Bæjarráð - 740. fundur - 5. mars 2012

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Hafnarstjórn 29/2.  158. fundur

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.           

 

2.         Drög að kaupsamningi um dráttarbraut að Suðurtanga 8, Ísafirði. 2010-06-0074.

Lögð fram drög að kaupsamningi milli Ísafjarðarbæjar og Skipanausts ehf., um væntanleg kaup Skipanausts á dráttarbrautinni að Suðurtanga 8, Ísafirði.  Kaupsamningurinn var settur upp eftir all nokkrar umræður við forsvarsmann Skipanausts ehf. og umfjallanir um málið í nefndum Ísafjarðarbæjar svo sem hafnarstjórn og umhverfisnefnd auk bæjarráðs.

Eftir umræður í bæjarráði var samþykkt að taka samninginn fyrir aftur á næsta fundi bæjarráðs.

           

3.         Mánaðarskýrsla. - Skatttekjur og úrsvar í febrúar 2012. 2012-02-0032.

Lögð fram af Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, mánaðarskýrsla um skatttekjur og útsvar í Ísafjarðarbæ fyrir febrúar 2012.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

           

4.         Kómedíuleikhúsið. - Samstarfssamningur - drög.  2005-09-0047.

Lögð fram drög að samstarfssamningi á milli Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins á Ísafirði. Samningurinn er til tveggja ára og fjallar um nokkur verkefni, sem Kómedíuleikhúsið tekur að sér fyrir Ísafjarðarbæ. Samningurinn er nokkuð sambærilegur samningi á milli aðila, er gilti fyrir árin 2010 og 2011.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningur við Kómedíuleikhúsið verði samþykktur. Kostnaður bókist á liðinn 05-55-9911.

 

5.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Pottar við Sundhöll Ísafjarðar. 2012-03-0002.

Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett þann 1. mars sl.  Bréfið fjallar um mögulega uppsetningu á heitum pottum við Sundhöll Ísafjarðar, að Austurvegi 9, Ísafirði.

Bæjarráð óskar eftir frekari útfærslu á hugmyndinni í samræmi við umræður á fundinum.

 

6.         Erindi MEGIN lögmannastofu. - Tjón af völdum díoxínmengunar. 2011-04-0059.

Lagt fram að nýju í bæjarráði bréf frá MEGIN lögmannastofu dagsett 20. janúar sl., er varðar díoxínmengun í Skutulsfirði, sem rekja má til sorpbrennslustöðvarinnar Funa í Engidal.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samráði við bæjarlögmann.   

           

7.         Bréf Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps. - Byggingarleyfi fyrir Heimabæ II á Hesteyri í Jökulfjörðum.  2009-07-0034.

Lagt fram bréf frá Landeigendafélagi Sléttu- og Grunnavíkurhrepps dagsett þann 24. febrúar sl., er fjallar m.a. um bókun stjórnar félagsins vegna byggingarframkvæmda við heimabæ II á Hesteyri í Jökulfjörðum.  Bréfinu fylgja nokkur rituð gögn, sem og fjöldi  ljósmynda.

Bæjarráð vísar bréfinu til frekari vinnslu hjá umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar.

 

8.         Bréf Orkustofnunar. - Nýtingarleyfi á köldu vatni.  2011-10-0085.

Lagt fram bréf frá Orkustofnun dagsett 28. febrúar sl., er fjallar um stöðu nýtingarleyfa á köldu vatni hjá vatnsveitum sveitarfélaga.

Bæjarráð vísar bréfi Orkustofnunar til umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar.

 

9.         Bréf Mansavina á Suðureyri. - Lónið innan Suðureyrar.  2012-03-0005.

Lagt fram bréf frá Mansavinum á Suðureyri dagsett 1. mars sl. og undirritað af Ævari Einarssyni.  Í bréfinu óska Mansavinir eftir að taka Lónið í fóstur.  Hugmyndin gengur út á að nýta Lónið sem útivistarsvæði, eins og það er og verður samkvæmt aðalskipulagi.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

 

10.       Bréf Centra, Reykjavík. - Sveitarstjórnarlög og framkvæmdir á vegum sveitarfélaga.  2011-07-0037.

Lagt fram bréf frá Centra, Borgartúni 27, Reykjavík, dagsett 29. febrúar sl., þar sem fyrirtækið býður m.a. fram þjónustu sína til að vinna matsgerð í samræmi við 66. grein sveitarstjórnarlaga.

Lagt fram til kynningar.

