Bæjarráð - 717. fundur - 19. september 2011

-Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

 Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 14/9.  5. fundur.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Stjórn Byggðasafns Vestfjarða 13/7.  27. fundur.

Fundargerðin er í tíu liðum.

9. liður. Þessum lið fylgdi sjálfstætt bréf þar sem óskað er eftir greinargerð um framkvæmdir Sæfara í fjörunni fyrir neðan söfnin í Neðstakaupstað. 2010-09-0079.

Bæjarráð óskar eftir greinargerð frá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

 Umhverfisnefnd 14/9.  358. fundur.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað. - Sjóvarnarskýrsla Siglingastofnunar 2011.  2011-07-0053.

Lagt fram minnisblað, ásamt sjóvarnarskýrslu Siglingastofnunar, vegna umfjöllunar hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar undir 2. lið 154. fundargerðar, um sjóvarnarskýrslu Siglingastofnunar Íslands fyrir árið 2011.  Umfjöllun hafnarstjórnar var svohljóðandi:

Sjóvarnarskýrsla.  2011-07-0053                

Erindi frá Siglingastofnun þar sem óskað er eftir áliti er varðar áætlun um sjóvarnir. Í meðfylgjandi gögnum eru yfirlitsmyndir yfir væntanleg verkefni og þau verkefni, sem lokið hefur verið við.

Að sögn hafnarstjóra er um að ræða verkefni, sem verið hafa á áætlun undanfarin ár, en ekki um nein ný verkefni að ræða.

Sérstaklega var rætt um flóðavörn við Pollgötu á Ísafirði og vísar hafnarstjórn í fyrri ályktanir varðandi grjótvörn á Torfnesrifi í átt að Olíumúla á Ísafirði og leggur til að hafnar verði viðræður við Siglingastofnun og Vegagerðina um útfærslu framkvæmdanna.

Hafnarstjórn telur einnig brýnt að lagfærð verði sjóvörn samhliða dráttarbrautinni á Suðurtanga á Ísafirði, þar sem núverandi sjóvörn hefur rutt fram jarðvegi og hamlar starfsemi dráttarbrautarinnar.

Hafnarstjóri greindi frá því að hafin væri vinna við sjóvarnir á Flateyri.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

3.         Endurskoðun á skipulagi safna.-Minnisblað bæjarstjóra ofl.    2010-07-0067. Tekið fyrir í bæjarráði að nýju vegna frestunar á 300. fundi bæjarstjórnar.

Lagt fram að nýju minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 9. september sl., er varðar vinnu við endurskoðun á skipulagi safna í Ísafjarðarbæ.  Minnisblaðinu fylgja umsagnir stjórnar Byggðasafns Vestfjarða, Bolungarvíkur-kaupstaðar og Súðavíkurhrepps.

Bæjarráð óskar eftir að bæjarstjóri leggi fram tillögu til bæjarstjórnar um breytingu á skipulagi safna.        

 

4.         Bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. - Fyrirhuguð hækkun leigugjalds af jörðinni Álftamýri í Arnarfirði.  2011-09-0050.

Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti dagsett 9. september sl., þar sem gerð er grein fyrir fyrirhugaðri hækkun leigugjalds af jörðinni Álftamýri í Arnarfirði, Ísafjarðarbæ.  Árleg leiga er nú kr. 5.900.-, sem nemur 1% af fasteignamati jarðar, ræktunar og húsa, en ætlað er að leigan hækki í kr. 54.034.-, í samræmi við reglur um fjárhæð jarðarafgjalda fyrir ábúð, leigu og lóðarleigu á ríkisjörðum og landi á forræði ráðuneytisins frá 2011.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við ábúendur á Kirkjubóli í Kirkjubólsdal, Dýrafirði, er haft hafa beitarétt á jörðinni Álftamýri, um afstöðu þeirra til ákvörðunar ráðuneytisins.

 

5.         Bréf velferðarráðuneytis til sveitarfélaga. - Aðgerðaráætlanir sveitarfélaga um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum.  2011-09-0051.

Lagt fram bréf frá velferðarráðuneytinu dagsett 9. september sl., er varðar ábendingar ráðuneytisins til sveitarfélaga, um að þau geri aðgerðaáætlanir, um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar og fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar.

 

6.         Bréf umhverfisráðuneytis. - Umhverfisþing 14. október 2011.  2011-07-0012.

Lagt fram bréf umhverfisráðuneytis dagsett 9. september sl., þar sem ráðherra boðar til sjöunda Umhverfisþings þann 14. október n.k. á Hótel Selfossi.  Þingið er boðað með dagskrá er fylgir bréfinu.

Bæjarráð tók fyrir bréf sama efnis á fundi sínum þann 18. júlí sl. og leggur þar áherslu á að taka þátt í umræddu þingi og felur umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar, að senda a.m.k. 1-2 fulltrúa á þingið.

Bæjarráð óskar eftir að umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar sæki umhverfisþingið fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

           

7.         Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð stjórnar frá 789. fundi.

Lögð fram 789. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. er haldinn var þann 9. september sl., í Höllinni í Vestmannaeyjum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

8.         Samþykkt ríkisstjórnarinnar, um heimild til byggingar 30 rýma hjúkrunarheimilis á Ísafirði. 2008-06-0016.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar samþykkt ríkisstjórnar Íslands, um heimild til byggingar 30 rýma hjúkrunarheimilis á Ísafirði. Með samþykktinni sér fyrir endann á áralangri baráttu bæjaryfirvalda fyrir þessu mikla hagsmunamáli.

           

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 08:50.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                         

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?