Bæjarráð - 770. fundur - 22. október 2012

Þetta var gert:

1.         Tölvumál. - Fulltrúar Nýherja mæta til fundar við bæjarráð. 2012-10-0042.

            Til fundar við bæjarráð eru mættir Anton M. Egilsson, Otto F. Jóhannsson og Rögnvaldur Guðmundsson, fulltrúar frá Nýherja í Reykjavík. Einnig situr fundinn Valtýr Gíslason, kerfisstjóri Ísafjarðarbæjar.

            Umræðuefnið er frekara samstarf Nýherja við Ísafjarðarbæ í tölvumálum, það er búnaði og þjónustu.

 

2.         Minnisblað bæjarstjóra. - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga.  2012-09-0049.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 19. október sl., er fjallar um Samtök sjávarútvegssveitarfélaga og stofnun þeirra.

            Lagt fram til kynningar. 

 

3.         Minnisblað bæjarritara. - Erindisbréf nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.  2010-07-0042.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 19. október sl., er fjallar um endurskoðun erindisbréfs nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði og bókun nefndarinnar á 21. fundi sínum þann 19. september sl.

            Bæjarráð vísar erindisbréfi nefndarinnar til samþykktar í bæjarstjórn.

 

4.         Bréf umboðsmanns Alþingis. - Ráðning skólastjóra við Grunnskóla Suðureyrar.  2012-07-0004.

            Lagt fram bréf frá umboðsmanni Alþingis dagsett 16. október sl., er fjallar um kvörtun Jóhannesar S. Aðalbjarnarsonar, Suðureyri, vegna ráðningar skólastjóra við Grunnskóla Suðureyrar í ágúst sl.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi umboðsmanns Alþingis.

 

5.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Tilboð í snjóflóðavarnir - Gleiðarhjalli, færsla á rafveitu- og vatnslögnum.  2012-10-0012.

            Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar dagsett þann 18. október sl., er fjallar um opnun tilboða hjá Ríkiskaupum í verkið ,,Sjóflóðavarnir á Ísafirði - Gleiðarhjalli, færsla á rafveitu- og vatnslögnum.“ Alls bárust þrjú tilboð í verkið frá neðangreindum aðilum.

                        Hálsafell ehf.,                         kr. 55.452.742.-

                        Þotan ehf.,                              kr. 63.844.398.-

                        Vesturfell ehf.,                       kr. 77.293.580.-

                        Kostnaðaráætlun                    kr. 46.000.000.-

            Framkvæmdasýsla ríkisins leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Hálsafell ehf. og tekur sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs undir þá tillögu.

            Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Hálsafell ehf., með tilvísun til tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins í bréfi dagsettu 18. október sl. og þeirrar úttektar á fyrirtækinu er þar kemur fram.

 

 6.        Bréf Héraðssambands Vestfirðinga. - Fjármögnun Íþróttaskóla HSV. 2012-03-0068.

            Lagt fram bréf frá Héraðssambandi Vestfirðinga dagsett 16. október sl., er varðar rekstur Íþróttaskóla HSV og fjárþörf til rekstrar.

            Bæjarráð vísar erindi HSV til úrvinnslu við gerð fjárhagsáætlunar 2013.

           

7.         Bréf velferðarráðuneytis. - Tenging hjúkrunarheimilis við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og lóðamál. 2011-12-0009.

            Lagt fram bréf frá velferðarráðuneyti dagsett 12. október sl., þar sem fram kemur að ráðuneytið samþykkir tengingu hjúkrunarheimilisins við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og er lögð áhersla á mikilvægi þess að á öllum stigum sé unnið í samráði og samvinnu við framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Svar við erindi um lóðamál mun berast frá ráðuneytinu síðar.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Vísað til nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

 

8.         Bréf innanríkisráðuneytis. - Kæra vegna úthlutunar lóðar í Engidal. 2011-06-0030.

            Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneytinu dagsett 17. október sl., þar sem fram kemur að ráðuneytinu hefur borist erindi frá Helga Helgasyni f.h. Aðstöðunnar sf., vegna úthlutunar lóðar við Kirkjuból í Engidal, Ísafirði.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

 

9.         Bréf Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. - Átakið ,,Betra líf - mannúð og réttlæti.“ 2012-10-0036.

            Lagt fram bréf frá Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann SÁÁ móttekið 18. október sl., þar sem leitað er eftir stuðningi þjóðarinnar við að 10 prósentum af áfengisgjaldinu, sem ríkið innheimtir, verði varið til að veita þolendum áfengis- og vímuefnavandans þá félagslegu þjónustu og úrræði sem eru á skyldum sveitarfélaganna, sem mörg hver eru of fámenn og févana til að veita.

            Erindið lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:00

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Marzellíus Sveinbjörnsson.                                                  

Kristján Andri Guðjónsson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?