Bæjarráð - 732. fundur - 9. janúar 2012

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Umhverfisnefnd 4/1.  365. fundur.

            Fundargerðin er í tuttugu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað bæjarstjóra. - Álagning fasteignagjalda 2012. Reglur um innheimtu og afslætti. 2012-01-0016.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 6. janúar sl., þar sem hann gerir tillögur um ferli við álagningu fasteignagjalda 2012 og reglur um innheimtu, sem og afslætti til eldriborgara, félagasamtaka og þeirra er staðgreiða gjöldin í einu lagi.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að reglum um innheimtu og afslætti fasteignagjalda og leggja að nýju fyrir bæjarráð á næsta fundi.  

 

3.         Minnisblað skóla- og sérkennslufulltrúa. - Grænigarður á Flateyri, frávik frá fjárhagsáætlun 2011. 2010-09-0031

            Lagt fram minnisblað Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, dagsett 4. janúar sl., þar sem gerð er grein fyrir fráviki frá fjárhagsáætlun 2011, varðandi launa- kostnað við leikskólann Grænagarð á Flateyri.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

4.         Bréf Skipulagsstofnunar. - Umsögn um aukið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi.  2012-01-0004.

            Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 2. janúar sl., þar sem leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á fyrirhugaðri 7.000 tonna framleiðslu á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi.  Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu dagsetta 28. desember 2011, um ofangreint skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b.  Skilafrestur á umsögn er til 19. janúar n.k.

            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.

           

5.         Bréf  Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Listi yfir fyrirtæki sem fengið hafa eftirlit 2011.  2011-11-0062.

            Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 3. janúar sl., ásamt lista yfir þau fyrirtæki í sveitarfélaginu, sem fengið hafa eftirlit á árinu 2011.  Eftirlitsgjöld af fyrirtækjum sem fengið hafa eftirlit á árinu 2011, eru samtals kr. 14.605.328.-.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita frekari upplýsinga hjá Heilbrigðiseftirlitinu.

 

6.         Bréf Sólstafa Vestfjarða. - Umsókn um styrk.  2011-12-0063.

            Lagt fram bréf frá Sólstöfum Vestfjarða dagsett 29. desember 2011, þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ, til að styðja við samtökin í verkefnum sínum.

            Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar félagsmálanefndar.      

 

7.         Bréf Ungmennafélags Íslands. - Gisting íþróttahópa.  2012-01-0006.

            Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands dagsett 3. janúar sl., er fjallar um svohljóðandi tillögu er samþykkt var á 47. sambandsþingi UMFÍ.

,,47. sambandsþing Ungmennafélags Íslands haldið í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri, dagana 15.-16. október 2011, samþykkir að fela stjórn UMFÍ, að leita eftir samningum við sveitarfélög, skóla og gistiheimili um gistingu á afsláttarkjörum fyrir ungmennafélög“.

            Ungmennafélag Íslands óskar eftir að fá upplýsingar um hvort sé hægt að verða við þessari ósk aðildarfélaganna.

            Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar.

 

8.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Snjómokstursreglur í Ísafjarðarbæ.  2011-11-0042.

            Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 29. desember sl.  Bréfið fjallar um drög að áætlun tæknideildar Ísafjarðarbæjar á snjómokstursreglum fyrir Ísafjarðarbæ og er óskað álits bæjarráðs á þessum drögum.

            Bæjarráð samþykkir að drög að snjómokstursreglum verði kynntar á heimasíðu Ísafjarðarbæjar og send íbúasamtökum í Ísafjarðarbæ til umsagnar.

 

9.         Minnisblað bæjarstjóra. - Samningur við Kómedíuleikhúsið á Ísafirði. 2005-09-0047.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 5. janúar sl., er varðar endurnýjun á samstarfssamningi milli Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins á Ísafirði.  Síðasti samningur var fyrir árin 2010 og 2011 og var árleg greiðsla í þeim samningi kr. 2.750.000.-.

            Bæjarráð óskar eftir að Elfar Logi Hannesson mæti á næsta fund bæjarráðs til viðræðna um Kómedíuleikhúsið.

 

10.       Minnisblað bæjarstjóra. - Árskort barna í sund bæði í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ. 2012-01-0018.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 6. janúar sl., þar sem fram kemur að í viðræðum á milli bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar, hefur komið fram sú hugmynd, að árskort barna í sundi gildi jafnt í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ.  Lagt er til í minnisblaðinu, að bæjarstjóra verði heimilt að ganga frá samningi þessa efnis á milli sveitarfélaganna.

            Bæjarráð samþykkir erindi bæjarstjóra og vísar því til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd.

 

12.       Staða mála hvað varðar sölu fasteigna hjá Ísafjarðarbæ. - Bæjarstjóri gerir grein fyrir málinu í bæjarráði. 2012-01-0019.

            Eignir sem hér um ræðir eru, Skólagata 10, Ísafirði, Silfurgata 5, Ísafirði, Austurvegur 2, Ísafirði og Hafnarstræti 15, Þingeyri.  Einnig dráttarbrautin að Suðurtanga 8, Ísafirði.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:10.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína Elíasdóttir.                                                             

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?