Bæjarráð - 767. fundur - 2. október 2012

Þetta var gert:

1.         Fundargerð nefndar.

            Barnaverndarnefnd 19/9.  122. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            6. liður.  Bæjarráð tekur undir tillögu barnaverndarnefndar.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Félagsmálanefnd 25/9.  371. fundur.

            Fundargerðin er í tíu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Fræðslunefnd 26/9.  324. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            1. liður. Bæjarstjóri upplýsti að hann hafi boðið Guðríði Guðmundsdóttur, Bolungarvík, starf leikskólastjóra við Eyrarskjól á Ísafirði.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ 26/9.  21. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað bæjarritara. - Umboð bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar á 57. Fjórðungsþing Vestfirðinga.  2012-05-0040.  

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 27. september sl., er varðar umboð  bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar á 57. Fjórðungsþingi Vestfirðinga er haldið verður á Bíldudal dagana 4. og 5. október n.k.

            Bæjarráð samþykkir, að allir kjörnir bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar eða varamenn þeirra sæki 57. Fjórðungsþing Vestfirðinga og fari með atkvæði Ísafjarðarbæjar að jöfnu. 

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda kjörbréf Ísafjarðarbæjar til Fjórðungs-sambands Vestfirðinga.

 

3.         Bréf Innheimtustofnunar sveitarfélaga. - Síma- og netsamband á Flateyri. 2012-09-0079.

            Lagt fram bréf Innheimtustofnun sveitarfélaga dagsett 19. september sl., er varðar síma- og netsamband á Flateyri, sem í dag uppfyllir ekki þarfir og öryggi í rekstri stofnunarinnar. Með bréfinu vill stofnunin meðal annars kanna hvort Ísafjarðarbær hafi eða muni beita sér fyrir lagningu ljósleiðara til Flateyrar í nánustu framtíð.

            Erindinu frestað til næsta fundar bæjarráðs.

 

4.         Bréf Skipulagsstofnunar. - Tillaga að landsskipulagsstefnu 2013-2024. 2011-07-0023.

            Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 24. september sl., er varðar tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024.  Með tilvísun til 6. mrg. 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, er óskað eftir umsögn um tillöguna.  Svar þarf að berast eigi síðar en 20. nóvember 2012.

            Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

5.         Minnisblað forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða og formanns fagráðs safna. - Byggðasafn Vestfjarða.  2012-09-0083.

            Lagt fram minnisblað frá Jóni Sigurpálssyni, forstöðumanni Byggðasafns Vestfjarða og Sigríði Ó. Kristjánsdóttur, formanni fagráðs safna, dagsett 24. september sl., er varðar m.a. rekstur safnsins, mannahald og fjárveitingar.  Minnisblaðinu fylgja safnalög 2011 nr. 141 28. september, sem og 36. fundargerð stjórnar Byggðasafns Vestfjarðar.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

  6.       Bréf Lionsklúbbs Ísafjarðar. - Þakkir fyrir þátttöku í gjöf til Suðuroyja í Færeyjum.  2012-03-0011.

            Lagt fram bréf frá Lionsklúbbi Ísafjarðar dagsett 26. september sl., þar sem þakkað er framlag Ísafjarðarbæjar í gjöf til Suðuroyjar í Færeyjum.  Í bréfinu er stuttlega greint frá ferð til Færeyja er gjöfin var afhent.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

           

7.         Bréf Félags náms- og starfsráðgjafa. - Ráðning náms- og starfsráðgjafa hjá  Ísafjarðarbæ.  2012-06-0058.

            Lagt fram bréf frá Félagi náms- og starfsráðgjafa dagsett 19. september sl., er varðar ráðningu náms- og starfsráðgjafa hjá Ísafjarðarbæ. Í bréfinu er áréttað, að starfsheitið sé lögverndað.

Bókun lögð fram af Eiríki Finni Greipssyni og Albertínu F. Elíasdóttur undir þessum lið.

,,Bæjarráð þakkar fyrir ábendinguna um að starfsheiti náms- og starfsráðgjafa sé lögverndað. Bæjarráð var meðvitað um lögverndina enda hafnaði það öllum umsækjendum um starf námsráðgjafa við Grunnskólann á Ísafirði sl. sumar þar sem enginn réttindamanneskja sótti um, en staðan var auglýst tvisvar sinnum. Eftir að hafa ráðgast við mennta- og menningamálaráðuneytið, umhverfisráðuneytið og lögfræðing Sambands íslenskra sveitarfélaga var ráðinn skólaráðgjafi til að sinna sambærilegu starfi tímabundið.“

            Bréfið lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

8.         Bréf Verkfræðistofunnar Hamraborgar. - Heimabær 1 og 2, Hesteyri. 2011-10-0012.

            Lagt fram bréf frá Verkfræðistofunni Hamraborg, Sævari Geirssyni, dagsett 23. september sl., er varðar Heimabæ 1 og Heimabæ 2, Hesteyri í Jökulfjörðum. 

Óskað er eftir öllum gögnum er varða afgreiðslu, samþykktir og umfjöllun nefnda, ráða og fagsviða Ísafjarðarbæjar vegna framangreindra jarða.  Um er að ræða tímabilið frá 26. september 2011 til 23. september 2012.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

 

9.         Bréf innanríkisráðuneytis. - Málstefna sveitarfélaga.  2012-09-0085.

            Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneyti dagsett 21. september sl., er varðar málstefnu sveitarfélaga skv. 130. gr. sveitarstjórnarlaga.  Erindið er vegna fyrirspurnar er borist hefur frá Alþingi til ráðuneytisins um þetta mál.  Með bréfinu er óskað upplýsinga frá öllum sveitarfélögum, hvort og þá með hvaða hætti þau hafa uppfyllt lagaákvæðið. Svar óskast eigi síðar en 3. október n.k.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi innanríkisráðuneytis.

           

10.       Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiárið 2012/2013.  2012-09-0043.

            Lagt fram afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis dagsett 28. september sl., þar sem sótt er um hlutdeild í byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013.  Bréfinu fylgir greinargerð um þróun sjávarútvegs í sveitarfélaginu til margra ára.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

11.       Bréf Bolungarvíkurkaupstaðar. - Málefni Náttúrustofu Vestfjarða. 2012-06-0085.  Trúnaðarmál.

            Lagt fram sem trúnaðarmál til kynningar bréf frá Bolungarvíkurkaupstað dagsett 19. september sl., er varðar málefni Náttúrustofu Vestfjarða.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:00.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                       

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?