Bæjarráð - 715. fundur - 6. september 2011

Þetta var gert:

1.         Fundargerð nefndar.

            Félagsmálanefnd 30/8.  359. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað bæjarstjóra. - Nýting fasteignanna Sindragötu 4 og Fífutungu 6, Ísafirði.  2011-05-0037.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 1. september sl., er varðar nýtingu Ísafjarðarbæjar á fasteignunum Sindragötu 4 og Fífutungu 6, Ísafirði, en þessar eignir eru í eigu Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og eru boðnar Ísafjarðarbæ til kaups.

Niðurstaða Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra og Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs, er að tilkynnt verði að fasteignin Sindragata 4, Ísafirði, verði nýtt, en óskað verði eftir fresti til ákvarðanatöku um húseignina Fífutungu 6, Ísafirði, þar sem ekki hefur verið fundin framtíðarlausn varðandi húsnæðismál skammtímavistunar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

 

3.         Minnisblað bæjarstjóra. - Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði. 2010-11-0013.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 1. september sl., er varðar beiðni stjórnenda Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði, um aukið fjárframlag frá Ísafjarðarbæ, til rekstrar skólans.  Óskað er eftir aukningu á þessu ári um kr. 1.000.000.-.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veitt verði aukaframlag til Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar á þessu ári, að upphæð kr. 1.000.000.- og fjármögnun vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins.

 

4.         Bréf umhverfisráðuneytis. - Fundur um viðhald ofanflóðamannvirkja. 2011-08-0060.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 30. ágúst sl., er varðar boðun fundar stjórnar Ofanflóðasjóðs þann 12. október n.k. með bæjarstjórum þeirra sveitarfélaga þar sem byggð hafa verið varnarvirki gegn snjóflóðum og skriðuföllum.  Á fundinum verður rætt um viðhald mannvirkja.  Reiknað er með tveimur fulltrúum frá hverju sveitarfélagi á fundinn.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði. Bréfið sent sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs til kynningar.

 

5.         Samb. ísl. sveitarf. - Leikskólar - gjaldskrár - reglur.  2011-08-0052.

Lögð fram skýrsla frá Samb. ísl. sveitarf. undir heitinu ,,Leikskólar-gjaldskrár-reglur“.  Í inngangi skýrslunnar kemur fram, að samkvæmt 4. gr. leikskólalaga nr. 90/2008 bera sveitarfélög ábyrgð á starfsemi leikskóla.  Þau skulu hafa forystu um að tryggja börnum á leikskólaaldri dvöl í leikskóla og þau bera ábyrgð á heildarskipan leikskólahalds í sveitarfélögum, svo eitthvað sé nefnt.

Bæjarráð vísar skýrslunni til fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar.           

             

6.         Minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - Yfirvinna skólaliða við Grunnskólann á Ísafirði.  2011-05-0008.

Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstunda- sviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 29. ágúst sl., er varðar fasta yfirvinnu skólaliða við Grunnskólann á Ísafirði, í tengslum við afleysingar í forföllum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið frekar með sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. Bæjarráð óskar eftir að farið verði með gögn sem trúnaðarmál.         

           

7.         Bréf Votta Jehóva, Ísafirði. - Húsnæði í ,,Gamla kaupfélaginu“, Austurvegi     2,  Ísafirði.   2011-07-0055.

Lagt fram bréf Ísafjarðarsafnaðar Votta Jehóva dagsett 29. ágúst sl., er varðar fyrirspurn um húsnæði til leigu í ,,Gamla kaupfélaginu“ Austurvegi 2, Ísafirði.  Spurst er fyrir um leigu á 40-50 fermetrum í húsinu.

Bæjarráð þakkar bréfið, en telur ekki fært að verða við erindinu.

 

8.         Bréf lögreglunnar á Vestfjörðum. - Stefnt að fækkun slysa í umferðinni. 2010-01-0039.

Lagt fram bréf undirritað af Önundi Jónssyni, yfirlögregluþjóni á Vestfjörðum, dagsett 23. ágúst sl., er varðar umferðarmerkingar í Ísafjarðarbæ og viðhald og endurnýjun þeirra merkja sem til staðar hafa verið.  Í bréfinu kemur fram að umferðar- merkingum í bæjarfélaginu sé því miður ábótavant.  Lögreglan er reiðubúin að aðstoða við að lagfæra merkingar og endurskoða þær í bæjarfélaginu.

