Bæjarráð - 744. fundur - 2. apríl 2012

Þetta var gert:

1.         Minnisblað bæjarstjóra. - Kaupsamningur og húsaleigusamningur Byggðasafns Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar.  2010-11-0025.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 29. mars sl., ásamt drögum að kaupsamningi og húsaleigusamningi á milli Byggðasafns Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar, um kaup og útleigu Ísafjarðarbæjar á sýningarhúsi/geymsluhúsi Byggðasafnsins í Neðstakaupstað á Ísafirði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ofangreindur kaupsamningur verði samþykktur.

Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að húsaleigusamningur við Byggðasafnið verði samþykktur.

                       

2.         Tölvubréf Fasteignasölu Vestfjarða. - Kauptilboð í Austurveg 2, Ísafirði. 2011-07-0038.           

Lagt fram tölvubréf frá Fasteignasölu Vestfjarða dagsett 28. mars sl., ásamt kauptilboði frá Skipa- og húsanaust ehf., í fasteign Ísafjarðarbæjar að Austurvegi 2, Ísafirði.  Kauptilboðið hljóðar upp á kr. 33.000.000.-.

Bæjarráð hafnar kauptilboði frá Skipa- og húsanaust ehf.

 

3.         Tölvubréf Fasteignasölu Vestfjarða. - Kauptilboð í Austurveg 2, Ísafirði. 2011-07-0038.

Lagt fram tölvubréf frá Fasteignasölu Vestfjarða dagsett 26. mars sl., ásamt kauptilboði frá Flosa Kristjánssyni, Gísla Má Ágústssyni, Alfreð Erlingssyni og Ágústi Gíslasyni, í fasteign Ísafjarðarbæjar að Austurvegi 2, Ísafirði.  Kauptilboðið er upp á     kr. 35.000.000.-.

Bæjarráð samþykkir að eiga viðræður við tilboðsgjafa.

 

4.         Bréf Vinnumálastofnunar. - Átak til fjölgunar tímabundinna starfa. 2012-03-0103.

Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun dagsett 28. mars sl., er fjallar um átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur næsta sumar með líkum hætti og hefur verið gert sl. tvö sumur.

 Bæjarráð vísar bréfi Vinnumálastofnunar til skoðunar hjá sviðsstjórum Ísafjarðarbæjar.

 

5.         Minnisblað bæjarritara. - Samstarfssamningar við Héraðssamband Vestfirðinga.  2012-03-0068.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 30. mars sl., ásamt drögum að samstarfs- samningum Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar. Samningarnir voru lagðir  fyrir íþrótta- og tómstundanefnd þann 21. mars sl. og þar lagt til við bæjarstjórn að samningarnir yrðu samþykktir með breytingum frá fyrri drögum.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

 

6.         Bréf Landsnets. - Kerfisáætlun 2012.  2012-03-0093.

Lagt fram bréf frá Landsneti dagsett 22. mars sl., ásamt Kerfisáætlun ársins 2012, sem nær til næstu fimm ára þ.e. 2012-2016, auk langtímaáætlunar til ársins 2026.  Kerfisáætlunina má nálgast á heimasíðu Landsnets  www.landsnet.is.

Lagt fram til kynningar.

 

7.         Minnisblað bæjarritara. - Beiðni um umsögn vegna gististaðar að Engjavegi 33, Ísafirði.  2011-07-0068.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 28. mars sl., þar sem fjallað er um beiðni sýslumannsins á Ísafirði, um umsögn á umsókn um gististað að Engjavegi 33, Ísafirði.  Bæjarráð óskaði á sínum tíma eftir umsögn byggingarfulltrúa á umsókninni og liggur hún nú fyrir.  Engar athugasemdir eru gerðar við veitingu rekstrarleyfis gististaðar að Engjavegi 33, Ísafirði, af hálfu byggingarfulltrúa.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu gistileyfis að Engjavegi 33, Ísafirði.

 

8.         Minnisblað bæjarritara. - Beiðni um umsögn vegna gisti- og veitingastaðar að Hrannargötu 2, Ísafirði.  2012-03-0057.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 28. mars sl., er fjallar um beiðni lögreglustjórans á Vestfjörðum, um umsögn á umsókn Dakis ehf., til að reka gisti- og veitingastað að Hrannargötu 2, Ísafirði.  Bæjarráð óskaði eftir umsögnum byggingar- fulltrúa Ísafjarðarbæjar og eldvarnaeftirlits Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar á ofangreindri umsókn.  Umsagnir þeirra hafa nú borist og eru ekki gerðar athugasemdir af þeirra hálfu við veitingu rekstrarleyfis gisti- og veitingastaðar að Hrannargötu 2, Ísafirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu gisti- og veitingaleyfis með tilvísun til ofangreindra umsagna.

