Bæjarráð - 718. fundur - 26. september 2011

 

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Fræðslunefnd 21/9.  312. fundur.

            Fundargerðin er í átta liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 19/9.  6. fundur.

            Fundargerðin er í tveimur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Bréf nefndar um nýtt skjaldarmerki fyrir Ísafjarðarbæ.  2010-11-0044.

Lagt fram bréf nefndar um nýtt skjaldarmerki fyrir Ísafjarðarbæ, dagsett þann    21. september sl.  Í bréfinu kemur fram ákveðin tillaga að nýju skjaldarmerki fyrir Ísafjarðarbæ ásamt greinargerð nefndarinnar.  Hið nýja skjaldarmerki er unnið upp úr skjaldarmerki fyrrum Ísafjarðarkaupstaðar, skjaldarmerki sem Halldór Pétursson, myndlistamaður, hannaði í upphafi.  Vegna höfundaréttar hefur verið haft fullt samráð við Pétur Halldórsson, myndlistarmann, son Halldórs Péturssonar, um nauðsynlegar endurbætur á merkinu ofl.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga nefndar um nýtt skjaldarmerki fyrir Ísafjarðarbæ, verði samþykkt.

 

3.         Minnisblað upplýsingafulltrúa. - Reglur Ísafjarðarbæjar um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki í Ísafjarðarbæ.  2011-02-0032.

Lagt fram minnisblað frá Hálfdáni Bjarka Hálfdánssyni, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 21. september sl., þar sem hann gerir grein fyrir drögum að reglum Ísafjarðarbæjar um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki í Ísafjarðarbæ.  Drögin voru samþykkt á 107. fundi atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar 6. apríl sl.

Bæjarráð óskar eftir umsögn Guðjóns Bragasonar, lögfræðings, hjá Samb. ísl. sveitarf., um drög að reglum Ísafjarðarbæjar um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki í Ísafjarðarbæ.  

 

4.         Bréf Hestamannafélagsins Hendingar. - Beiðni um afnot af húsi og húsgrunni í Engidal.  2006-04-0053.

Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Hendingu, Ísafirði, dagsett 13. september sl., þar sem félagið óskar eftir heimild til afnota á húsi og grunni í eigu Ísafjarðarbæjar, sem staðsett er innan við fyrrverandi minkahús í Engidal, Skutulsfirði.

Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar.

 

5.         Bréf Hestamannafélagsins Hendingar. - Umsókn um heimild til lagningar reiðvegar í Engidal.  2011-09-0072.

Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Hendingu, Ísafirði, dagsett 20. september sl., þar sem óskað er eftir heimild Ísafjarðarbæjar, til lagningar reiðvegar í austurhlíð Engidals í Skutulsfirði, frá núverandi hesthúsahverfi og inn að jörðinni Fossum.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til frekari vinnslu.

 

6.         Minnisblað bæjarstjóra. - Almenningssamgöngur á Vestfjörðum.2011-09-0075.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 20. september sl., þar sem hann gerir grein fyrir bréfi, sem borist hefur frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, um könnun á hvort vilji sveitarfélaga sé til þess, að flytja málefni almenningssamgangna til Fjórðungssambandsins.  Bæjarstjóri hefur svarað erindinu á þann veg að Ísafjarðarbær hafi áhuga á að koma að þessu verkefni.  Erindi þarf að fá formlega afgreiðslu hjá bæjarráði eða bæjarstjórn.

Bæjarráð staðfestir þátttöku Ísafjarðarbæjar í verkefninu.

             

7.         Bréf Capacent. - Þjónusta sveitarfélaga, könnun og samanburður. 2011-09-0117

Lagt fram tölvubréf frá Sigríði Ólafsdóttur hjá Capacent dagsett 8. september sl., þar sem spurst er fyrir um hvort Ísafjarðarbær hafi áhuga á að taka þátt í þjónustukönnun fyrir sveitarfélög.  Kostnaður Ísafjarðarbæjar yrði kr. 160.000.-.

