Bæjarráð - 758. fundur - 23. júlí 2012

Þetta var gert:

1.         Ráðning námsráðgjafa við Grunnskólann á Ísafirði. 2012-06-0058.

Til fundar við bæjarráð komu þær Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði, og Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar.

Að fengnu áliti lögfræðings mennta- og menningarmálaráðuneytis, þar sem fram kemur að skv. lögum um náms- og starfsráðgjafa nr. 35/2009 hafa þeir einir rétt til slíkra starfa sem lokið hafa námi í náms- og starfsráðgjöf, er það niðurstaða bæjarráðs að hafna öllum umsóknum um starfið.

Bæjarráð felur skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði og sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að fara nánar yfir málið og leita lausna. Enn fremur felur bæjarráð formanni og sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að leggja fram minnisblað um feril málsins.

 

Daníel Jakobsson bæjarstjóri kom til fundar að lokinni afgreiðslu 1. liðar.

 

2.         Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda vegna skólaársins 2012-2013. 2011-10-0075.

            Bréf frá innanríkisráðuneyti varðandi málið lagt fram til kynningar.

            Bæjarráð vísar bréfinu til sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.

 

3.         Setning reglna um vinnulag við eftirfylgni og breytingar á fjárhagsáætlun. Minnisblað bæjarstjóra. 2012-07-0030.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar bæjarstjóra og Jóns Halldórs Oddsonar fjármálastjóra ásamt drögum að reglum um vinnulag og eftirfylgni við breytingar á fjárhagsáætlun.

            Bæjarráð samþykkir ofangreind drög sem vinnureglur með fyrirvara um    samþykki bæjarstjórnar.

 

4.         Fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga.

            Lögð fram til kynningar.

 

5.         Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Leiðsögn um lýðræði í sveitarfélögum. 2012-07-0029.

            Lagt fram til kynningar.

 

6.         Uppfærsla á ADSL búnaði Símans á Flateyri, Suðureyri, Þingeyri og í Hnífsdal. 2012-07-0032.

            Rætt um mögulega aðkomu bæjarfélagsins að uppfærslu ADSL búnaðar á framangreindum stöðum.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

 

7.         Umsögn um drög að landsáætlun um úrgang. 2011-09-0110.

            Vísað til umfjöllunar í nefnd um sorpmál.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið klukkan 09.20.

 

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, ritari

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs

Albertína Elíasdóttir

Arna Lára Jónsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?