Bæjarráð - 747. fundur - 23. apríl 2012

Þetta var gert:

1.         Erindi frá fjölskyldusviði Ísafjarðarbæjar. - Trúnaðarmál.

            Lagt fram trúnaðarmál frá fjölskyldusviði Ísafjarðarbæjar og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.         

 

2.         Fundargerðir nefnda.

            Félagsmálanefnd 17/4.  367. fundur.

            Fundargerðin er í níu liðum.

            5. liður.  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og fjármagnið fundið innan viðkomandi sviðs.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Fræðslunefnd 18/4.  319. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            5. liður.  Bæjarráð óskar eftir minnisblaði um stöðu mála vegna inntöku barna á leikskóla í Ísafjarðarbæ. Erindið tekið fyrir að nýju

            er minnisblaðið liggur fyrir.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Hafnarstjórn 17/4.  159. fundur.

            Fundargerðin er í tveimur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ 18/4.  20. fundur.

            Fundargerðin er í tveimur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 18/4.  373. fundur.

            Fundargerðin er í sautján liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.         Minnisblað bæjarritara. - Samstarfssamningar við Héraðssamband Vestfirðinga.  2012-03-0068.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 20. apríl sl., þar sem greint er frá afgreiðslu bæjarráðs á 746. fundi sínum þann 16. apríl sl., á drögum að samstarfssamningum  Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar. 

Bæjarráð samþykkir á ofangreindum fundi sínum, að taka drög að samningum við Héraðssamband Vestfirðinga  aftur fyrir á næsta fundi bæjarráðs og liggja þau því hér fyrir bæjarráði á ný.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri gangi frá endanlegum samningi, er síðan verði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs.

  

4.         Minnisblað formanns bæjarráðs. - MS hópurinn. 2011-10-0050.

Lagt fram til kynningar minnisblað Eiríks Finns Greipssonar, formanns bæjarráðs, dagsett þann 23. apríl sl., er fjallar um þróun mála í samskiptum bæjaryfirvalda, landbúnaðarráðuneytis, bænda á norðanverðum Vestfjörðum og forsvarsmanna mjólkuriðnaðarins vegna starfsemi mjólkurstöðvarinnar á Ísafirði.

           

 5.        Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar. - Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ 2012-2016.  2012-02-0018.

Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 20. apríl sl., er fjallar um almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ og skólaakstur í Skutulsfirði 2012-2016.  Í niðurlagi bréfsins kemur fram, að núverandi samningar renna út um mánaðamótin maí-júní n.k. og því þarf að bjóða verkið út sem allra fyrst.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara spurningum sviðsstjóra í ofangreindu bréfi með tilvísun til umræðna í bæjarráði.  

 

6.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar. - Útboð á sorphirðu stofnana Ísafjarðarbæjar.  2012-01-0071.

Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar dagsett 20. apríl sl., er fjallar um útboð á sorphirðu stofnana Ísafjarðarbæjar og niðurstöður þess útboðs.

Bæjarráð staðfestir samkomulag við Kubb ehf., um sorphirðu stofnana Ísafjarðarbæjar.  

 

7.         Bréf velferðarráðuneytis. - Úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra 2012. 2012-01-0081.

Lagt fram bréf frá velferðarráðuneytinu dagsett 12. apríl sl., þar sem fram kemur að Ísafjarðarbæ hefur verið úthlutað kr. 100.000.- úr Framkvæmdasjóði aldraðra, með tilvísun til umsóknar Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

 

8.         Bréf Jóhönnu G. Kristjánsdóttur, Flateyri. - Svarta pakkhúsið á Flateyri. 2012-03-0086.

Lagt fram bréf frá Jóhönnu G. Kristjánsdóttur, Flateyri, dagsett 12. apríl sl., þar sem hún fyrir hönd vinnuhóps um sýningu í Svarta pakkhúsinu Flateyri, ítrekar mikilvægi þess, að haldið sé áfram framkvæmdum við endurbætur og frágang á húsinu.

            Bæjarráð vísar bréfi Jóhönnu G. Kristjánsdóttur til sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs til vinnslu.

 

9.         Bréf ríkisskattstjóra. - Staðfesting á útsvarsprósentu.  2012-04-0030.

Lagt fram bréf frá ríkisskattstjóra dagsett 13. apríl sl., þar sem fjallað er um staðfestingu á útsvarsprósentu við álagningu 2012 á tekjur ársins 2011.

Bæjarráð staðfestir útsvarsprósentu Ísafjarðarbæjar.

 

10.       Bréf Gunnars B. Guðmundssonar. - Varðar jörðina Neðri-Mið-Hvamm í Dýrafirði.  2012-04-0041.

Lagt fram bréf frá Gunnari B. Guðmundssyni dagsett 17. apríl sl., er fjallar um hugsanleg makaskipti á eignarhlutum innan jarðarinnar Neðri-Mið-Hvamms í Dýrafirði á milli núverandi eigenda.  Sé landið í heild sinni um 197.000 m2 þá er hlutur Ísafjarðarbæjar hátt í 50.000 m2.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar.

 

11.       Bréf Framkvæmdasjóðs Skrúðs. - Ósk um tilnefningu fulltrúa í Framkvæmdasjóð Skrúðs. 2012-04-0032.

Lagt fram bréf frá Framkvæmdasjóði Skrúðs dagsett í apríl 2012 og undirritað af Brynjólfi Jónssyni, formanni.  Í bréfinu er óskað eftir tilnefningu frá Ísafjarðarbæ, um fulltrúa í Framkvæmdasjóð Skrúðs, í stað Ragnheiðar Davíðsdóttur, sem óskað hefur eftir því að láta af störfum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Þórir Örn Guðmundsson, Þingeyri, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar í Framkvæmdasjóði Skrúðs.

 

12.       Starfsendurhæfing Vestfjarða. - Boðun ársfundar.  2012-04-0031.

Lagt fram ársfundarboð Starfsendurhæfingar Vestfjarða, en fundurinn verður haldinn þann 25. apríl n.k. á Hótel Ísafirði og hefst kl. 12:00.  Ársfundurinn er boðaður með dagskrá.

Lagt fram til kynningar.

     

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:10.  

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir,                                                       

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?