Bæjarráð - 765. fundur - 17. september 2012

Þetta var gert:

1.         Atvinnumálastefna Ísafjarðarbæjar. 2010-08-0057.

            Til fundar við bæjarráð eru mættir nefndarmenn atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar, þeir Ingólfur Þorleifsson og Benedikt Bjarnason, sem og Shiran Þórisson, sem unnið hefur að atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar í samráði við atvinnumálanefnd ofl. Jafnframt er mættur Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, starfsmaður Ísafjarðarbæjar.

            Að loknum umræðum fól bæjarráð atvinnumálanefnd og Shiran Þórissyni, að halda áfram vinnu við atvinnumálastefnuna.

 

2.         Fundargerð nefndar.

            Íþrótta- og tómstundanefnd 12/9.  134. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 12/9.  380. fundur.

            Fundargerðin er í þrettán liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.         Bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. - Byggðakvóti fiskveiðiárið 2012/2013.  2012-09-0043.

            Lagt fram bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti dagsett 10. september sl., er varðar auglýsingu umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013.  Umsóknafrestur er til 28. september n.k.  Umsóknir er berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá umsókn Ísafjarðarbæjar á byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013.            

 

4.         Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Fjármálaráðstefnan 2012.  2012-05-0064.

            Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 10. september sl., þar sem boðað er til fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2012 dagana 27. og 28. september n.k.  Ráðstefnan verður haldin í salnum Silfurbergi í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík.  Skráningu á ráðstefnuna líkur mánudaginn 24. september n.k.  Ráðstefnan er boðuð með dagskrá.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

 

5.         Tölvubréf Svanfríðar Ingu Jónasdóttur. - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga. 2012-09-0049.

            Lagt fram tölvubréf frá Svanfríði Ingu Jónasdóttur, bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett 10. september sl., ásamt bréfi undirrituðu af fimm bæjarstjórum, er fjallar um hvort ástæða væri til að skoða stofnun samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

            Erindinu er vísað til ákvörðunartöku í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

 

6.         Bréf Open Street Map. - Leiðsagnakort á netinu.  2012-09-0045.

            Lagt fram bréf Svavars K. Lútherssonar f.h. Open Street Map dagsett 6. september sl., er heldur úti vefnum openstreetmap.org.  Erindið varðar beiðni um upplýsingar er nýtast mættu t.d. til að auka upplýsingar á ofangreindum vef.

            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar til afgreiðslu.

 

 7.        Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. -Fundargerð heilbrigðisnefndar.

            Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 3. september sl., ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá fundi er haldinn var 31. ágúst sl. á Hólmavík.

            Lagt fram til kynningar.

           

8.         Afrit bréfs Orkustofnunar til Landsnets h.f. - Leyfisskyld framkvæmd. 2011-11-0051.

            Lagt fram afrit af bréfi Orkustofnunar til Landsnets hf., dagsett 6. september sl., þar sem bent er á að væntanlegar framkvæmdir Landsnets hf., á Ísafirði séu leyfisskyldar.

            Lagt fram til kynningar.

 

9.         Afrit bréfs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Sérstakar húsaleigubætur 2013. 2012-09-0040.

            Lagt fram afrit bréfs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 5. september sl., er fjallar um áætlun um heildargreiðslur sveitarfélaga á sérstökum húsaleigubótum fjárhagsárið 2013.

            Lagt fram til kynningar.

           

10.       Afrit bréfs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Almennar húsaleigubætur.  2012-09-0040.

            Lagt fram afrit af bréfi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 5. september sl., er fjallar um áætlun heildargreiðslu sveitarfélaga á almennum húsaleigubótum fjárhagsárið 2013, miðað við grunnfjárhæðir bóta.

            Lagt fram til kynningar.

           

11.       Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 799. stjórnarfundar.

            Lögð fram 799. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf., frá fundi er haldinn var í félagsheimilinu Múla í Grímsey þann 7. september sl.

            Lagt fram til kynningar.

 

12.       Afrit bréfs Húsbyggingasjóðs Landss. Þroskahjálpar.  2012-09-0046.

            Lagt fram afrit bréfs frá Húsbyggingarsjóði Landssamtakanna Þroskahjálpar dagsett 6. september sl.  Bréfið fjallar að nokkru um hlutverk sjóðsins og að kanna þurfi þörf sveitarfélaga á landinu fyrir húsnæði og óskir þeirra um samstarf við Húsbyggingasjóðinn.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði. 

 

13.       Afrit bréfs Samb. ísl. sveitarf. til velferðarráðuneytis. - Tilnefning í starfshóp  um sameiningu Innheimtustofnunar og Tryggingastofnunar.  2012-07-0029.

            Lagt fram afrit af bréfi Samb. ísl. sveitarf. til velferðarráðuneytis dagsett 11. september sl., er fjallar um tilnefningu í starfshóp um sameiningu Innheimtustofnunar sveitarfélaga og Tryggingastofnunar ríkisins.  Bréfi Samb. ísl. sveitarf. fylgir afrit af bréfi velferðarráðuneytis dagsettu 29. ágúst sl., um sama efni.

            Lagt fram til kynningar.

 

14.       Minnisblað bæjarstjóra til bæjarráðs. - Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar. 2011-02-0114.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, til bæjarráðs er varðar flutning á umsýslu skíðasvæðisins frá umhverfis- og eignasviði yfir á skóla- og tómstundasvið.  Málið hefur verið tekið fyrir í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar og í íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar og fyrirkomulagið verið samþykkt í báðum nefndum.  Því leggur bæjarstjóri til að flutningurinn verði formlega samþykktur á næsta fundi bæjarstjórnar.

            Bæjarráð vísar tillögu bæjarstjóra til bæjarstjórnar til ákvörðunar.

 

15.       Minnisblað til bæjarráðs. - Kjör nýrrar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða. 2012-06-0085.

            Lagt fram minnisblað til bæjarráðs dagsett 14. september sl., er varðar skipan stjórnar náttúrustofa og kjör á nýrri stjórn fyrir Náttúrustofu Vestfjarða.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar í stjórn Náttúrustofu Vestfjarða.

 

16.       Trúnaðarmál tekið fyrir í bæjarráði.  2012-06-0085.

            Trúnaðarmál rætt í bæjarráði og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

 

17.       Þriggja ára fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2013-2015. 2012-09-0006.

            Til fundar við bæjarráðs undir þessum lið dagskrár er mættur Jóhann B. Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar.  Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarráði grein fyrir helstu framkvæmdum, sem fara þarf í hjá Ísafjarðarbæ á næsta og næstu árum.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:55.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                       

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?