Bæjarráð - 750. fundur - 14. maí 2012

Þetta var gert:

1.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Útboð á rekstri skíðasvæða Ísafjarðarbæjar.  2012-01-0029.

Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 11. maí sl., þar sem hann gerir grein fyrir niðurstöðu forvals vegna hugsanlegs útboðs á rekstri skíðasvæða í Ísafjarðarbæ. Eftirtaldir sóttust eftir þátttöku.

                        Dagverðardalur sf.

                        G.I. Halldórsson ehf.

                        Sel ehf.

                        Vestfirskir Verktakar ehf.

Jóhann Birkir, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs óskar eftir að fá að halda áfram með málið. Jóhann Birkir mætti á fund bæjarráðs.

Bæjarráð felur Jóhannir Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður í bæjarráði.

 

2.         Kynning Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, á viðhorfskönnun meðal starfsmanna Ísafjarðarbæjar. 2012-05-0027.

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar, er mættur á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal starfsmanna Ísafjarðarbæjar, sem nýverið er lokið.

 

3.         Fundargerðir nefnda.

            Félagsmálanefnd 8/5.  368. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            2. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða þennan lið frekar.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 11/5.  17. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Starfshópur um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði 7/5.  3. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

           

            Starfshópur um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði 11/5.  4. fundur.

            Fundargerðin er í þremur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 8/5.  374. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

4.         Bréf lögreglustjórans á Ísafirði. - Beiðni um umsögn á umsókn um rekstrarleyfi veitingastaðar.  2012-05-0017.

Lagt fram tölvubréf frá Bryndísi Ósk Jónsdóttur f.h. lögreglustjórans á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn um rekstrarleyfi veitingastaðar í flokki I, að Hafnarstræti 9, Ísafirði. Umsóknaraðili er Stjarnan ehf., Reykjavík og heiti veitingastaðarins er Subway.

Fyrir liggur án athugasemda umsögn byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar um veitingu rekstrarleyfis.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Stjörnunar ehf., fyrir veitingarekstur að Hafnarstræti 9, Ísafirði.          

5.         Bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur. - Aðalfundarboð 16. maí n.k.  2012-05-0011.

Lagt fram bréf frá Sparisjóði Bolungarvíkur dagsett 30. apríl sl., þar sem boðað er til aðalfundar sparisjóðsins þann 16. maí n.k. í Félagsheimili Bolungarvíkur.  Fundurinn er boðaður með dagskrá og í fundarboði fylgir tillaga um heimild til aukningar stofnfjár.

Bæjarráð samþykkir að Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar á fundinum.

 

6.         Bréf Umhverfisstofnunar. - Endurskoðuð úthlutun starfsleyfis til Arnarlax ehf.,  Arnarfirði.  2011-06-0045.

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 4. maí sl., er fjallar um endurskoðun ákvörðunar Umhverfisstofnunar vegna útgáfu starfsleyfis fyrir kvíaeldisstöð Arnarlax ehf. í Arnarfirði.  Til endurskoðunar var starfsleyfi er veitt var þann 29. febrúar sl. og eftir yfirferð málsins hefur nú verið gefið út nýtt starfsleyfi fyrir allt að 3.000 tonna laxeldi á ári í sjókvíum í Arnarfirði, samkvæmt staðsetningu er fram kemur í starfsleyfinu.

Lagt fram til kynningar.

 

7.         Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar og starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2011.  2012-05-0012.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 27. apríl sl., ásamt 87. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis, sem og starfsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir starfsárið 2011.

Lagt fram til kynningar.

 

8.         Bréf Fisherman ehf., Suðureyri. - Beiðni um viðræður um kaup eða samnýtingu húsnæðis á Suðureyri.  2012-05-0022.

Lagt fram bréf frá Fisherman ehf., Suðureyri, dagsett 10. maí sl., þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup eða samnýtingu á húsnæði í eigu Ísafjarðarbæjar við hafnarkant á Suðureyri.

Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar hjá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar og  hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar.

 

9.         Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Framlag til nýbúafræðslu 2012. 2011-09-0057.

Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 7. maí sl., þar sem fram koma upplýsingar um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu, sem nemur kr. 3.600.000.-.

Lagt fram til kynningar.

 

10.       Bréf Landskerfis bókasafna hf. - Boðun aðalfundar 23. maí n.k. 2012-05-0024.

Lagt fram bréf frá Landskerfi bókasafna hf., Reykjavík, dagsett 8. maí sl., þar sem boðað er til aðalfundar þann 23. maí n.k.,  að Höfðatúni 2, Reykjavík.  Fundurinn er boðaður með dagskrá og með dagskrá fylgir tillaga um hækkun hlutafjár Landskerfis bókasafna hf.

Bæjarráð vísar erindinu til Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns safna Ísafjarðarbæjar.

 

11.       Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. - Stjórnarfrumvarp mál nr. 762. 2012-05-0026.

Lagt fram tölvubréf frá Eiríki Áka Eggertssyni fh. efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er varðar mál nr. 762 ,,Sparisjóðir“.  Óskað er umsagnar ákveðinna sveitarfélaga, sem upp eru talin í ofangreindu tölvubréfi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið frekar.

 

12.       Áhorfendastúka við Torfnesvöll á Ísafirði. - Drög að samningum. 2011-06-0053.

Lögð fram drög að þremur samningum er varða byggingu áhorfendastúku við Torfnesvöll á Ísafirði.  Samningarnir varða ST2012 ehf., Héraðssamband Vestfirðinga, Boltafélag Ísafjarðar, Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar og Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð vísar ofangreindum samningum til afgreiðslu í bæjarstjórn og óskar eftir að þeim fylgi minnisblað til bæjarstjórnar.

 

13.       Erindi frá bæjarstjóra. - Útsvarstekjur ofl. í apríl 2012. 2012-02-0032.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarráði grein fyrir helstu tekju- og rekstrarliðum hjá Ísafjarðarbæ mánuðina janúar til og með apríl sl.

 

14.       Íbúafundir á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri í síðustu viku. - Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri gera grein fyrir fundunum.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerðu bæjarráði grein fyrir umræðum og fyrirspurnum á þremur íbúafundum er haldnir voru á Flateyri, Suðureyri og á Þingeyri.

             

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:30.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                       

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?