 

11.       Minnisblað bæjarstjóra. - Bréf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, beiðni um hækkun á framlagi ársins 2012.  2011-11-0022.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 2. mars sl., ásamt bréfi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða dagsett 3. nóvember 2011. Málið fjallar um beiðni  Atvinnuþróunarfélagsins, þar sem óskað er eftir hækkun á framlagi á árinu 2012.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu, þar sem fram komi að forsendur á  hækkun framlags frá Ísafjarðarbæ séu ekki fyrir hendi.

 

12.       Minnisblað upplýsingafulltrúa.  2012-02-0097.

Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dagsett 29. febrúar sl.  Minnisblaðið fjallar um hátíðina Veturnætur 2012 og beiðni hans til bæjarráðs, um að taka ákvörðun um dagsetningu hátíðarinnar á komandi hausti.

Bæjarráð leggur til að Veturnætur verði haldnar 1.-4. nóvember n.k.

 

13.       Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga. - Framboð til stjórnar.  2012-02-0099.

Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett þann 27. febrúar sl., þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins.  Framboðum skal skila í síðasta lagi á hádegi föstudaginn 16. mars n.k.

Lagt fram til kynningar.

 

14.       Erindi sýslumannsins á Ísafirði. - Umsögn um rekstrarleyfi veitingastaðar. 2012-02-0098.

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 29. febrúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn á umsókn Skútusiglinga ehf., um rekstrarleyfi fyrir veitingastað að Aðalstræti 22b, Ísafirði.

Bæjarráð óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa og eldvarnareftirliti Ísafjarðarbæjar.

                       

15.       Bréf Verkalýðsfélags Vestfjarða. - Ísafjarðarbíó.  2012-02-0089.

Lagt fram bréf frá Verkalýðsfélagi Vestfjarða dagsett 27. febrúar sl., er fjallar um Ísafjarðarbíó hvað varðar endurnýjun búnaðar og tækja til að halda áfram bíósýningum og fjármögnun þess kostnaðar.  Í bréfinu er jafnframt leitað eftir fjárstuðningi frá Ísafjarðarbæ vegna þessa.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við formann Verkalýðsfélags Vestfirðinga um erindið.

 

16.       Minnisblað formanns bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 2012-03-0011.

Lagt fram minnisblað Eiríks Finns Greiðssonar, formanns bæjarráðs, dagsett þann 2. mars sl.  Minnisblaðið fjallar um ákvörðun Lionsklúbbs Ísafjarðar, um að styrkja íbúa Suðureyjar í Færeyjum vegna þeirra náttúruhamfara er þar urðu á síðasta ári.  Í minnisblaðinu er lagt til að Ísafjarðarbær taki þátt í stuðningi Lionsklúbbsins.

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 500.000.- bókað af liðnum     21-81-9951.

 

17.       Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Viðmiðunarreglur vegna dvalar barna utan lögheimilissveitarfélags.  2011-08-0052.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. ásamt nýjum viðmiðunarreglum vegna dvalar barna á leikskólum utan lögheimilissveitarfélags.  Reglurnar voru samþykktar á stjórnarfundi sambandsins þann 24. febrúar sl. og eiga að gilda út árið 2012.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði, vísað til skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar.

 

18.       Bréf Samb. ísl. sveitarf. - XXVI. landsþing sambandsins.  2012-02-0059.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 24. febrúar sl., þar sem greint er frá ákvörðun stjórnar sambandsins, að XXVI. landsþing Sambandsins verði haldið föstudaginn 23. mars n.k. að Hótel Reykjavík Natura (Loftleiðir) í Reykjavík.  Bréfinu fylgja drög að dagskrá.

Lagt fram til kynningar.

 

19.       Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 794. stjórnarfundar.

Lögð fram 794. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 24. febrúar sl. í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

 

20.       Bréf Menningarráðs Vestfjarða. - Framlög sveitarfélaga.  2011-04-0051.

Lagt fram bréf Menningarráðs Vestfjarða dagsett 25. febrúar sl., er fjallar um framlög sveitarfélaga til Menningarráðsins vegna ársins 2011.  Bréfinu fylgir yfirlit um greiðslur einstaka sveitarfélaga og ríkisins.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

21.       Bréf Skipulagsstofnunar. - Deiliskipulag neðan Gleiðarhjalla.  2011-05-0028.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 29. febrúar sl., er varðar deiliskipulag neðan Gleiðarhjalla, innri hluti, Ísafjarðarbæjar.  Skipulagsstofnun hefur farið yfir framlögð gögn og gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar.

 

22.       Umfjöllun um skýrslu Haraldar L. Haraldssonar. 2011-09-0091.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir skýrslu Haraldar L. Haraldssonar, sem kynnt verður sérstaklega fyrir bæjarfulltrúum og lögð fyrir bæjarstjórn.   

 

  Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl.  9:15.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína Elíasdóttir.                                                             

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?