Bæjarráð - 727. fundur - 28. nóvember 2011

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Stjórn Byggðasafns Vestfjarða 16/11. 29. fundur

            Fundargerðin er í þremur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Fræðslunefnd 23/11.  315. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ 23/11.  18. fundur.

            Fundargerðin er í einum lið.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Bréf Landsnets og Orkubús Vestfjarða. - Tengivirki í Stórurð.  2011-11-0051.

            Lagt fram bréf frá Landsneti og Orkubúi Vestfjarða dagsett 11. nóvember sl., er varðar fyrirhugaða byggingu á tengivirki í Stórurð á Ísafirði.  Í bréfinu er óskað eftir staðfestingu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á staðsetningu tengivirkisins, áður en undirbúningur heldur áfram og farið verður út í framkvæmdir.

            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til frekari meðferðar.

 

3.         Bréf frá Hlaðbæ-Colas hf. - Malbikunarverkefni á komandi árum. 2011-11-0031.

            Lagt fram bréf frá Hlaðbæ-Colas hf., dagsett 7. nóvember sl., er fjallar um starfsemi fyrirtækisins og hugsanlega áframhaldandi samvinnu við opinbera aðila og sveitarfélög á Vestfjörðum.

            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

 

4.         Bréf Umhverfisstofnunar. - Tilkynning um auglýsingu á tillögu að starfsleyfi. 2011-02-0022.

            Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 21. nóvember sl., þar sem fram kemur tilkynning um auglýsingu á tillögu að starfsleyfi fyrir starfsemi Ísafjarðarbæjar, það er móttöku og meðhöndlun úrgangs, í starfstöð í Engidal, Skutulsfirði.  Í bréfinu er vakin athygli á að tímabundin undanþága frá starfsleyfi fyrir stöðina féll úr gildi             1. október 2011.

            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar.

 

5.         Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Framlög til nýbúafræðslu 2012. 2011-09-0057.

            Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 21. nóvember sl., er varðar umfjöllun og afgreiðslu áætlunar ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðsins, um úthlutun framlaga til sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2012.

            Heildaráætlun um úthlutun framlags til Ísafjarðarbæjar vegna nýbúafræðslu fyrir fjárhagsárið 2012 nemur samtals kr. 3.600.000.-. 

            Lagt fram til kynningar.

 

6.         Bréf umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um breytingar á hafnarlögum 66. mál.  2011-11-0065.

            Lagt fram bréf frá nefndasviði Alþingis dagsett 23. nóvember sl., ásamt frumvarpi til laga um breytingar á hafnarlögum 66. mál.  Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins og að sú umsögn berist fyrir 7. desember n.k.  á netfang nefndarsviðs.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umsögn Ísafjarðarbæjar, að höfðu samráði við hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar.

 

7.         Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fyrirtæki er fengið hafa eftirlit 2011. 2011-11-0062.

            Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 21. nóvember sl., ásamt lista yfir fyrirtæki, sem fengið hafa eftirlit á árinu 2011.  Ekki er um lokalista að ræða, en endanlegur listi verður sendur út þegar árið er liðið.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

8.         Minnisblað bæjarritara. - Val bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar. 2011-11-0072.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 25. nóvember sl., er varðar val á bæjarlistamanni Ísafjarðarbæjar. Um mánaðarmótin október - nóvember sl., var auglýst eftir tilnefningum um bæjarlistamann.

            Bæjarráð frestar afgreiðslu að sinni.

 

9.         Bréf rekstrarstjórnar Stjórnsýsluhúss. - Hækkun rekstrarframlaga. 2011-11-0067.

            Lagt fram bréf frá rekstrarstjórn Stjórnsýsluhússins á Ísafirði dagsett 24. nóvember sl., þar sem tilkynnt er að stjórnin hafi samþykkt hækkun rekstrarframlaga um 5% og tekur hækkunin gildi frá og með 1. janúar 2012.  Hækkunin er til að vega upp verðlagshækkanir sem orðið hafa.  Meðfylgjandi er sundurliðun á skiptingu rekstrarframlaga eftir breytingar. 

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

10.       Bréf Héraðssambands Vestfirðinga. - Rekstur íþróttasvæðisins á Torfnesi,  Ísafirði.  2011-10-0009.

            Lagt fram bréf frá Héraðssambandi Vestfirðinga dagsett 25. nóvember sl., ásamt greinargerð er fjallar um mögulega yfirtöku HSV á rekstri íþróttasvæðisins á Torfnesi, Ísafirði.  Forsvarsmenn HSV óska eftir að eiga fund með bæjarráði, kynna greinargerðina og svara spurningum ef einhverjar eru.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með fulltrúum bréfritara og bæjarráði.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 08:45.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína Elíasdóttir.                                                             

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?