Bæjarráð - 766. fundur - 24. september 2012

Þetta var gert:

1.         Fundargerð nefndar.

            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis 19/9.  21. fundur.

            Fundargerðin er í átta liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað bæjarstjóra. - Byggðakvóti 2011/2012.  2011-10-0008.       

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 20. september sl. er varðar bréf trillukarla á Þingeyri dagsett 6. september sl. og byggðakvóta fiskveiði- ársins 2011/2012.  Bæjarráð fól bæjarstjóra að skoða málið frekar og leggja að nýju fyrir bæjarráð.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá bréfi til atvinnuvegaráðuneytis á grundvelli umrædds minnisblaðs.

 

3.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Tilboð í vatnslagnir í Hnífsdal. 2012-07-0012.

            Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar dagsett 19. september sl., þar sem hann gerir grein fyrir tilboðum er borist hafa í verkið ,,Vatnsþrýstingur í fiskvinnslu HG við Hnífsdalsbryggju.  Eftirtaldir aðilar buðu í verkið.

                        GE Vinnuvélar ehf.,                          kr. 10.438.160.-

                        Brynjar Örn Þorbjörnsson,                 kr. 10.161.150.-

                        Þotan ehf.,                                         kr.   8.456.000.-

                        Vesturfell ehf.,                                   kr.   8.318.030.-

                        Gámaþjónusta Vestfjarða ehf.,          kr.   7.999.730.-

                        Gröfuþjónusta Bjarna ehf.,                kr.   6.202.890.-

            Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs leggur til við bæjarráð að gengið verði til samninga við Gröfuþjónustu Bjarna ehf.

            Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Gröfuþjónustu Bjarna ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins, sé það staðfest að fyrirtækið uppfylli hæfisskilyrði innkaupareglna bæjarins.

 

4.         Bréf Byggðasamlags Vestfjarða. - Reglur BsVest  um styrki til náms og verkfærakaupa fatlaðs fólks.  2012-02-0063.

            Lagt fram bréf Byggðasamlags Vestfjarða dagsett 13. september sl., er fjallar um reglur BsVest varðandi styrki til náms- og verkfærakaupa fatlaðs fólks. Drög að reglum fylgja bréfinu og er óskað eftir að þær verði teknar til umfjöllunar í félagsmálanefnd og hjá félagsþjónustu sveitarfélagsins. Málinu vísað til félagsmálanefndar til umsagnar.

 

5.         Tölvubréf Vesturbyggðar. - Tilnefning í stjórn Náttúrustofu Vestfjarða. 2012-06-0085.

            Lagt fram tölvubréf frá Þóri Sveinssyni, skrifstofustjóra Vesturbyggðar, dagsett 20. september sl., þar sem fram koma tilnefningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps á fulltrúum í stjórn Náttúrustofu Vestfjarða.  Aðalfulltrúi er tilnefndur Þórir Sveinsson, skrifstofustjóri Vesturbyggðar og til vara Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. 

            Lagt fram til kynningar

 

  6.       Bréf Auðar A. Höskuldsdóttur. - Kattahald í Ísafjarðarbæ.  2012-09-0067.

            Lagt fram bréf frá Auði A. Höskuldsdóttur, Ísafirði, dagsett þann 10. september sl., er varðar kattahald í Ísafjarðarbæ og gjaldtöku árlegra kattaleyfisgjalda. Hjálagt er samþykkt um kattahald í Ísafjarðarbæ.

            Málinu vísað til umhverfis- og eignasviðs til skoðunar. Lagt er til að þetta mál verði skoðað samhliða endurskoðun um samþykkt á hundahaldi.

           

7.         Tölvubréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Breytt dagsetning á 57. Fjórðungsþingi Vestfirðinga.  2012-05-0040.

            Lagt fram tölvubréf frá Aðalsteini Óskarssyni, framkvæmdastjóra, Fjórðungs-sambands Vestfirðinga, þar sem greint er frá breyttum fundartíma 57. Fjórðungsþings Vestfirðinga.  Þingið verður haldið dagana 4. og 5. október n.k. á Bíldudal.  Bréfinu fylgir dagskrá.

