Bæjarráð - 726. fundur - 21. nóvember 2011

Þetta var gert:

1.         Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir árið 2012. 2011-08-0013.

Til fundar við bæjarráð er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri og fór hann ásamt Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, yfir drög að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir fjárhagsárið 2012.

Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2012, til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 24. nóvember næstkomandi.         

 

2.         Fundargerðir nefnda.

            Barnaverndarnefnd 17/11.  119. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 16/11.  8. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.         Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga. - Vaxtaendurskoðunarákvæði láns. 2011-02-0021.

Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 16. nóvember sl., er varðar vaxtaendurskoðunarákvæði á láni Ísafjarðarbæjar hjá sjóðnum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að móta tillögu um vaxtaendurskoðunarákvæði á láni  Ísafjarðarbæjar nr. 0610061 við Lánasjóð sveitarfélaga og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar. 

 

4.         Bréf Kvenfélagsins Hlífar, Ísafirði. - Álfagleði á þrettándanum.2011-11-0047.

Lagt fram bréf frá Kvenfélaginu Hlíf á Ísafirði dagsett 16. nóvember sl., þar sem félagið sækir um styrk frá Ísafjarðarbæ, til að standa straum af kostnaði við að halda ,,Álfagleði“ á Ísafirði á þrettándanum 2012.  Álfagleði er haldin á Ísafirði annað hvert ár og hitt árið í Bolungarvík.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Kvenfélagið Hlíf.

 

5.         Bréf Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Eldvarnaátakið 2011, umsókn um styrk.  2011-11-0049.

Lagt fram bréf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna dagsett 17. nóvember sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ, vegna ,,Eldvarnaátaksins 2011“.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu í þetta sinn.

 

6.         Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Boðun aukaþings.  2011-07-0056.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 11. nóvember sl., þar sem boðað er til aukaþings FV þann 25. nóvember n.k. á Ísafirði. Fundarefnið er um stoðkerfi atvinnu og byggða.  Aukaþingið er boðað með dagskrá.  Fundarboði fylgir greinargerð er ber heitið ,,Stoðkerfi atvinnu og byggða á Vestfjörðum“.

Bæjarráð hvetur alla bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, til að sækja aukaþing Fjórðungssambands Vestfirðinga.

 

7.         Menntaskólinn á Ísafirði. - Fundargerð skólanefndar frá 14. nóvember 2011.

Lögð fram fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, frá fundi er haldinn var þann 14. nóvember sl., á skrifstofu skólameistara í Menntaskólanum á Torfnesi.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

8.         Minnisblað bæjarritara. - Framlög til stjórnmálasamtaka 2011. 2011-08-0013.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 18. nóvember sl., er varðar framlög sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka, með tilvísun til 5. greinar laga nr. 162/2006. 

Á fjárhagsæaætlun þessa árs er gert ráð fyrir að heildar framlög séu kr. 750.000.- og er þeirri fjárhæð skipt niður á þau framboð er fengu mann/menn kjörna í síðustu sveitarstjórnarkosningum.  Skiptingin er út frá fjölda atkvæða er féllu í hlut hvers framboðs.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga um skiptingu milli framboða í minnisblaði bæjarritara verði samþykkt.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:55.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Albertína Elíasdóttir, formaður bæjarráðs.

Gísli H. Halldórsson.                                                             

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?