Bæjarráð - 748. fundur - 30. apríl 2012

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 26/4.  16. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Starfshópur um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði 20/4.  1. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Starfshópur um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði 27/4.  2. fundur.

            Fundargerðin er í tveimur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað skóla- og sérkennslufulltrúa. - Inntaka barna í leikskóla Ísafjarðarbæjar.  2012-04-0036.

Lagt fram minnisblað Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 24. apríl sl., er fjallar um stöðu mála vegna inntöku barna í leikskóla í Ísafjarðarbæ.  Bæjarráð óskaði eftir þessu minnisblaði á 747. fundi sínum með tilvísun til 319. fundargerðar fræðslunefndar 5. liðar, er að neðan greinir.

 

,,5.       2012-04-0036 - Niðurgreiðsla til dagmæðra.

Lagt fram minnisblað frá Sigurlínu Jónasdóttur skóla- daggæslu- og sérkennslufulltrúa um tillögur að hækkun á niðurgreiðslu Ísafjarðarbæjar til dagforeldra vegna barna eldri en 15. mánaða sem eru í daggæslu í heimahúsi.

Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að skoða möguleikann á því að auka í 80.000 kr. niðurgreiðslu til dagforeldra með börnum sem eru orðin 18. mánaða og eru á biðlista eftir leikskólaplássi en hafa ekki fengið pláss. Hafni forráðamaður leikskólaplássi falli viðbótarniðurgreiðslan niður. Einnig mætti skoða möguleikann á þvi að hækka niðurgreiðslu barna eldri en 15 mánaða um 50%.“

 

Bæjarráð felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að útfæra tillögur sem miða að því að bjóða öllum börnum sem verða 18 mánaða á þessu ári leikskólapláss í haust. Tillögunum á að fylgja kostnaðarmat. Í framhaldinu verði skoðað með niðurgreiðslur til dagforeldra.

 

3.         Samstarfssamningar Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar.  2012-03-0068.

Lagðir fram yfirfarnir, en óundirritaðir samstarfssamningar Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar.  Samningarnir hafa verið í meðförum bæjarráðs og íþrótta- og tómstundanefndar og ræddir á fundum með forsvarsmönnum HSV.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samstarfssamningur og verkefnasamningur við Héraðssamband Vestfirðinga verði samþykktir.

  

4.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Hjúkrunarheimili á Ísafirði, undirbúningur lóðar.  2011-12-0009.

Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett þann 25. apríl sl., er fjallar um opnun tilboða í verkið ,,Hjúkrunarheimili á Ísafirði, undirbúningur lóðar“.  Alls bárust sex tilboð í verkið og eru þau frá eftirtöldum aðilum.

 

1. Vesturfell ehf. kr. 19.623.250,- 60,3%
2. Gröfuþjónusta Bjarna ehf. kr. 21.366.865,- 65,6%
3. Þotan ehf. kr. 22.181.300,- 68,1%
4. Hálsafell ehf. kr. 23.123.750,- 71,0%
5. Vestfirskir Verktakar ehf. kr. 27.460.500,- 84,4%
6. Gámaþjónusta Vestfjarða kr. 29.571.385,- 90,8%
7. Kostnaðaráætlun kr. 32.553.000,- 100%

 

 Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar leggur til, að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Vesturfell ehf., Ísafirði, á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Vesturfell.

 

5.         Bréf innanríkisráðuneytis. - Ársreikningar sveitarfélaga 2011, rafræn skil. 2012-03-0092.

Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneytinu dagsett 20. apríl sl., er fjallar um rafræn skil til opinberra aðila á ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2011.  Með bréfinu vill ráðuneytið sérstaklega minna á rafræn skil til Hagstofu Íslands.

 

Lagt fram til kynningar.

 

6.         Bréf Skipulagsstofnunar. - Breytingar á deiliskipulagi á Torfnesi, Ísafirði. 2011-04-0052.

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 18. apríl sl., er varðar breytingar á deiliskipulagi á Torfnesi, Ísafirði, stækkun svæðis og fækkun lóða.  Skipulagsstofnun hefur yfirfarið gögn og gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu, um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Lagt fram til kynningar.

 

7.         Afrit af bréfi Umhverfisstofnunar til umhverfisráðuneytis. - Samstarf og samnýting húsnæðis fyrir Hornstrandastofu.  2012-02-0030.

Lagt fram afrit af bréfi Umhverfisstofnunar til umhverfisráðuneytis dagsett 23. apríl sl., er varðar samstarf og samnýtingu húsnæðis fyrir Hornstrandastofu í húsnæði Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði.

 

Bæjarráð vísar bréfinu til stjórnar Byggðasafnsins og Eignasjóðs til úrvinnslu.

 

8.         Aðalfundur Félagsbæjar á Flateyri.

Lagður fram tölvupóstur frá Gísla Halldóri Halldórssyni um aðalfund Félagsbæjar á Flateyri.

 

Bæjarráð felur Gísla Halldóri Halldórssyni að fara með umboð Ísafjarðarbæjar á fundinum. 

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl.  8:40.

 

 Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir,                                                       

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, er jafnframt ritaði fundargerð.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?