            Lagt fram til kynningar.

 

8.         Bréf Póst- og fjarskiptastofnunar. - Lokun póstafgreiðslu á Flateyri. 2012-09-0072.

            Lagt fram bréf frá Póst- og fjarskiptastofnun dagsett 18. september sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á beiðni Íslandspóst um lokun póstafgreiðslu á Flateyri, póstnúmer 425.  Óskað er umsagnar í síðasta lagi fyrir þann 2. október n.k.

            Lagt er til að formaður bæjarráðs óski eftir fundi með forsvarsmönnum Íslandspósts.

           

9.         Bréf Veraldarvina. - Sjálfboðaliðar í verkefni 2013.  2012-09-0058.

            Lagt fram bréf frá Veraldarvinum á Íslandi dagsett 17. september sl., er fjallar um sjálfboðaliða í verðug verkefni á árinu 2013 og óskað eftir samstarfi.

            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar.  

           

10.       Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. - Ágóðahlutur 2012. 2012-05-0055.

            Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 13. september sl., er varðar ágóðahlutagreiðslu ársins 2012.  Ágóðahlutagreiðsla til Ísafjarðarbæjar er kr. 4.820.000.-.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

11.       Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis. - Úttekt á starfsemi Grunnskólans á Ísafirði.  2011-12-0054.

            Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti dagsett 13. september sl., þar sem tilkynnt er, að með tilvísun til umsóknar Ísafjarðarbæjar frá 8. desember 2011, um úttekt á Grunnskólanum á Ísafirði, þá verður farið í það verkefni á tímabilinu október til desember 2012.  Ráðuneytið væntir góðs samstarfs við sveitarfélagið og skólann um úttektina.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

12.       Afrit bréfs mennta- og menningarmálaráðuneytis. - Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar.  2012-06-0048.

            Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti dagsett 18. september sl., þar sem fram kemur að veitt er sérstakt samþykki ráðuneytisins til rekstrar tónlistardeildar skv. 5. tl. l. gr. laga nr. 75/1985.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

13.       Samb. ísl. sveitarf. - Viðmiðunarreglur vegna grunn- og leikskóla. 2012-07-0029.

            Lagt fram tölvubréf frá Svandísi Ingimarsdóttur hjá Samb. ísl. sveitarf., þar sem fjallað er um endurskoðun viðmiðunarreglna vegna grunnskólanemenda, sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags, til samræmis við þær breytingar sem gerðar voru á viðmiðunarreglum vegna leikskólabarna fyrr á þessu ári.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar.

 

14.       Minnisblað bæjarritara. - Erindi HSV, Unglingalandsmót 2015. 2011-02-0008.           

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 21. september sl., er varðar erindi HSV vegna Unglingalandsmóts 2015.  Erindið fór fyrir 134. fund íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar þann 12. september sl. og fékk þar jákvæðar undirtektir.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindi HSV verði samþykkt.

 

15.       Bréf Sædísar M. Jónatansdóttur, ráðgjafa. - Málefni mötuneytisins á Hlíf, Ísafirði.  2012-09-0056.

            Lagt fram bréf Sædísar M. Jónatansdóttur, ráðgjafa á fjölskyldusviði Ísafjarðarbæjar, dagsett 21. september sl., er fjallar um mötuneytið á Hlíf, Ísafirði og rekstur þess.

            Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2012.  Ekki er gert ráð fyrir kostnaðarauka vegna þessa.

 

16.       Minnisblað bæjarstjóra og sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - Rekstur íþróttasvæðisins á Torfnesi.  2011-10-0009.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra og Margrétar Halldórs- dóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, þar sem leitast er við að svara spurningum og athugasemdum sem borist hafa sviðsstjóra og bæjarstjóra, varðandi hugsanlegan rekstur íþróttasvæðisins á Torfnesi, Ísafirði.

            Afgreiðslu málsins frestað í bæjarráði.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 8:55.

Fundargerð ritaði Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Marzellíus Sveinbjörnsson                                                   

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?