Bæjarráð - 768. fundur - 8. október 2012

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Hafnarstjórn 2/10.  161. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Íþrótta- og tómstundanefnd 3/10.  135. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 3/10.  381. fundur.

            Fundargerðin er í ellefu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Þjónustuhópur aldraðra 27/9.  71. fundur.

            Fundargerðin er í þremur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað bæjarritara. - Drög að kaupsamningi vegna Austurvegar 2, Ísafirði.  2011-07-0038.       

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 4. október sl., er varðar væntanlega sölu Ísafjarðarbæjar á eignarhluta sínum í Austurvegi 2, Ísafirði. Minnisblaðinu fylgja drög að kaupsamningi og afrit eignaskiptayfirlýsingar vegna Austurvegar 2, Ísafirði.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði á þessu stigi.

 

3.         Minnisblað kerfisstjóra Ísafjarðarbæjar. - Innheimtustofnun sveitarfélaga, síma- og netsamband á Flateyri.  2012-09-0079

Lagt fram minnisblað Valtýs Gíslasonar, kerfisstjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett       4. október sl., er varðar bréf Innheimtustofnunar sveitarfélaga frá 19. september sl., er fjallar um síma- og netsamband á Flateyri og þarfir útibús stofnunarinnar á Flateyri hvað varðar síma- og nettengingar.

Bæjarráð lýsir yfir vilja sínum til að leita úrlausna með stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga og felur bæjarstjóra að svara fyrirspurn Innheimtustofnunar.

 

4.         Minnisblað skóla- og sérkennslufulltrúa. - Kostnaður vegna niðurgreiðslu til dagforeldra.  2012-04-0036.

Lagt fram minnisblað Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 2. október sl., þar sem hún gerir grein fyrir kostnaði vegna niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum ofl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram með skóla- og tómstundasviði.

 

5.         Bréf Umhverfisstofnunar. - Deiliskipulag á Þingeyri.  2009-12-0009.

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 27. september sl., er varðar umsögn um tillögu að deiliskipulagi fyrir miðbæ og hafnarsvæðið á Þingeyri.  Í bréfinu kemur fram, að Umhverfisstofnun gerir engar athugasemdir við umrædda tillögu að deiliskipulagi.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar. 

 

6.       Bréf Umhverfisstofnunar. - Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á Ingjaldssandi, Önundarfirði.  2011-09-0100. 

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 28. september sl., er varðar umsögn um tillögu að deiliskipulagi frístundabyggða í landi Sæbóls I, II og III (F27), Álfadals (F31 og F32) og Hrauns (F29 og F30) á Ingjaldssandi í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar.  

           

7.         Bréf frá Sorpurðun Vesturlands. - Gjaldskrárbreytingar í Fíflholtum. 2011-01-0069.

Lagt fram bréf frá Sorpurðun Vesturlands dagsett 2. október sl., þar sem fram kemur, að stjórn fyrirtækisins hefur samþykkt að breyta gjaldskrá urðunarstaðarins í Fíflholti frá og með 1. janúar 2013.

Lagt fram til kynningar í bæjarráð og vísað til nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ til kynningar.

 

8.         Bréf Íbúðalánasjóðs. - Sundstræti 36, Ísafirði.  2007-12-0059.

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði dagsett 3. október sl., þar sem sjóðurinn mótmælir álagningu fasteignagjalda á húseignina Sundstræti 36, Ísafirði og óskar jafnframt eftir að skráning eignarinnar verði leiðrétt, það er að eignin sé ekki skráð sem íbúðarhúsnæði, heldur atvinnuhúsnæði.

Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu á umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar.

           

9.         Bréf Íþróttafélagsins Ívars, Ísafirði. - Íslandsmót í boccia.  2012-10-0011.

Lagt fram bréf frá Íþróttafélaginu Ívari, Ísafirði, dagsett 4. október sl., þar sem greint er frá að Íslandsmót í boccia verður haldið hér á Ísafirði dagana 11.-13. október n.k.  Í bréfinu er boð um að fulltrúi Ísafjarðarbæjar sé velkominn á setningu mótsins, sem verður í íþróttahúsinu á Torfnesi fimmtudaginn 11. október n.k. kl. 21:00.

Bæjarráð þakkar boð.  Erindið lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

 10.      Bréf Byggðastofnunar. - Skýrslan ,,Samfélag, atvinnulíf og íbúaþróun í byggðalögum með langvarandi fólksfækkun“.  2012-10-0009.

Lagt fram bréf Byggðastofnun dagsett 27. september sl., bréf er fjallar um skýrsluna ,,Samfélag, atvinnulíf og íbúaþróun í byggðarlögum með langvarandi fólksfækkun“, sem Byggðastofnun gaf út í júní 2012.  Í bréfinu kemur fram hvar má nálgast skýrsluna í heild sinni.

Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að kynna sér skýrsluna.  Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

11.       Bréf Umhverfisstofnunar. - Refa- og minkaveiðar 2011/2012.  2012-02-0066.

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 27. september sl., er fjallar um skil á skýrslum um refa- og minkaveiðar á veiðiárinu 1. september 2011 til og með 31. ágúst 2012.  Uppgjöri vegna þessa tímabils skal skila fyrir 10. nóvember n.k.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfis- og eignasviðs til vinnslu.

 

12.       Minnisblað bæjarritara. - Rekstur íþróttasvæðisins á Torfnesi. 2011-10-0009.

Lagt fram minnisblað bæjarritara er varðar rekstur íþróttasvæðisins á Torfnesi, Ísafirði.  Á 766. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað bæjarstjóra og sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs um rekstur íþróttasvæðisins, en frestað á þeim fundi og kemur nú aftur fyrir bæjarráð.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að fallið verði frá þeim áformum, að HSV taki við rekstri íþróttahússins á Torfnesi, Ísafirði.

Jafnframt óskar bæjarráð eftir viðræðum við stjórn HSV um rekstur íþróttaskóla HSV. 

 

13.       Fyrirspurn frá Örnu Láru Jónsdóttur, lögð fram í bæjarráði. 2012-10-0013.

Fyrirspurn um sölu húseigna Ísafjarðarbæjar og Fasteigna Ísafjarðarbæjar 2008-2012. Hvaða fasteignir hefur Ísafjarðarbær og Fasteignir Ísafjarðarbæjar samþykkt að selja á undanförnum fimm árum, 2008-2012?

 

Óskað er eftir upplýsingum um eftirfarandi:

a)      heiti fasteigna og staðsetningu

b)      hvenær fasteign var auglýst til sölu

c)      hvenær kauptilboð var samþykkt í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar eða stjórn Fasteigna Ísafjarðarbæjar

d)     hver var kaupandi fasteignar

e)      hvert var kauptilboð það sem samþykkt var

f)       hvenær var sölusamningur undirritaður

g)      hvert var endanlegt söluverð og hvernig var greiðslu háttað

 

Svar óskast skriflegt, sem fyrst.

 

           

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:15.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                       

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?