Bæjarráð - 741. fundur - 12. mars 2012

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Umhverfisnefnd 7/3.  371. fundur.

            Fundargerðin er í níu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.           

 

2.         Drög að kaupsamningi um dráttarbraut að Suðurtanga 8, Ísafirði. 2010-06-0074.

Lögð fram drög að kaupsamningi milli Ísafjarðarbæjar og Skipanausts ehf., um væntanleg kaup Skipanausts á dráttarbrautinni að Suðurtanga 8, Ísafirði.  Kaupsamningurinn er lagður fram að nýju eftir breytingar í framhaldi af umræðum á fundi bæjarráðs þann 5. mars sl.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupsamningurinn verði samþykktur.

           

3.         Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga. - Boðun aðalfundar með dagskrá. 2012-02-0099.

Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 6. mars sl., þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins með dagskrá. Fundurinn verður haldinn þann 23. mars n.k. og hefst kl. 16:00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. (Loftleiðum.)

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Ísafjarðarbæjar á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

           

4.         Bréf Byggðasamlags Vestfjarða. - Reglur um skammtímavistun. 2012-02-0063.

Lagt fram bréf frá Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks dagsett 23. febrúar sl.  Bréfið fjallar um reglur um skammtímavistun á vegum BsVest, sem fylgja bréfinu, sem og bókun stjórnar, sem samþykkt var á fundi þann 25. nóvember 2011.

Bæjarráð vísar bréfinu til fjölskyldusviðs og félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.

 

5.         Bréf Fiskistofu. - Beiðni um umsögn á rekstrarleyfi til Dýrfirðings ehf., um fiskeldi í Önundarfirði.  2012-03-0012.

Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi undir þessum lið dagskrár.

Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 1. mars sl., beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til fiskeldis í Önundarfirði. Um er að ræða umsókn Dýrfisks ehf., um rekstrarleyfi til fiskeldis á laxi og silungi, þar sem leyfilegt framleiðslumagn er allt að 200 tonn á ári.  Sótt er um heilsárseldi í sjókvíum.

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar tók erindið fyrir á 371. fundi sínum þann 7. mars sl. og bókaði eftirfarandi afgreiðslu.

,,Lagt fram bréf dags. 1. mars sl. frá Fiskistofu þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Dýrfisks efh. vegna rekstrarleyfis á fiskeldi á laxi og silungi þar sem leyfilegt framleiðslumagn er um 200 tonn á ári. Sótt er um heilsárseldi í sjókvíum.

Umhverfisnefnd áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum.

Á meðan að nýtingaráætlun fyrir Önundafjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er viðkvæmt og óskipulagt svæði, telur umhverfisnefnd að sýna verði varúð við úthlutun leyfa.“

Bæjarráð tekur undir ofanritaða bókun umhverfisnefndar frá 371. fundi.

 

6.         Bréf umhverfisráðuneytis. - Frumvarp til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs.  2012-03-0020.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dagsett 2. mars sl., þar sem fram kemur að á vegum umhverfisráðuneytis hefur farið fram vinna við gerð frumvarps til breytinga á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, vegna innleiðingar á úrgangstilskipun  2008/98/EB.  Ráðuneytið óskar eftir athugasemdum við frumvarpsdrögin og að þær berist eigi síðar en 16. mars n.k.

Erindi sent umhverfisnefnd og nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ.

           

7.         Bréf Orkuvinnslunnar ehf. - Stækkun Breiðadalsvirkjunar. - Beiðni um framkvæmdaleyfi.  2008-02-0077.

Lagt fram bréf frá Orkuvinnslunni ehf., Aðalsteini Bjarnasyni, Flúðaseli 8, 109 Reykjavík, þar sem fjallað er um stækkun Breiðadalsvirkjunar og óskað eftir framkvæmdaleyfi frá Ísafjarðarbæ fyrir umræddum breytingum.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði, vísað til umhverfisnefndar til frekari vinnslu.

