Bæjarráð - 720. fundur - 7. október 2011

Þetta var gert:

1.         Fundargerð nefndar.

            Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ 26/9.  16. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað bæjarritara. - Styrkir til menningarmála.  2011-03-0146.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 5. október sl., er varðar umsóknir er borist hafa um styrki til menningarmála í Ísafjarðarbæ.  Er hér um að ræða umsóknir vegna síðari úthlutunar á þessu ári.  Neðangreindar umsóknir hafa borist og var afgreiðsla þeirra sem hér segir.

            ACT ALONE / Kómedíuleikhúsið, Ísafirði.             

            Félag um listamannaíbúð á Ísafirði, Ísafirði.

            Gospelkór Vestfjarða, Ísafirði.                                                                      

            Kvennakór Ísafjarðar, Ísafirði.

            Sigurrós Eva Friðþjófsdóttir, Ísafirði.

            Við Djúpið, c/o Greipur Gíslason, Reykjavík.

Bæjarráð telur að umsókn frá Félagi um listamannaíbúð á Ísafirði, falli ekki  undir þær reglur, sem unnið er eftir við veitingu styrkja til menningarmála.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga formlega frá styrkveitingum til annarra umsækjenda með tilvísun til umræðna í bæjarráði.              

 

3.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Tjaldsvæðið í Ísafjarðarbæ rekstur 2011.  2011-09-0011.

Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, er varðar rekstur eftirtalinna tjaldsvæða í Ísafjarðarbæ. Tjaldsvæðið í Tungudal, Skutulsfirði og tjaldsvæðið á Þingeyri. Fram koma m.a. upplýsingar um fjölda gesta og tekjutölur, allt frá árinu 2008.

Lagt fram til kynningar.  Bæjarráð þakkar fyrir upplýsingarnar frá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.

 

4.         Bréf Verkfræðistofunnar Hamraborgar. - Heimabær 1 og 2, Hesteyri í Jökulfjörðum.  2011-10-0012.

Lagt fram bréf frá Verkfræðistofunni Hamraborg, Kópavogi, dagsett 26. september sl., þar sem óskað er eftir öllum gögnum er varða afgreiðslur, samþykktir og umfjöllun nefnda, ráða og fagsviða Ísafjarðarbæjar, vegna framangreindra jarða á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996.

Bæjarráð óskar eftir að sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs svari erindinu.

 

5.         Bréf Héraðssambands Vestfirðinga. - Rekstur íþróttamannvirkja á Torfnesi, Ísafirði.  2011-10-0009.

Lagt fram bréf frá Héraðssambandi Vestfirðinga dagsett 28. september sl., þar sem Héraðssamband Vestfirðinga óskar eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ, um að HSV taki yfir rekstur íþróttasvæðisins á Torfnesi, þar með talið íþróttahús, vallarhús, gervigrasvöll, grasvöll, sem og önnur útisvæði við völlinn.

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá HSV, einkum hvað varðar þjónustustig og kostnað Ísafjarðarbæjar ef af þessu verður.

Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.        

 

6.         Bréf forstöðumanns Gamla sjúkrahússins. - Skráningarkerfið Gegnir. 2011-10-0005.

Lagt fram bréf Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns Gamla sjúkrahússins á Eyrartúni, Ísafirði, dagsett 4. október sl., er varðar kaup og rekstur á skráningarkerfinu Gegni.  Bréfinu fylgir rökstuðningum fyrir aðild að Gegni, sem og kostnaðaráætlun við kaupin og rekstur.

Erindinu vísað til vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.

 

7.         Bréf Fiskistofu. - Byggðakvóti fiskveiðiárið 2011/2012.   2011-10-0008.

Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 28. september sl., þar sem verið er að svara bréfi Ísafjarðarbæjar frá 19. september sl., þar sem óskað var eftir upplýsingum frá Fiskistofu um bráðabirgðaúthlutun á byggðakvóta ,,á næsta fiskveiðiári“, sem og upplýsingum um hvaða reglur gilda um verkun á tegundum eins og skötusel og blálöngu.  Þá var einnig óskað eftir upplýsingum um hvernig eftirlit hefur verið á Flateyri með ráðstöfun og verkun afla, sem ,,landað er eftir reglum byggðakvóta“.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

8.         Bréf Sigríðar Gunnarsdóttur. - Sorpmál að Látrum í Aðalvík.  2011-10-0006.

Lagt fram bréf Sigríðar Gunnarsdóttur, Lómasölum 6, Kópavogi, móttekið þann 5. október sl., er varðar sorpmál að Látrum í Aðalvík. Þar er engin aðstaða fyrir eigendur sumarhúsa eða ferðafólk til að losa sig við sorp.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í sorpnefnd Ísafjarðarbæjar.

 

9.         Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Þingmannafundur 27. október n.k. 2011-10-0032

Lagt fram tölvubréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, þar sem tilkynnt er um að haldinn verður þingmannafundur á Cafe Riis á Hólmavík þann 27. október n.k. og hefst fundurinn kl. 11:00 og er áætlað að hann standi til kl. 16:30.  Dagskrá fundarins verðu kynnt síðar.

Lagt fram til kynningar. 

 

10.       Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Kvennafrídagurinn 25. október n.k.   2011-10-0010. 

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 29. september sl., þar sem sveitarfélög og landshlutasamtök sveitarfélaga eru minnt á kvennafrídaginn 25. október n.k.  Að áeggjan ,,Skottanna“, regnhlífarsamtaka íslensku kvennahreyfinganna, vill Samb. ísl. sveitarf. hvetja sveitarstjórnir landsins til að standa fyrir fundum vikuna 24.-29. október nk.,  um stöðu og aðgerðir í jafnréttismálum kynjanna í sveitarfélaginu.

Bæjarráð vísar bréfinu til félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.

 

11.       Silfurgata 5, Ísafirði. - Kauptilboð frá Gistingu ehf.   2011-10-0004.

Lagt fram kauptilboð frá Gistingu ehf., Guðmundi Tryggva Ásbergssyni, í húseignina Silfurgötu 5, Norska bakaríið, Ísafirði.  Kauptilboðið hljóðar upp á kr. 1.000.000.-.  Tilgangur kaupanna er að gera húsið að utan sem næst tillögu, samanber teikningar frá 1. júní 2011.  Að innan verður húsið innréttað sem gistiheimili, er félagið ætlar að reka.

Bæjarráð hafnar kauptilboði frá Gistingu ehf.  Bæjarráð samþykkir að húsið verði auglýst að nýju á áberandi hátt.   

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 13:50.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                         

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?