Bæjarráð - 739. fundur - 27. febrúar 2012

Þetta var gert:

1.         Mánaðarskýrsla fyrir janúar 2012.2012-02-0032

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir mánaðarskýrslu um rekstur fyrir janúar 2012 með samanburði við fjárhagsáætlun ársins og niðurstöður sama tímabils árið 2011.

 

2.         Fundargerðir nefnda.

            Atvinnumálanefnd 23/2.  112. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.           

 

            Íþrótta- og tómstundanefnd 22/2.  130. fundur.

            Fundargerðin er í tveimur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 22/2.  370. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.           

 

3.         Áhorfendastúka við Torfnesvöll á Ísafirði.  2011-06-0053.

Lagt fram að nýju minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, frá 16. janúar sl., er fjallar um hugsanlega byggingu á áhorfendastúku við Torfnesvöll á Ísafirði. Í umræðum var fjallar um nokkrar leiðir er til greina gætu komið hvað málið varðar.

Minnisblaðið lagt fram til kynningar í bæjarráði.

           

4.         Bréf Hestamannafélagsins Hendingar, Ísafirði. - Kröfur um bætur vegna mannvirkja á Búðartúni í Hnífsdal.  2011-10-0056.

Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Hendingu, Ísafirði, dagsett 15. febrúar sl., þar sem gerðar eru kröfur á Ísafjarðarbæ í fjórum liðum vegna íþróttamannvirkja félagsins á Búðartúni í Hnífsdal.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins í stjórnsýslunni.  Bréfið lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

5.         Bréf nefndasviðs Alþingis. - Samgönguáætlun 2011-2022.  2012-02-0026.

Lagt fram bréf nefndasviðs Alþingis frá 3. febrúar sl., er varðar beiðni um umsögn á tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2022.  Skilafrestur er til 29. febrúar n.k.

Bæjarráð vísar bókun umhverfisnefndar frá 370. fundi 4. dagskrárlið til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 1. mars n.k.

 

6.         Minnisblað. - Útboð á rekstri skíðasvæða Ísafjarðarbæjar.  2012-01-0029.

Lagt fram minnisblað er hefur að geyma úrdrætti úr fundargerðum bæjarráðs og íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar, er varðar umfjöllun um hugmyndir um að bjóða út rekstur skíðasvæða Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð felur sviðsstjórum umhverfis- og eignasviðs og skóla- og tómstundasviðs, að vera í forsvari fyrir framtíðar skipulagningu  skíðasvæða Ísafjarðarbæjar, í samstarfi við íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfisnefnd.

           

7.         Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði árið 2011. 2010-12-0038.

Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 16. febrúar sl., ásamt heildaryfirliti yfir framlög úr sjóðnum á árinu 2011, sem og öðrum upplýsingum.

Lagt fram til kynningar.

 

8.         Bréf Umhverfisstofnunar. - Starfsleyfi fyrir móttökustöð Ísafjarðarbæjar í Engidal, Skutulsfirði.  2011-02-0022.

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 16. febrúar sl., er varðar ákvörðun stofnunarinnar um útgáfu starfsleyfis fyrir móttökustöð Ísafjarðarbæjar í Engidal, Skutulsfirði.  Bréfinu fylgir starfsleyfið, sem er gefið út þann 16. febrúar sl. og gildir til 16. febrúar 2028.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ.

 

9.         Starfshópur hluthafa Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. - Tillaga um tímabundið fyrirkomulag um rekstur AtVest.  2011-11-0022.

Lögð fram tillaga  frá starfshópi hluthafa Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða dagsett   8. febrúar sl., til hluthafafundar AtVest, þar sem stjórn félagsins verði falið að ganga til samninga við Fjórðungssamband Vestfirðinga, um að það taki að sér rekstur AtVest til áramóta 2012/2013.

Lagt fram til kynningar.

 

10.       Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Ályktun stjórnar um samgönguáætlun 2011-2022.  2012-02-0026.

Lögð fram ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, varðandi þingsályktun um samgönguáætlun 2011-2022, samþykkt á fundi stjórnarinnar þann      20. febrúar 2012.

Lagt fram til kynningar.

 

11.       Afrit bréfs Umhverfisstofnunar. - Reglubundið eftirlit Funa sorpbrennslu. 2011-02-0022.

Lagt fram afrit af bréfi Umhverfisstofnunar dagsett 16. febrúar sl. og stílað á Funa-Sorpbrennslu. Bréfið fjallar um reglubundið eftirlit með urðun úrgangs hjá Funa á Ísafirði og á urðunarstað að Klofningi í Önundarfirði, er síðast var framkvæmt þann 28. október 2011.

Lagt fram til kynningar.

 

12.       Samb. ísl. sveitarf. - Viðurkenning Evrópuráðsins til strandbæja. 2012-02-0069.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. móttekið 20. febrúar sl., þar sem fjallað er um að Evrópuráðið ætlar að veita strandbæjum, sem hafa staðið sig vel í uppbyggingu, sérstaka viðurkenningu.  Hjálagt er bréf frá The Congress of the Council of Europe, dagsett 6. febrúar 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar og umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

13.       Bréf Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðra. - Skipting á breytingarkostnaði.  2010-09-0013.

Lagt fram bréf Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðra dagsett 9. febrúar sl., þar sem gerð er grein fyrir skiptingu á breytingarkostnaði vegna yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.  Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiddi til BsVest þann 30. desember 2011 samtals kr. 6.098.901.- og er sundurliðun um skiptingu milli sveitarfélaga í bréfinu.

Lagt fram til kynningar.

 

14.       Minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Golfklúbbur Ísafjarðar, 3. hæð sundhallar Ísafjarðar.  2012-01-0044.

Lagt fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 22. febrúar sl., þar sem hann fjallar um umsókn Golfklúbbs Ísafjarðar á afnotum af 3. hæð sundhallar Ísafjarðar við Austurveg á Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að samningi við Golfklúbb Ísafjarðar, um væntanleg not GÍ af 3. hæð sundhallar Ísafjarðar við Austurveg á Ísafirði.  Drögin verði lögð fyrir fund bæjarráðs.

Bæjarráð felur bæjarstjóra, að ræða við fulltrúa Hérðassambands Vestfirðinga, um forgangsröðun verkefna við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Ísafjarðarbæ.

 

15.       Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Sala á vélum Þjónustumiðstöðvar Ísafjarðarbæjar.  2012-02-0080.

Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 23. febrúar sl., þar sem hann óskar heimildar bæjarráðs til að selja tvær vélar, sem eru í eigu Þjónustumiðstöðvar Ísafjarðarbæjar.  Um er að ræða dráttarvél á Þingeyri og traktorsgröfu á Flateyri.

Bæjarráð heimilar sölu ofangreindra véla.  Kauptilboð verði lögð fyrir bæjarráð til staðfestingar.

 

  Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:24.  

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Albertína Elíasdóttir, formaður bæjarráðs.

Gísli H. Halldórsson.                                                             

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?