 

9.         Bréf Fiskistofu. - Beiðni um umsögn vegna umsóknar Arctic Odda ehf. um fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. 2012-03-0104.

Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 29. mars sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Arctic Odda ehf., um rekstrarleyfi til fiskeldis á laxi og regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi, þar sem leyfilegt framleiðslumagn er allt að 200 tonn á ári.

Bæjarráð vísar erindi Fiskistofu til umhverfisnefndar til umsagnar.

Eiríkur Finnur Greipsson tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.

 

 

10.       Bréf Fiskistofu. - Beiðni um umsögn vegna umsóknar Jens H. Valdimarssonar um fiskeldi í Arnarfirði.  2011-06-0045.

Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 27. mars sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Jens H. Valdimarssonar, um rekstrarleyfi til fiskeldis á laxi og barra í Arnarfirði, þar sem leyfilegt framleiðslumagn er allt að 200 tonn á ári.

Erindinu vísað til umsagnar umhverfisnefndar.

 

11.       Bréf Fiskistofu. - Beiðni um umsögn vegna umsóknar Víkings Gunnarssonar um fiskeldi í Arnarfirði.  2011-06-0045.

Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 28. mars sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Víkings Gunnarssonar, um rekstrarleyfi til fiskeldis á laxi og barra í Arnarfirði, þar sem leyfilegt framleiðslumagn er allt að 200 tonn á ári.

Erindinu vísað til umsagnar umhverfisnefndar.

           

12.       Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Drög að reglum um snjómokstur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ. 2011-11-0042.

Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar dagsett 29. mars sl., þar sem hann gerir grein fyrir drögum að snjómokstursreglum og mokstursleiðum í Ísafjarðarbæ. Reglurnar eru að nokkru settar upp í samræmi við athugasemdir, sem fram komu í fyrri kynningu.

Bæjarráð þakka fyrir reglurnar og íbúum Ísafjarðarbæjar fyrir athugasemdir.  Reglunum vísað til umhverfisnefndar til skoðunar.

 

13.       Bréf nefndasviðs Alþingis. - Beiðni um umsögn á frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða. 657. mál. 2012-04-0001.                       

Lagt fram bréf frá nefndasviði Alþingis dagsett 29. mars sl., þr sem atvinnuvega- nefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (heildarlög), 657. mál.  Þess er óskað að umsögn berist fyrir 20. apríl n.k., til nefndasviðs Alþingis.  Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/140/s/1052.html

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar.

 

14.       Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð XXVI. landsþings.

Lögð fram fundargerð XXVI. landsþings Samb. ísl. sveitarf. er haldið var þann 23. mars sl., á Icelandair Hotel Reykjavík Natura.

Lagt fram til kynningar.

 

15.       Bréf innanríkisráðuneytis. - Tillaga til þingsályktunar um lagningu raflína í jörð.  2012-03-0105.

Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneytinu dagsett 23. mars sl., ásamt tillögu til þingsályktunar um lagningu raflína í jörð.  Óskað er eftir umsögnum og eða athugasemdum og er frestur til að skila þeim til 18. maí n.k.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

 

16.       Drög að erindisbréfi samráðshóps um sjóvarnir og sportbátaaðstöðu. 2012-04-0002

Lögð fram drög að erindisbréfi samráðshóps um sjóvarnir og sportbátaaðstöðu við Pollinn á Ísafirði.  Samþykkt var á 309. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að skipa starfshóp, sem gerði tillögur um framtíðarskipulag sportbátaaðstöðu við Pollinn á Ísafirði.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið.  Tilnefningar í starfshópinn verða lagðar fyrir næsta fund bæjarráðs.

 

17.       Fundargerð samráðshóps um atvinnumál á Flateyri. 2010-11-0076

Lögð fram fundargerð samráðshóps um atvinnumál á Flateyri, frá fundi er haldinn var þann 27. mars sl. í Sólborg á Flateyri.

Formaður bæjarráðs upplýsti að tillögur samráðshópsins eru nú þegar í vinnslu sviðsstjóra fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.           

               

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 8:50.  

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir,                                                       

Arna Lára Jónsdóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?