Bæjarráð - 716. fundur - 13. september 2011

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Fræðslunefnd 7/9.  311. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Hafnarstjórn 6/9.  154. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað bæjarritara. - Ný lögreglusamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ. 2007-04-0048.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 8. september sl., þar sem gerð er grein fyrir í fylgigögnum, þeim breytingum er innanríkisráðuneytið hefur gert, á lögreglu- samþykkt er samþykkt var á 296. fundi bæjarstjórnar þann 19. maí 2011.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lögreglusamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ með þeim breytingum er gerðar hafa verið á texta hennar með tilvísun til ábendinga frá innanríkisráðuneyti.

 

3.         Minnisblað bæjarstjóra. - Endurskoðun á skipulagi safna.  2010-07-0067.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 9. september sl., er varðar vinnu við endurskoðun á skipulagi safna í Ísafjarðarbæ.  Minnisblaðinu fylgja umsagnir stjórnar Byggðasafns Vestfjarða, Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkur-hrepps.  Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 27. júní sl.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að stofnað verði fagráð safna í Ísafjarðarbæ.      

 

4.         Bréf björgunarsveita á norðanverðum Vestfjörðum. - Landsæfing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.  2011-09-0035.

Lagt fram bréf frá björgunarsveitum á norðanverðum Vestfjörðum móttekið        8. september sl., þar sem óskað er eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar í formi aðstöðu, við að halda landsæfingu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hér á norðanverðum Vestfjörðum dagna 8.-10. október 2011.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa björgunarsveitanna.    

 

5.         Bréf Fiskistofu. - Umsögn um umsókn Fjarðarlax ehf., um rekstrarleyfi til fiskeldis í Arnarfirði.  2011-06-0045.

Lagt fram bréf Fiskistofu dagsett 7. september sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Fjarðarlax ehf., um rekstrarleyfi til fiskeldis, á 1.500 tonnum af laxi til manneldis á ári.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar. 

     

6.         Bréf innanríkisráðuneytis. - Uppgjör framlaga vegna lækkaðra fasteignatekna 2011.  2010-12-0038.

Lagt fram bréf innanríkisráðuneytis dagsett 1. september sl., þar sem gerð er grein fyrir uppgjöri framlaga vegna lækkaðra fasteignaskattstekan hjá Ísafjarðarbæ á árinu 2011.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

           

7.         Menntaskólinn á Ísafirði. - 125. fundargerð skólanefndar.

Lögð fram 125. fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, frá fundi er haldinn var þann 29. ágúst sl., á skrifstofu skólameistara MÍ.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

           

8.         Trúnaðarmál.

Lagt fram trúnaðarmál, sem fært var til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

           

9.         Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Framlög til eflingar tónlistarnáms. 2011-09-0036.

Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga dagsett 5. ágúst sl., en skráð móttekið hjá Ísafjarðarbæ 9. september sl.  Bréfið fjallar um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.  Bréfinu fylgir fjöldi gagna er málið varðar.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs og fræðslunefndar.  Jafnframt er erindinu vísað til Tónlistarskóla Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar til kynningar.

 

10.       Setning siðareglna hjá Ísafjarðarbæ. - Áður í bæjarráði 27. júní 2011. 2011-07-0026.

Lagt fram að nýju í bæjarráði minnisblað Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur og Eiríks Finns Greipssonar, fulltrúa í bæjarráði, er varðar setningu siðareglna kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn og nefndir sveitarfélagsins.  Jafnframt eru lögð fram drög að siðareglum.     

Bæjarráð vísar drögum að siðareglum til umræðu í bæjarstjórn.

 

11.       Fyrirspurn Áslaugar S. Alfreðsdóttur. - Gisting í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. 2011-09-0042.

Lagt fram tölvubréf frá Áslaugu S. Alfreðsdóttur, Ísafirði, dagsett 9. september sl., er varðar fyrirspurn um veittar heimildir Ísafjarðarbæjar til afnota af Grunnskólanum á Ísafirði t.d. til gistingar fyrir hópa ofl.  Svör Ísafjarðarbæjar hafa verið sett inn við hverja og eina fyrirspurn.

Bæjarráð samþykkir að framlögð drög að svörum verði send fyrirspyrjanda.

 

12.       Minnisblað forstöðumanns Safnahúss Eyrartúni. - Opnunartími safna.

Lagt fram minnisblað Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns Safnahúss Eyrartúni dagsett 6. september sl., þar sem fram kemur að breyttur opnunartími safna í sumar hefur gefist vel og óskað er eftir heimild til að hafa þann tíma áfram í vetur.

Bæjarráð samþykkir beiðni forstöðumanns um opnunartíma Safnahúss Eyrartúni.

 

13.       Styrkir til menningarmála. - Síðari úthlutun 2011. 2011-03-0146.

Lagðar fram upplýsingar um innkomnar óafgreiddar umsóknir um menningarstyrki á þessu ári.

Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir umsóknum og að frestur til að sækja um verði til og með 30. september n.k.

 

14.       Fjárhagsáætlun ársins 2012. - Þriggja ára áætlun. 2011-08-0013.

Undir þessum lið dagskrár er mættur til fundar við bæjarráð Jón H. Oddsson, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar.

Bæjarstjóri upplýsti að hann hafi átt óformlegan fund með starfsmanni Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Með tilvísun til viðræðna bæjarstjóra við starfsmann Eftirlitsnefndar, samþykkir bæjarráð að ganga til samninga við HLH ehf., um úttekt á rekstri Ísafjarðarbæjar.

           

15.       Bréf Byggingarfulltrúa. - Umsókn um rekstrarleyfi.  2011-09-0024.

Lagt fram bréf Önnu Guðrúnar Gylfadóttur, byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett þann 9. september sl. er varðar umsókn um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, að Hjallavegi 20, Flateyri. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis á þessum stað.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis í flokki II, að Hjallavegi 20, Flateyri.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 09:47.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                         

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?