Bæjarráð - 757. fundur - 16. júlí 2012

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 4/7. 20. fundur.

            Fundargerðin er í þremur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 4/7. 377. fundur.

            Fundargerðin er í tólf liðum.

            4. liður. Bæjarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi á Þingeyri.

            3., 5., og 6. Liður. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóða.

            10. liður. Bæjarráð samþykkir umsókn um nýtingu túns í Engidal.

            12. liður. Bæjarráð samþykkir nýtingu Gámaþjónustu Vestfjarða á lóð í Engidal.

            Fundargerðin staðfest í heild sinni.

 

2.         Mánaðarskýrsla bæjarstjóra – Júní: Skatttekjur og laun. 2012-02-0032.

            Lagt fram til kynningar.

 

3.         Samkomulag við Olíudreifingu ehf., um flutning olíubirgðastöðvar á lóð

            á Mávagarði, Ísafirði.  2009-02-0030.

            Lagt fram til samþykktar samkomulag Olíudreifingar ehf. og Ísafjarðarbæjar um flutning olíubirgðastöðvar á lóð á Mávagarði, Ísafirði.

            Bæjarráð staðfestir samkomulagið.

 

4.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Niðurfelling vega af

            vegaskrá.  2012-05-0043.

            Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs þar sem fjallað er um þau áhrif sem umrædd niðurfelling vega mun hafa.

            Bæjarráð mótmælir harðlega þessari niðurfellingu og felur bæjarstjóra að koma þeim mótmælum á framfæri.

 

            Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi við afgreiðslu liða 5 t.o.m. 7.

 

5.         Afrit af bréfi til Fiskistofu. - Umsögn um rekstrarleyfi til HG hf.,

            kvíaeldi í Ísafjarðardjúpi.  2012-01-0004.

            Lagt fram afrit af bréfi bæjarráðs til Fiskistofu vegna umsagnar Ísafjarðarbæjar um umsókn Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. um kvíaeldi í Ísafjarðardjúpi.

            Lagt fram til kynningar.

 

6.         Bréf umhverfisráðuneytis. - Úrskurður um 3.000 tonna framleiðslu á

            laxi í sjókvíum í Arnarfirði. 2011-06-0045.

            Lagt fram til kynningar.

 

7.         Bréf Fiskistofu – Umsókn Dýrfisks ehf. um rekstrarleyfi til 200 tonna þorskeldis í Dýrafirði, beiðni um umsögn. 2009-04-0020.       

            Lögð fram beiðni Fiskistofu um umsögn um umsókn Dýrfisks ehf. um rekstrarleyfi til 200 tonna fiskeldis í Dýrafirði. Umsögn skal berast í síðasta lagi 24. júlí 2012.

            Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í umhverfisnefnd.

 

8.         Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 798. stjórnarfundar Samb. ísl. sveitarf.

            Lagt fram til kynningar.

           

9.         Tölvubréf Antje Bommel, Bæjaralandi, Þýskalandi. - Vinabæjarsamskipti. 2012-07-0022.

            Lagt fram bréf frá Antje Bommel, íbúa bæjarins Kaufering í Þýskalandi. Bréfritari lýsir áhuga á að stofna til vinabæjasamskipta milli Ísafjarðarbæjar og Kaufering.

            Bæjarráð þakkar erindið og felur upplýsingafulltrúa að ræða nánar við bréfritara.

 

10.       Bréf Íbúðalánasjóðs. - Lánsvilyrði vegna byggingar hjúkrunarheimilis

            aldraðra á Ísafirði.  2011-12-0009.

            Lögð fram til kynningar afgreiðsla stjórnar Íbúðalánasjóðs á umsókn um lán vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

           

11.       Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis. - Kvenfélagið Ósk.

            Húsmæðraskólinn Ósk.  2008-01-0036.

            Bæjarstjóri upplýsti á fundinum að kvenfélagið hefur fengið aðstöðu í Hnífsdal.

            Bréfið lagt fram til kynningar.

 

12.       Hlaupahátíð á Vestfjörðum – beiðni um styrk. 2012-07-0021.

Lagt fram bréf frá aðstandendum Hlaupahátíðar á Vestfjörðum þar sem beðið er um styrk sveitarfélagsins í formi aðgangs að Sundhöll Ísafjarðar og aðstoðar Áhaldahúss Ísafjarðarbæjar.

Þar sem hátíðin er liðin upplýsti bæjarstjóri að orðið hafi verið við óskum bréfritara að hluta.

 

13.       Bréf Samb. ísl. sveitarf. – Nýsköpun í opinberum rekstri. 2012-07-0016.

Lagt fram til kynningar bréf Samb. ísl. sveitarf. um verkefni sem stuðla á að nýsköpun í opinberum rekstri.

 

14.       Bréf Siglingastofnunar – Fjögurra ára samgönguáætlun. 2012-01-0001.

            Lagt fram til kynningar bréf frá Siglingastofnun um samgönguáætlun áranna 2013-2016. Málið er til úrvinnslu hjá hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar.

 

15.       Bréf umhverfisráðuneytis – Samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla í Ísafjarðarbæ. 2012-01-0015.

            Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 2. júlí 2012 þar sem fram kemur að samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla í Ísafjarðarbæ hafi verið staðfest og send til birtingar.

 

16.       Skýrsla Minjasjóðs Önundarfjarðar fyrir starfsárið 2011. 2012-07-0027.

            Lögð fram til kynningar skýrsla Minjasjóðs Önundarfjarðar fyrir starfsárið 2011 ásamt endurskoðuðum reikningum fyrir sama ár.

 

17.       Ársreikningar Náttúrustofu Vestfjarða. 2012-06-0085.

            Lagður fram ársreikningur ársins 2007 og drög að ársreikningum áranna 2008, 2009 og 2010, samkvæmt beiðni bæjarráðs frá 2. júlí 2012.

            Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af seinagangi við endalegan frágang ársreikninga. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

 

18.       Drög að rekstrarsamningi um íþróttasvæðið á Torfnesi, Ísafirði. 2011-10-0009.

            Lögð fram drög að rekstrarsamningi við Héraðssamband Vestfirðinga um rekstur íþróttasvæðisins á Torfnesi, en bæjarstjórn lagði til á fundi sínum 21. júní 2012 að bæjarráði yrðu falin gögnin til frekari úrvinnslu.

            Bæjarráð vinnur málið áfram.

 

19.       Drög að samningi um almenningsakstur í Ísafjarðarbæ og skólaakstur í Skutulsfirði. 2012-02-0018.

            Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs ásamt drögum að samningi við Keran Stueland Ólason um almenningsakstur í Ísafjarðarbæ og skólaakstur í Skutulsfirði.

             Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um að ganga til samninga við Keran Stueland Ólason.

 

20.       Ráðning námsráðgjafa við Grunnskólann á Ísafirði. 2012-06-0058.

            Daníel Jakobsson bæjarstjóri vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

            Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið klukkan 09.25

 

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri                                     

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína Elíasdóttir.                                                                        

Arna Lára Jónsdóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?