Bæjarráð - 725. fundur - 14. nóvember 2011

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Félagsmálanefnd 8/11.  362. fundur.

            Fundargerðin er í sjö liðum.

            7. liður.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram á næsta fundi bæjarstjórnar, tillögu er varðar 7. lið fundargerðar félagsmálanefndar.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Hafnarstjórn 3/11.  156. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Íþrótta- og tómstundanefnd 9/11.  126. fundur.

            Fundargerðin er í þremur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 9/11.  362. fundur.

            Fundargerðin er í sautján liðum.

            Bæjarráð vísar 3. lið til og með 6. lið aftur til umhverfisnefndar,

            vegna formgalla á afgreiðslu umhverfisnefndar.

            15. liður.  Bæjarráð samþykkir, að fulltrúar Ísafjarðarbæjar

            í samráðshópi um landsskipulagsstefnu verði Albertína F. Elíasdóttir og

            Lína Björg Tryggvadóttir. 

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað bæjarritara. - Snjómokstursreglur í Ísafjarðarbæ og mokstursleiðir. 2011-11-0042.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 11. nóvember sl., þar sem fram koma upplýsingar um snjómokstursreglur í þéttbýli og dreifbýli í Ísafjarðarbæ. Snjómokstur í dreifbýli er í höndum Vegagerðarinnar, en í þéttbýli að mestu í höndum Ísafjarðarbæjar.

            Bæjarráð telur eðlilegt, að reglur um snjómokstur í öllum byggðakjörnum bæjarins verði settar og þær samræmdar.  Mikilvægt er að í þeim reglum verði öryggi íbúa í öndvegi, aðgengi að skólum og heilsugæslu tryggt, sem og möguleikar íbúanna til að sækja vinnu.

 

3.         Bréf Sigurðar Hreinssonar. - Lausn frá störfum í nefndum.  2011-09-0012.

            Lagt fram bréf frá Sigurði Hreinssyni dagsett 3. nóvember sl., þar sem fram kemur m.a. að hann óski eftir lausn frá nefndarstörfum í atvinnumálanefnd og umhverfis- nefnd Ísafjarðarbæjar.  Lagt fram til kynningar.

 

4.         Afrit af bréfi til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. - Umsókn um byggðakvóta 2011/2012.  2011-10-0008.

            Lagt fram aftir af bréfi Ísafjarðarbæjar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis dagsett 9. nóvember sl., þar sem sótt er um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2011/2012, er auglýst var til úthlutunar þann 26. október sl.

            Lagt fram til kynningar.

 

5.         Bæjarstjóri gerir bæjarráði grein fyrir stöðu mála hvað varðar olíubirgðastöð við Suðurgötu á Ísafirði.  2009-02-0030.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarráði grein fyrir þeim viðræðum er hafa átt sér stað við m.a. Olíudreifingu um olíubirgðastöð olíufélaganna við Suðurgötu á Ísafirði.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra, að halda áfram viðræðum við þá aðila er málið varðar.  

 

6.         Bréf Stígamóta. - Beiðni um fjárframlag 2012.  2011-11-0040.

            Lagt fram bréf frá Stígamótum, ódagsett, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi  fyrir rekstrarárið 2012.  Bréfinu fylgir fjárhagsáætlun Stígamóta fyrir árið 2012.

            Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

 

7.         Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Efling tónlistanáms, jöfnun á aðstöðumun nemenda.  2011-10-0075.

            Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 4. nóvember sl., er fjallar um samkomulag ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda í tónlistarnámi. Í bréfinu koma m.a. fram upplýsingar um greiðslur Jöfnunarsjóðs til Ísafjarðarbæjar með tilvísun til framangreinds samkomulags ríkis og sveitarfélaga.

            Lagt fram til kynningar.

 

8.         Mánaðarskýrsla Ísafjarðarbæjar. - Hagtölur sveitarfélagsins. 2011-11-0043.

            Lögð fram ,,Mánaðarskýrsla Ísafjarðarbæjar“ dagsett í nóvember 2011, þar sem fram koma ýmsar hagtölur úr sveitarfélaginu.  Er hér um fyrstu skýrslu að ræða, en vonir standa til að hún komi út mánaðarlega.  Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur unnið skýrsluna.

            Lagt fram til kynningar.

 

9.         Bréf stjórnar Snorrasjóðs. - Snorraverkefnið sumarið 2012.  2011-11-0030.

      Lagt fram bréf stjórnar Snorrasjóðs dagsett 7. nóvember sl., þar sem óskað er eftir stuðningi við ,,Snorraverkefnið“ sumarið 2012. 

            Bæjarráð telur sér ekki fært að taka þátt í verkefninu að sinni.

 

 10.      Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð stjórnar frá 790. fundi.

            Lögð fram fundargerð Samb. ísl. sveitarf. frá 790. fundi er haldinn var þann 28. október sl., í Alsherjarbúð að Borgartúni 30, Reykjavík.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

11.       Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð samráðsfundar ríkis og sveitarfélaga 2011.   

            Lögð fram fundargerð samráðsfundar ríkis og sveitarfélaga 2011, fundar er haldinn var þann 5. október sl., í húsakynnum sambandsins að Borgartúni 30, Reykjavík.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

12.       Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð samráðsfundar stjórnar sambandsins og formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga.

            Lögð fram fundargerð samráðsfundar stjórnar Samb. ísl. sveitarf. og formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga.  Fundurinn var haldinn þann 14. október sl. í H-sal, Hilton Reykjavík Nordica hóteli í Reykjavík.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

13.       Ársfundur Vinnumálastofnunar 2010. - Fundarboð.  2011-11-0039.

            Lagt fram fundarboð frá Vinnumálastofnun um ársfund stofnunarinnar fyrir árið 2010, er haldinn verður í Háskólanum í Reykjavík, fundarsal M101, Menntavegi 1, Reykjavík, þann 16. nóvember n.k. og hefst kl. 14:00.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.

            Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 09:15.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Marsellíus Sveinbjörnsson.                                                     

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?