Bæjarráð - 722. fundur - 24. október 2011

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 19/10.  313. fundur.

 Fundargerðin er í fimm liðum.

6. liður. fundargerðarinnar, önnur mál.

Bæjarráð tekur fram að það tilfelli, sem hér um ræðir fellur ekki undir reglur Ísafjarðarbæjar, hvað varðar tónlistarnám í öðru sveitarfélagi. Bæjarráð felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að sækja um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir nemanda er stundar nám utan lögheimilissveitarfélags.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Hafnarstjórn 15/10.  155. fundur.

Fundargerðin er í einum lið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Kauptilboð í húseignina Austurveg 2, Ísafirði.  2011-07-0038.

Lagt fram kauptilboð í húseignina Austurveg 2, Ísafirði, sent frá Fasteignasölu Vestfjarða ehf., þann 20. október sl.  Kauptilboðið hljóðar upp á kr. 40.000.000.-.

Bæjarráð vísar kauptilboðinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

3.         Bréf Sigríðar Gunnarsdóttur, Kópavogi. - Lendingaraðstaða að Látrum í Aðalvík.  2011-10-0006.

Lagt fram að nýju í bæjarráði bréf Sigríðar Gunnarsdóttur, Kópavogi, þar sem láðist að fjalla um eitt erindi bréfsins, er varðar lendingaraðstöðu að Látrum í Aðalvík.  Í bréfinu er óskað aðstoðar Ísafjarðarbæjar við endurbætur á lendingaraðstöðu.

Bæjarráð bendir bréfritara á, að sækja um styrk frá Hafnarbótasjóði og eða Ferjubryggjusjóði, sem báðir eru vistaðir hjá Siglingastofnun.

 

4.         Bréf Menntaskólans á Ísafirði. - Rekstur stafrænnar smiðju á Ísafirði. 2011-10-0054.

Lagt fram bréf frá Menntaskólanum á Ísafirði dagsett 17. október sl., er varðar rekstur stafrænnar smiðju ,,Fab Lab“ á Ísafirði.  Með bréfinu er óskað eftir aðkomu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum, að rekstri stafrænnar smiðju á Ísafirði.  Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Menntaskólinn á Ísafirði eiga frumkvæði að verkefninu, en mikilvægt er, að sveitarfélög á svæðinu eigi ásamt opinberum aðilum, aðkomu að stafrænu smiðjunni í upphafi.  Bréfinu fylgja margvísleg gögn til upplýsinga. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar úrvinnslu þess til vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2012.  Arna Lára Jónsdóttir vék af fundi bæjarráðs undir þessum lið.

 

5.         Bréf Skógræktarfélags Ísafjarðar. - Minningarlundur um Hjálmar R. Bárðarson.  2011-10-0055.

Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Ísafjarðar dagsett 17. október sl., umsókn um land undir minningarlund um Hjálmar R. Bárðarson fyrrum siglingamálastjóra, en Hjálmar er ættaður frá Ísafirði.  Hjálmar arfleiddi Landgræðslusjóð að hluta eigna sinna, til að styrkja skógrækt á Íslandi.  Stjórn Landgræðslusjóðs hefur lýst áhuga á að ræktaður verði reitur í Skutulsfirði til minningar um Hjálmar og styrkja það með myndarlegu fjárframlagi.  Skógræktarfélagið sækir því um aukið land til skógræktar á Dagverðardal í tengslum við núverandi skógrækt félagsins þar.

Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu í umhverfisnefnd.

 

6.         Bréf Umhverfisstofnunar. - Svar við bréfi Ísafjarðarbæjar vegna díoxínmælinga í Engidal, Skutulsfirði.  2011-02-0062.

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dagsett 14. október sl., svar við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 5. október sl., er varðar fyrirspurn um díoxínmælingar í Engidal í Skutulsfirði.

Lagt fram til kynningar.

 

7.         Bréf Matvælastofnunar. - Svar við bréfi Ísafjarðarbæjar vegna díoxínmælinga í Engidal, Skutulsfirði.  2011-02-0062.

Lagt fram bréf Matvælastofnunar dagsett 10. október sl., svar við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 5. október sl., er varðar fyrirspurn um díoxínmælingar í Engidal í Skutulsfirði.

Lagt fram til kynningar.

 

8.         Minnisblað bæjarstjóra. - Markaðs- og ímyndarvinna fyrir Vestfirði. 2011-03-0158.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 21. október sl., er varðar markaðs- og ímyndarvinnu fyrir Vestfirði.  Í minnisblaðinu gerir bæjarstjóri grein fyrir samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 9. júní sl., um að fara í átak með öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum, er snýr að ímynd svæðisins.  Fjármögnun var þá vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.  Minnisblaðinu fylgir samningur sveitarfélags og Markaðsstofu Vestfjarða, er bæjarstjóri hefur undirritað með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2012.  

 

9.         Minnisblað bæjarritara. - Fagráð safna Ísafjarðarbæjar, kjör fulltrúa. 2010-07-0067.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 21. október sl., er varðar samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 6. október sl., um stofnun ,,Fagráðs safna“ og skipan nefndarinnar.  Í minnisblaðinu er bent á að bæjarráð Ísafjarðarbæjar þarf að tilnefna fulltrúa í ráðið.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

 

10.       Minnisblað bæjarstjóra. - Silfurgata 5, Ísafirði.  2011-10-0004.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 21. október sl., er varðar húseignina Silfurgötu 5, Ísafirði og hugsanlega sölu hennar.  Með minnisblaði bæjarstjóra fylgir afrit af bréfi Húsafriðunarnefndar, mál nr. 2008-03-0045, þar sem gerð er grein fyrir að nefndin hefur samþykkt, að áður veittur styrkur til endurbóta á húsinu, sem ekki hefur verið nýttur, flyst til ársins 2012.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

11.       Drög að samkomulagi um samstarfsverkefni í öldrunarþjónustu í Ísafjarðarbæ. 2008-06-0016.

Lögð fram drög að samkomulagi um samstarfsverkefni í öldrunarþjónustu í Ísafjarðarbæ, milli velferðarráðuneytis og Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar bæjarráðs.

 

12.       Minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - Ráðning afleysingafólks á leikskóla.

Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar dagsett 21. október sl., er varðar beiðni um ráðningu afleysingarmanneskju á leikskólann Sólborg á Ísafirði.

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum og tekur málið fyrir að nýju á næsta fundi sínum.           

 

13.       Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Fundargerðir stjórnar frá 1. september og 19. október 2011.

Lagðar fram tvær fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 1. september og 19. október 2011.

Lagðar fram til kynningar.

 

14.       Ársfundur Byggðasafns Vestfjarða 2010, 24. október 2011. - Fundarboð.

Lagt fram fundarboð um ársfund Byggðasafns Vestfjarða 2010, er haldinn var þann 24. október 2010 kl. 13:30 á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.  Fundurinn var boðaður með dagskrá.

Lagt fram til kynningar.

           

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:25.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                         

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?