Bæjarráð - 771. fundur - 30. október 2012

Þetta var gert:

1.         Málefni Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar til umræðu í bæjarráði. 2011-02-0114.

Formaður bæjarráðs ræddi um að á næsta fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, muni liggja fyrir tillaga meirihluta bæjarstjórnar, um að rekstur Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar verður færður frá umhverfis- og eignasviði yfir á skóla- og tómstundasvið.

Jafnfram var rætt um  snjóframleiðslubyssu fyrir Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar, en byssan hefur verið í notkun þar allt frá árinu 2010.

Kristján Andri Guðjónsson óskaði bókað, að færsla rekstrar Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar frá umhverfis- og eignasviði yfir á skóla- og tómstundasvið væri alfarið á ábyrgð meirihluta bæjarstjórnar.

             

2.         Fundargerð nefndar.

            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 24/10.  22. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.         Náttúrustofa Vestfjarða. - Fundargerð stjórnar Náttúrustofu. 2012-06-0085.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, ritara stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða, dagsett 25. október sl., ásamt fundargerð 77. fundar stjórnar Nátturustofu, er haldinn var þann  15. október sl. að Aðalstræti 21, Bolungarvík.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

4.         Bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. - Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013.  2012-09-0043.

Lagt fram bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsett 19. október sl., þar sem fram kemur úthlutun byggðakvóta til Ísafjarðarbæjar fyrir fiskveiðiárið 2012/2013.  Kvótinn skiptist þannig eftir byggðarlögum í þorskígildum talið.

                        Þingeyri                        74 þorskígildistonn.

                        Flateyri                       300 þorskígildistonn.

                        Suðureyri                    107 þorskígildistonn.

                        Hnífsdalur                  181 þorskígildistonn

Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 9. nóvember 2012.  Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði að svo stöddu.  

 

5.         Bréf Orkustofnunar. - Færsla jarðstrengs vegna ofanflóðavarna á Ísafirði. 2011-11-0051.

Lagt fram bréf Orkustofnunar dagsett 22. október sl., er varðar færslu 66kV jarðstrengs vegna ofanflóðavarna á Ísafirði.  Í bréfinu kemur fram að Orkustofnun heimilar, í ljósi meðalhófs og sérstakra aðstæðna, Landsneti hf. að ljúka verkhluta við strenginn, með tilliti til þess að umrædd framkvæmd er háð framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins og virðist hafa óverulegan kostnað í för með sér, sem hluta af heildarkostnaði hinna leyfisskyldu framkvæmda Landsnets.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar.

 

 6.        Bréf Umhverfisstofnunar. - Starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar á Mávagarði, Ísafirði.  2009-02-0030.

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 18. október sl., er varðar útgáfu starfsleyfis fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf., á Mávagarði Ísafirði.  Þar sem engar athugasemdir hafa borist við staðsetninguna á auglýsingartíma, ekki gerðar breytingar á texta leyfisins við útgáfuna frá þeim ákvæðum, sem voru í auglýstri tillögu, þá öðlast starfsleyfið gildi og gildir til 1. nóvember 2028.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar.

 

7.         Bréf Landskerfis bókasafna hf. - Boðun aukaaðalfundar.  2012-05-0024.

Lagt fram bréf frá Landskerfi bókasafna hf., dagsett 23. október sl., þar sem boðað er til aukaaðalfundar félagsins þann 8. nóvember n.k. kl. 14:00 og verður fundurinn haldinn að Höfðatúni 2, 2. hæð í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til forstöðumanns safna Ísafjarðarbæjar.

 

8.         Bréf stjórnar Hlaupahátíðar á Vestfjörðum. - Beiðni um stuðning. 2012-07-0021.

Lagt fram bréf frá stjórn Hlaupahátíðar á Vestfjörðum dagsett 23. október sl., þar sem óskað er eftir stuðningi og styrk við Hlaupahátíð á Vestfjörðum á komandi ári 2013.

Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar.

 

9.         Bréf Skeljungs hf. - Umsókn um lóð fyrir olíubirgðastöð á Ísafirði. 2012-07-0034.

Lagt fram bréf frá Skeljungi hf., dagsett 19. október sl., þar sem félagið sækir um lóð E á Mávagarði við Ísafjarðarhöfn, fyrir olíubirgðastöð, samkvæmt gildandi skipulagi.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar til frekari vinnslu.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:00.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                       

Kristján Andri Guðjónsson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?