 

8.         Bréf innanríkisráðuneytis. - Nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins. 2012-03-0021.

Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneyti dagsett 2. mars sl., þar sem fram kemur að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hafi í mars mánuði árið 2011, skipað 6 manna nefnd í þeim tilgangi að vinna að eflingu sveitarstjórnarstigsins í landinu.  Nefndin hefu lokið störfum og skýrsla hennar fylgir bréfi ráðuneytisins.

Lagt fram til kynningar.

 

9.         Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Boðun XXVI. landsþings með dagskrá. 2012-02-0059.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 8. mars sl., um boðun XXVI. landsþings Samb. ísl. sveitarf. er haldið verður þann 23. mars n.k. á Icelandair Hótel Reykjavík Natura og hefst kl. 9:30.  Kjörnir aðalfulltrúar Ísafjarðarbæjar eru bæjarfulltrúarnir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og Eiríkur Finnur Greipsson.  Tilkynna þarf mætingu fulltrúa í síðasta lagi mánudaginn 19. mars n.k.

Bæjarstjóri upplýsti að skráning hafi farið fram.  Lagt fram til kynningar.

 

10.       Bréf Sæmundar Kr. Þorvaldssonar. - Skipting jarðarinnar Lækjar í Dýrafirði. 2012-03-0029.

Lagt fram bréf frá Sæmundi Kr. Þorvaldssyni, Lyngholti í Dýrafirði, dagsett 8. mars sl., f.h. landeigenda Lækjar í Dýrafirði, þar sem leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á skiptingu jarðarinnar Lækjar, þannig að til verði nýbýlið Lyngholt.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og eignasviðs og umhverfisnefndar.

 

11.       Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Kauptilboð í vinnuvélar. 2012-02-0080.

Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 9. mars sl.  Erindið fjallar um eftirfarandi tilboð er borist hafa í vinnuvélar í eigu Ísafjarðarbæjar.  Um er að ræða hæstu tilboð er bárust.

            Tilboð í Venieri traktorsgröfu á Flateyri,

            frá Brynjari Erni Þorbjörnssyni,                                  kr. 3.150.000.-

            Tilboð í dráttarvél á Þingeyri,

            frá Brautinni sf.,                                                          kr. 2.400.000.-

Jóhann Birkir óskar eftir heimild bæjarráðs til að mega selja ofangreindum aðilum þessar vinnuvélar og jafnframt að hann megi ráðstafa hluta söluandvirðis, til að gera við hjólaskóflu í eigu Þjónustumiðstöðvar Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð samþykkir ofangreind kauptilboð. 

Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn, að sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs verði heimilað að ráðstafa hluta söluverðs til viðgerðar á hjólaskóflu í eigu Þjónustumiðstöðvar Ísafjarðarbæjar.

 

12.       Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. -Tilboð í ferðaþjónustu fatlaðra í Ísafjarðarbæ.  2012-03-0024.

Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, þar sem hann greinir frá tilboðum er borist hafa í ferðaþjónustu fatlaðra í Ísafjarðarbæ.  Tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum og hafa þau verið uppreiknuð miðað við áætlaðan ferðafjölda þjónustunnar.

                        F&S Hópferðabílar ehf.,                                 kr. 20.264.930.-

                        Hópferðamiðstöð Vestfjarða ehf.,                  kr. 18.306.190.-

                        Stjörnubílar ehf. og Akstur og Trúss ehf.,      kr. 10.434.900.-

Með tilvísun til ofanritaðra tilboða leggur Jóhann Birkir til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Stjörnubíla ehf. og Akstur og Trúss ehf., á grundvelli tilboðs þeirra.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Stjörnubíla ehf. og Aksturs og Trúss ehf., á grundvelli tilboðs þeirra.

 

13.       Fasteignasala Vestfjarða. - Kauptilboð í Austurveg 2, Ísafirði. 2011-07-0038.

Lagt fram kauptilboð frá Vestfirskum Verktökum ehf., Ísafirði, í Austurveg 2, Ísafirði.  Kauptilboðið er upp á kr. 25.000.000.-.

Bæjarráð hafnar kauptilboðinu.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl.  8:50.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína Elíasdóttir.                                                             

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?