynningar hjá Íbúasamtökunum Átaki  í Dýrafirði.

            Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi undir þessum lið dagskrár.

 

13.       Minnisblað bæjarstjóra. - Samningur sveitarfélaga og umhverfisráðuneytis   um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða.  2012-01-0045.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 6. nóvember sl., þar sem hann greinir frá vinnu sinni við endurnýjun á samningi sveitarfélaga og umhverfisráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða.  Bæjarráð fól bæjarstjóra á síðasta sumriað vinna að þessu máli.  Minnisblaði bæjarstjóra fylgja drög að nýjum samningi um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða.

            Bæjarráð tekur fram að tryggja þarf rekstur Náttúrustofu Vestfjarða og að samningur við Náttúrufræðistofnun verði framlengdur, svo að af samningi um rekstur Náttúrustofu geti orðið.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:05.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs. 

Albertína F. Elíasdóttir.                                                       

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?