Bæjarráð - 749. fundur - 7. maí 2012

Þetta var gert:

1.         Bréf Jakobs F. Garðarssonar. - Minningarhella á Björnsbúðarhorni við Silfurtorg á Ísafirði.  2012-05-0002.

Lagt fram bréf frá Jakobi Fal Garðarssyni dagsett 30. apríl sl., þar sem hann óskar samstarfs og samþykkis Ísafjarðarbæjar, að koma upp minningarhellu á Björnsbúðarhorni við Silfurtorgið á Ísafirði og mundi texti áletraður á helluna segja að nokkru sögu staðarins.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að vera í sambandi við Jakob Fal Garðarsson. 

 

2.         Bréf Koltru handverkshóps á Þingeyri. - Beiðni um styrk til reksturs upplýsingamiðstöðvar á Þingeyri.  2011-03-0026.

Lagt fram bréf frá Koltru handverkshópi á Þingeyri dagsett 28. apríl sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til að reka upplýsingamiðstöð á Þingeyri á komandi sumri.  Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 600.000.-.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að skoða fjármögnun og leggja erindið að nýju fyrir bæjarráð. 

 

3.         Bréf Koltru handverkshóps á Þingeyri. - Umsókn um afnot af Salthúsinu á Þingeyri.  2012-03-0086.

Lagt fram bréf frá Koltru handverkshópi á Þingeyri dagsett 28. apríl sl., þar sem óskað er eftir afnotum af ,,Salthúsinu“ á Þingeyri.  Ætlunin er að nota húsið undir starfssemi félagsins, sem er meðal annars rekstur upplýsingamiðstöðvar og sala handverks.  

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs til frekari skoðunar.

 

4.         Tölvubréf Byggðastofnunar. - Landstólpi 2012.  2012-05-0005.

Lagt fram tölvubréf frá Sigríði Þorgrímsdóttur hjá Byggðastofnun, dagsett 4. maí sl., þar sem fjallað er um tilnefningar til væntanlegs handhafa Landstólpa 2012 og óskað eftir ábendingum.

Bréfið lagt fram til kynningar í bæjarráði. 

 

5.         Bréf Fiskistofu. - Úthlutun rekstrarleyfa til fiskeldis.  2012-03-0012.

Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 27. apríl sl., þar sem fram kemur að veitt hafa verið rekstrarleyfi til fiskeldis í Önundarfirði, til Dýrfisks ehf., þar sem stundað verði eldi á laxi og silungi í sjókvíum.  Rekstrarleyfið er til 10 ára.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

6.         Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 796. stjórnarfundar.  

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 796. fundi er haldinn var þann 27. apríl sl. í Allsherjarbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

 

7.         Samningur um Fab Lab smiðju á Ísafirði. 2011-10-0054.

Lagður fram til kynningar samningur um Fab Lab smiðju á Ísafirði, er undirritaður var þann 4. maí sl. af fulltrúum Menntaskólans á Ísafirði, Bolungarvíkurkaupstaðar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 8:35.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir,                                                       

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?