Bréfinu vísað til umhverfis- og eignasviðs og umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

9.         Bréf sýslumannsins á Ísafirði. - Beiðni um umsögn um rekstur gististaðar í flokki II. 2011-09-0024.

Lagt fram tölvubréf, ásamt afriti af umsókn, frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 2. september sl., þar sem óskað er umsagnar, um umsókn Arnars Þ. Stefánssonar, Engjavegi 27, Ísafirði, fh. Neils Holdsworth, um leyfi til að reka gististað í flokki II, að Hjallavegi 20, Flateyri.

Bæjarráð óskar umsagnar byggingafulltrúa um erindið og verði umsögn lögð fyrir næsta fund bæjarráðs.


10.       Átaksverkefni ríkisstjórnarinnar. - Yfirlit vinnumarkaðsúrræða. 2011-06-0004.

Lagt fram í bæjarráði yfirlit yfir vinnumarkaðsúrræði á vegum Ísafjarðarbæjar og Vinnumálastofnunar, skilagrein fyrir mánuðina maí - júlí og áætlun fyrir mánuðina ágúst - desember 2011.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

11.       Atvinnumál á Flateyri. 2011-07-0075.

Umræður í bæjarráði um ástand og horfur í atvinnumálum á Flateyri. Bæjarráð vinnur nú að öflun upplýsinga, um landaðan afla, vinnslu og nýtingu úthlutaðs byggðakvóta fiskveiðiárið 2010/2011.

Lagt fram afrit af tölvubréfi Sigurðar Péturssonar hjá Novo Food til Eiríks Finns Greipssonar, fomanns bæjarráðs.

Lögð var fram svohljóðandi bókun í bæjarráði.

,,Öflug landvinnsla á Flateyri er mjög mikið hagsmunamál fyrir íbúa þar, ekki síður en fyrir bæjarfélagið í heild sinni. Byggðakvóti er grundvallaður á þeirri hugsun að hann sé til þess ætlaður að efla vinnslu í landi, enda í yfirgnæfandi tilfella settar reglur um það í byggðarlögum, að skylt sé að landa „tonni á móti tonni“ þ.e. að úthlutað aflamagn byggðakvóta til útgerða sé tvöfaldað við löndun til vinnslunnar.

Reglur um úthlutun byggðakvóta, verða að vera almennar til að þær hygli ekki einum aðila á kostnað annars.

Bæjarráð lýsir einlægum vilja sínum til að starfa með þeim aðilum, sem vilja koma að uppbyggingu atvinnulífs á Flateyri.“

 

12.       Undirbúningur erinda fyrir fjárlaganefnd Alþingis.

Umræður í bæjarráði.

 

13.       Umræður um fjárhag sveitarfélagsins, fjárhagsáætlun ofl. 2011-08-0013.

Umræður í bæjarráði um þá vinnu sem þegar er hafin við fjárhagsáætlun ársins 2012 og sjö mánaða uppgjör ársins 2011, sem og aðkomu ráðgjafa að þeirri vinnu.

 

14.       Fundardagar bæjarstjórnar og bæjarráðs.

Umræður í bæjarráði.

 

15.       Bréf Þjóðskjalasafns Íslands. - Skráningarverkefni Þjóðskjalasafns. 2011-09-0008.

Lagt fram bréf frá Þjóðskjalasafni Íslands dagsett 26. ágúst sl., þar sem greint er frá skráningarverkefnum Þjóðskjalasafns Íslands úti á landi, en verkefnin voru hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna minnkunar þorskkvótans.

Það er mat starfsmanna Þjóðskjalasafns að verkefnin hafi verið farsæl og að tekist hafi að ná þeim markmiðum, sem að var stefnt í öllum meginatriðum.

Öllum sem þátt tóku í verkefnunum eða studdu þau með einum eða öðrum hætti er þökkuð hlutdeildin.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 09:30.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                         

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?