Bæjarráð - 743. fundur - 26. mars 2012

Þetta var gert:

1.         Atvinnuþrónunarfélag Vestfjarða.- Shiran Þórisson mætir á fund bæjarráðs. 2011-11-0022.

Til fundar við bæjarráð er mættur Shiran Þórisson, framkvæmdastjóri Atvinnu- þróunarfélags Vestfjarða. Shiran kynnti núverandi stöðu félagsins verkefnalega og fjárhagslega.

                       

2.         Fundargerðir nefnda.

            Íþrótta- og tómstundanefnd 21/3.  131. fundur.

            Fundargerðin er í þremur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 21/3.  372. fundur.

            Fundargerðin er í fjórtán liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.         Umfjöllun um skýrslu Haraldar L. Haraldssonar, hagfræðings. - Úttekt á rekstri Ísafjarðarbæjar. 2011-08-0013.

Umræður í bæjarráði um skýrslu Haraldar L. Haraldssonar, hagfræðings, er fjallar um úttekt á rekstri Ísafjarðarbæjar og tillögur til hagræðingar.

Bæjarráð samþykkir að skýrsla HLH verði sett á heimasíðu Ísafjarðarbæjar og stefnt er að íbúafundi um skýrslu þann 11. apríl n.k.    

 

4.         Minnisblað. - Kauptilboð í Austurveg 2, Ísafirði.  2011-07-0038.

Lagt fram minnisblað ásamt kauptilboði frá Skipa- og Húsanausti ehf. f.h. óstofnaðs félags, í Austurveg 2, Ísafirði, dagsett 23. mars sl.  Kauptilboðið hljóðar upp á kr. 30.000.000.-.

Bæjarráð hafnar kauptilboðinu, en óskar eftir viðræðum við tilboðsgjafa.

 

5.         Minnisblað bæjarstjóra. - Erindi VerkVest vegna endurnýjunar tækja til kvikmyndasýninga í Alþýðuhúsinu á Ísafirði.  2012-02-0089.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, er varðar erindi Verkalýðsfélags Vestfirðinga frá 27. febrúar sl., um hugsanlega aðkomu Ísafjarðarbæjar að endurnýjun tækjabúnaðar til kvikmyndasýninga í Alþýðuhúsinu á Ísafirði.  Hugmyndir VerkVest eru að Ísafjarðarbær tæki þátt í þessu verkefni með því t.d. að veita afslætti af fasteignagjöldum af Norðurvegi 1, Alþýðuhúsinu, Ísafirði, á næstu tíu árum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að samningi við Verkalýðsfélag Vestfirðinga, samningurinn verði síðan lagður fyrir bæjarráð.

 

6.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Heitir pottar við Sundhöll Ísafjarðar.  2012-03-0002.

Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 19. mars sl., er fjallar um hugmyndir um uppsetningu heitra potta við Sundhöll Ísafjarðar við Austurveg á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

           

7.         Minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - Aukning á stöðugildi á leikskólanum Tjarnarbæ, Suðureyri.  2012-03-0004.

Lagt fram bréf frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 20. mars sl., þar sem hún gerir grein fyrir kostnaði við að auka stöðugildi tímabundið um 0,75 við leikskólann Tjarnarbæ á Suðureyri.  Áætlaður kostnaður er kr. 871.875.- með launatengdum gjöldum.

Bæjarráð fellst á beiðni um aukið stöðugildi.

 

8.         Minnisblað bæjarritara. - Framlög til stjórnmálaflokka á árinu 2012. 2012-03-0085.           

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 21. mars sl., þar sem gerð er grein fyrir framlögum Ísafjarðarbæjar til stjórnmálaflokka með tilvísun til 5. greinar laga nr. 162/2006.  Í fjárhagsáætlun þessa árs er reiknað með kr. 800.000.- í þessi framlög.

            Bæjarráð samþykkir skiptingu styrkja samkvæmt minnisblaði bæjarritara.

 

9.         Bréf Fiskistofu. - Beiðni um umsögn vegna umsóknar Dýrfisks ehf., um  fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. 2012-03-0012.

Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 20. mars sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Dýrfisks ehf., um rekstrarleyfi til fiskeldis á laxi og regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi, þar sem leyfilegt framleiðslumagn er allt að 200 tonn á ári.

            Bæjarráð vísar erindi Fiskistofu til umhverfisnefndar til umsagnar.

 

10.       Bréf innanríkisráðuneytis. - Skilagrein og tillögur nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins.  2012-03-0021.

Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneyti dagsett 21. mars sl., ásamt skýrslunni ,,Skilagrein og tillögur nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins“.

Lagt fram til kynningar.

 

11.       Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 795. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 795. fundi er haldinn var þann 16. mars sl., í Allsherjarbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

 

12.       Þrjú bréf Húsafriðunarnefndar varðandi styrkveitingar.  2012-03-0086.

Lögð fram þrjú bréf frá Húsafriðunarnefnd er varða afgreiðslur umsókna Ísafjarðarbæjar um styrki úr Húsafriðunarsjóði á árinu 2012.  Styrkur að upphæð kr. 800.000.- fékkst í endurbætur á Salthúsinu á Þingeyri, en hafnað var styrkjum í Faktorshúsið Neðstakaupstað á Ísafirði og Svartahúsið á Flateyri.

 Lagt fram til kynningar.

 

13.       Tölvubréf sýslumannsins á Ísafirði.  - Beiðni um umsögn vegna umsókna um            lengingu opnunartíma veitingastaða um páskana.  2012-03-0089.

Lagt fram tölvubréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 22. mars sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar á umsóknum veitingaaðila um lengingu opnunartíma veitingastaða á Ísafirði um páskana.

Suðurhvoll ehf., Ísafirði, sækir um lengingu opnunartíma skemmti- og veitingastaða í Edinborgarhúsi til kl. 05:00 páskadagana, samkvæmt nánari útlistun í umsókn.

Veitingahúsið Krúsin, Ísafirði, sækir um lengingu opnunartíma skemmti- og veitingastaðar í Alþýðuhúsinu til kl. 04:00 páskadagana, samkvæmt nánari útlistun í umsókn.

Bæjarráð samþykkir að veita umbeðnar undanþágur til kl. 04:00 um páskahelgina.

 

14.       Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Áhorfendastúka við Torfnesvöll. 2011-06-0053.

Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 21. mars sl., er fjallar um umsókn um byggingarleyfi fyrir áhorfendastúku á Torfnesi, Ísafirði og útreikning gatnagerðargjalda, sem greiða þarf áður en byggingarleyfi verður veitt.

Bæjarráð frestar erindinu að sinni.

 

15.       Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Aðveitustöð í Stórurð og færsla   lagna.   2011-12-0030.

Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 23. mars sl., þar sem fjallað er um aðveitustöð í Stórurð á Ísafirði og færslu lagna.  Einnig er í bréfinu greint frá fundi bréfritara með fulltrúum umhverfisráðuneytis, Framkvæmdasýslu ríkisins, Landsnets og Orkubús Vestfjarða.

Bæjarráð harmar seinagang í ákvarðanatöku Landsnets og Orkubús Vestjarða.

 

16.       Rekstraryfirlit Ísafjarðarbæjar, febrúar 2012. 2012-02-0032.

Lagt fram frá Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar, rekstraryfirlit Ísafjarðarbæjar fyrir febrúar 2012.

Umræðu frestað til næsta fundar bæjarráðs.

 

17.       Staða vinnu við ársreikning Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir árið 2011. 2012-03-0092.

Bæjarstjóri gerð grein fyrir vinnu við frágang á ársreikningi Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2011 og hver staðan er í dag.

 

18.       Sjóvarnir á Suðurtanga, Ísafirði. - Bæjarstjóri greinir frá stöðu mála. 2011-01-0034.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, kynnti afstöðu Siglingastofnunar til sjóvarna við dráttarbraut á Suðurtanga á Ísafirði.

               

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:30.  

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir,                                                       

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?