Bæjarráð telur sér ekki fært að taka þátt í verkefninu í þetta sinn.

 

8.         Bréf innanríkisráðuneytis. - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2011. 2011-09-0079.

Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneyti dagsett 19. september sl., þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2011, þann 12. október n.k. á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.

Lagt fram til kynningar.

 

9.         Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Náttúrustofu Vestfjarða.  Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði.  2011-05-0032.

Lagt fram afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Náttúrustofu Vestfjarða, dagsett þann 19. september sl. er varðar ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði, með niðurstöðum Skipulagsstofnunar um tillögur Náttúrustofu Vestfjarða f.h. Ísafjarðarbæjar, að matsáætlun um ofanflóðavarnir undir Gleiðarhjalla á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og sent umhverfisnefnd til kynningar.

10.       Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftilits Vestfjarða dagsett 19. september sl., ásamt 83. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 16. september sl.  Í fundargerðinni er m.a. fjallað um niðurstöður varðandi díoxin mengun í Skutulsfirði og víðar, sem og starfsleyfi við meðhöndlun, hreinsun og losun á skolpi frá þéttbýli.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera athugasemdir við það misræmi er gætir á milli Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar hvað varðar niðurstöður díoxinmælinga jarðvegssýna í Engidal, Skutulsfirði.

 

11.       Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.  2011-09-0083.

Lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dagsett 21. september sl., er varðar upplýsingar úr rafrænum skilum sveitarfélaga á ársreikningum þeirra fyrir árið 2010. 

Eftirlitsnefndin óskar eftir að bréfið ásamt meðfylgjandi yfirlitum, verði kynnt og gert aðgengilegt öllum kjörnum fulltrúum sveitarstjórna.

Lagt fram til kynningar.

           

12.       Bréf Varasjóðs húsnæðismála. - Ársfundur 2010.   2011-09-0082.

Lagt fram bréf frá Varasjóði húsnæðismála dagsett 21. september sl., þar sem fram kemur að þann 29. september næstkomandi verður haldinn ársfundur Varasjóðsins fyrir árið 2010. 

Fundurinn verður á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og hefst kl. 13:30.  Af þessu tilefni er bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar boðið að sækja fundinn ásamt þeim fulltrúum, sem áhuga hafa á að sækja fundinn.

Óskað er eftir að tilkynnt verði um þátttöku til Guðna Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Varasjóðs húsnæðismála.

Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, til að sækja ársfund Varasjóðs húsnæðismála.

 

13.       Minnisblað upplýsingafulltrúa. - Veturnætur 2011. 2011-09-0118.

Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrú Ísafjarðarbæjar, dagsett 23. september sl., er varðar hátíðina VETURNÆTUR 2011 í Ísafjarðarbæ.  Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs, um hvort halda eigi hátíðina og þá á hefðbundnum tíma, sem er um fyrsta vetrardag ár hvert.  Fyrsti vetrardagur í ár er         22. október n.k.

Bæjarráð hvetur til þess að hátíðin Veturnætur 2011, verði haldin og á þeim tíma, sem um getur í minnisblaði upplýsingafulltrúa.

 

14.       Fjárhagsáætlun 2012. - Staðan í dag og framhald. 2011-08-0013.

Bæjarstjóri Daníel Jakobsson gerði bæjarráði grein fyrir þeitti stöðu, sem vinna við fjárhagsáætlun ársins 2012, er nú í.

 

15.       Samgöngumál á Vestfjörðum. 2008-09-0013.

Bæjarráð frestar umræðu um málið til næsta bæjarráðsfundar.

 

16.       Vatnssölumál. - samningur við Lindarfoss, staða máls. 2007-08-0062.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerðu grein fyrir viðræðum við forsvarsmenn Lindarfoss ehf., um vatnssölusamning félagsins við Ísafjarðarbæ.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:00.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                         

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?