Bæjarráð - 721. fundur - 17. október 2011

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Íþrótta- og tómstundanefnd 12/10.  125. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            1. liður. Bæjarráð vísar þessum lið til gerðar fjárhagsáætlunar 2012.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 10/10.  7. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 11/10.  360. fundur.

            Fundargerðin er í níu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað upplýsingafulltrúa. - Reglur um notkun skjaldarmerkis Ísafjarðarbæjar.  2010-11-0044.

Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 12. október sl.  Minnisblaðinu fylgja drög að reglum um notkun skjaldarmerkis Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að reglur um notkun skjaldarmerkis Ísafjarðarbæjar verði samþykktar.

 

3.         Bréf skólaliða við Grunnskólann á Ísafirði. - Uppsögn yfirvinnu. 2011-05-0008.

Lagt fram bréf undirritað af sex skólaliðum við Grunnskólann á Ísafirði, móttekið þann 7. október sl.  Þar er farið fram á að uppsögn 20 yfirvinnutíma verði dregin til baka, en til vara að starfsmennirnir haldi eftir a.m.k. 10 yfirvinnutúmum.

Bæjarráð vísar erindi skólaliða GÍ til vinnslu við fjárhagsáætlun ársins 2012.

 

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun undir þessum lið dagskrár, vegna uppsagnar yfirvinnu skólaliða við Grunnskólann á Ísafirði.

,,Á fundi bæjarráðs þann 6. septeber sl., var bæjarstjóra falið að vinna málið frekar með sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.  Nú kemur fram með bréfi skólaliða Grunnskólans á Ísafirði, að yfirvinnu þeirra hafi nú þegar verið sagt upp, án þess að sú ákvörðun hafi verið tekin í bæjarráði.  Slík vinnubrögð eru ámælisverð.  Með réttu hefði átt að taka málið aftur upp í bæjarráði til ákvörðunar með þeim upplýsingum, sem óskað var eftir, m.a. um hvort að hér væri um raunverulegan sparnað að ræða og hvernig þessi ráðstöfun myndi snerta starfið í Grunnskólanum á Ísafirði.“

 

4.         Bréf Verk-Vest og Fos-Vest. - Uppsögn yfirvinnu skólaliða við Grunnskólann á Ísafirði.  2011-05-0008.

Lagt fram bréf frá Verkalýðsfélagi Vestfjarða og Félagi opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, dagsett 5. október sl. Bréfið fjallar um uppsögn fastrar yfirvinnu skólaliða við Grunnskólann á Ísafirði.

Bæjarráð vísar erindi Verk-Vest og Fos-Vest til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2012.

 

5.         Bréf fjárlaganefndar Alþingis. - Fundir með fjárlaganefnd 2011. 2011-10-0029.

Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis dagsett 5. október sl., er varðar fundi sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2011.  Í bréfinu er boðið upp á fundi með fulltrúum sveitarfélaga á tímabilinu 14. október til 4. nóvember nk.  Jafnframt er í bréfinu vakin athygli á breyttu fyrirkomulagi umsókna um styrki og úthlutanir þeirra á safnliðum á fjárlögum.

Bæjarráð stefnir að því að mæta á fund fjárlaganefndar þann 4. nóvember n.k. og óskast sú dagsetning bókuð hjá fjárlaganefnd.

           

6.         Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis. - Íþróttamál á Íslandi. Íþróttastefnur.  2011-10-0042.

Lagt fram bréf Svandísar Svavarsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, til sveitarfélaga dagsett 11. október sl., er varðar stefnumótun í íþróttamálum á Íslandi og íþróttastefnur sveitarfélaga.  Bréfinu fylgir ,,Stefnumótun mennta- og menningarmála- ráðuneytis í íþróttamálum“.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, sem og til íþrótta- og tómstundanefndar.

 

7.         Bréf Hringrásar hf. - Beiðni um lóð undir starfsemi móttökustöðvar. 2011-10-0048.

Lagt fram bréf frá Hringrás hf., Reykjavík, dagsett 11. október sl., þar sem óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ, um mögulega úthlutun lóðar fyrir móttöku á málmum og spilliefnum.  Óskað er eftir lóð allt að 1.000 m2, sem næst móttöku- og flokkunar-stöðinni Funa í Engidal, Skutulsfirði, til allt að 10 ára með mögulegri framlengingu.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og eignasviðs og umhverfisnefndar.  Jafnframt er erindinu vísað til umsagnar sorpnefndar Ísafjarðarbæjar.  

 

8.         Bréf Umhverfisstofnunar. - Fundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndar- nefnda sveitarfélaga.  2011-10-0047.

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dagsett 11. október s.l., þar sem boðað er til ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga árið 2011. Fundurinn verður haldinn þann 27. október n.k í Hlégarði, Mosfellsbæ og er boðaður með dagskrá.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Vísað til umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðar- bæjar.

 

 

9.         Tilnefning í starfshóp á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. 2011-10-0050.

Lagt fram tölvubréf frá Jónu Stefánsdóttur, ritara ráðherra og ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, dagsett þann 11. október sl.  Í tölvupóstinum er óskað eftir tilnefningu Ísafjarðarbæjar í starfshóp á vegum ráðuneytisins, um málefni mjólkurbúsins á Ísafirði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar.

     

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:45.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                         

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?