Bæjarráð - 760. fundur - 13. ágúst 2012

Þetta var gert:

 

1. Fundargerð nefndar

Fræðslunefnd 8/8., 322. fundur.

Fundargerðin er í 5 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.  Samningur umhverfisráðuneytis og sveitarfélaga um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða – bréf frá umhverfisráðuneyti. 2012-01-0045.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga viðræður við forsvarsmenn annarra sveitarfélaga sem að rekstrinum koma um breytingar á samningsdrögum.

 

3.  Afrit kæru á afgreiðslu umhverfisnefndar um nýtingu lóðar í Engidal – bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála. 2012-08-0011.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og eignasviðs.

                                                                                                               

4.  Úrbætur á vegi í efri hluta Tunguskógar – bréf frá Félagi skógarbúa. 2012-08-0010.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og eignasviðs.

 

5. Afhending skýrslu um stöðu jafnréttismála hjá Ísafjarðarbæ – bréf frá Jafnréttisstofu. 2012-08-0009.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

 

6. Tillaga að starfsleyfi Olíudreifingar ehf. vegna olíubirgðastöðvar á Mávagarði. 2009-02-0030.

Lagt fram til kynningar.

 

7.  Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga – yfirlit. 2011-09-0036.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið klukkan 09.15.

 

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri                                     

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína Elíasdóttir.                                                                        

Arna Lára Jónsdóttir.

Var efnið á síðunni hjálplegt?