Bæjarráð - 761. fundur - 20. ágúst 2012

Þetta var gert:

1.         Skatttekjur og laun í júlí. 2012-02-0032.

            Lagt fram yfirlit Daníels Jakobssonar bæjarstjóra yfir skatttekjur og laun Ísafjarðarbæjar í júlí 2012.

 

2.         Fundargerð nefndar

            Umhverfisnefnd 15/8. 378. fundur.

            Fundargerðin er í átta liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.         Umsögn umhverfisnefndar um sjókvíaeldi í Dýrafirði. 2009-04-0020.

Lagt fram svar umhverfisnefndar við beiðni Fiskistofu um umsögn. Bæjarráð staðfestir umsögn nefndarinnar.

 

4.         Umsókn um rekstrarleyfi. 2012-08-0019.

Tekið fyrir erindi sýslumannsins á Ísafirði varðandi umsókn Elísabetar Gunnarsdóttur um rekstrarleyfi Faktorshússins á Ísafirði. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna.

 

5.         Breyting á skipuriti Ísafjarðarbæjar - Minnisblað bæjarstjóra. 2011-02-0114.

Tekin fyrir tillaga bæjarstjóra um færslu skíðasvæðanna í Tungudal og á Seljalandsdal af umhverfis- og eignasviði yfir á skóla- og tómstundasvið. Bæjarráð vísar tillögunni til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfisnefnd.

 

6.         Framkvæmdir við varnargarða neðan Gleiðarhjalla – Minnisblað bæjarstjóra. 2011-12-0030.

Lagt fram til kynningar.

 

7.         Boðun á aðalfund Menningarráðs Vestfjarða. 2012-08-0017.

Bæjarráð samþykkir að Daníel Jakobsson bæjarstjóri verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar á fundinum.

 

8.         Minnisblað umsjónarmanns eigna – Seljaland. 2006-11-0053.

Lagt fram til kynningar minnisblað umsjónarmanns eigna um Seljaland á Ísafirði. Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður við leigutaka.

           

9.         Starfsmannamál Grunnskólans á Ísafirði. 2012-06-0058.

Daníel Jakobsson bæjarstjóri vék af fundi undir þessum lið.

 

Rætt um ráðningu námsráðgjafa við Grunnskólann á Ísafirði. Meirihluti bæjarráðs Ísafjarðarbæjar leggur til að Hólmfríður Vala Svavarsdóttir verði ráðin, með tilvísun í álit Talents ráðningar, og felur formanni að ræða við umsækjandann um tímabundna ráðningu til vors. Arna Lára Jónsdóttir leggur til að staðan verði auglýst aftur þar sem bæjarráð hefur þegar hafnað öllum umsækjendum.

 

Arna Lára Jónsdóttir lét bóka eftirfarandi um afgreiðslu bæjarráðs:

 

            „Ég harma þá ákvörðun meirihluta bæjarráðs að virða ekki  52. grein bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar sem kveður á um að í sumarleyfi bæjarstjórnar sé bæjarráði heimil fullnaðarafgreiðsla mála enda sé ekki ágreiningur milli bæjarráðsmanna. Í þessu máli er ágreiningur um málsmeðferð og því rétt að senda það til bæjarstjórnar eða til
umfjöllunar í fagnefnd, sem í þessu tilviki er fræðslunefnd, eins og 35. grein sveitarstjórnarlaga gerir ráð fyrir.

Í ljósi þess að öllum umsækjendum hefur þegar verið hafnað tel ég að rétt sé að auglýsa stöðu námsráðgjafa aftur og freista þess að fá réttindamanneskju til starfa. Málsmeðferðin hefur verið afar klúðursleg frá því að ráðingarferlið hófst eins og tíundað er í minnisblaði frá formanni bæjarráðs og sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. Það eina rétta í stöðunni er því að auglýsa starfið aftur og standa þá rétt að málum.

Enn og aftur ætlar meirihluti bæjarráðs að láta persónulegt mat og óáþreifanlega þætti ráða úrslitum við ráðningu í stað þess að horfa til menntunar og reynslu umsækjenda. Ákvörðun meirihluta bæjarráðs að ráða einstakling með grunnskólakennarapróf til starfa sem námsráðgjafa er með ólíkindum þegar til boða stóð umsækjandi með doktorspróf í
sálfræði og mjög mikla reynslu af starfi með grunnskólabörnum.“

           

            Gísli Halldór Halldórsson lét bóka að staðan hefur nú þegar verið auglýst í tvígang og bendir jafnframt á að ekkert er rætt um sumarfrí bæjarstjórnar í 52. gr. bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.

 

10.       Bréf Náttúrustofu. 2012-06-0085.

Lagt fram svar Náttúrustofu Vestfjarða við bréfi Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir því við sveitarstjórnir á Vestfjörðum að ný stjórn verði        skipuð yfir Náttúrustofu Vestfjarða.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið klukkan 09.33.

 

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri                                     

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, ritari

Albertína Elíasdóttir, formaður bæjarráðs

Gísli Halldór Halldórsson                                                                

Arna Lára Jónsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?