Bæjarráð - 714. fundur - 30. ágúst 2011

1.         Minnisblað bæjarstjóra. - Kjör fulltrúa Ísafjarðarbæjar á 56. Fjórðungsþing Vestfirðinga.  2011-07-0056.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 26. ágúst sl., þar sem gerð er tillaga um kjör og umboð bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar á 56. Fjórðungsþing Vestfirðinga, er haldið verður í Bolungarvík dagana 2. og 3. september n.k.

Lagt er til í minnisblaðinu, að allir níu bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar eða varamenn þeirra, verði fulltrúar sveitarfélagsins á þinginu og hver og einn fari með 1/9 hluta atkvæða Ísafjarðarbæjar.

Tillaga bæjarstjóra samþykkt og bæjarritara falið að ganga frá tilkynningu til Fjórðungssambands Vestfirðinga.

 

2.         Minnisblað Jónu Símoníu Bjarnadóttur. - Ritröð um kirkjur á Íslandi. 2011-08-0058

Lagt fram minnisblað Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns á Gamla sjúkra- húsinu á Ísafirði dagsett 23. ágúst sl., er varðar útgáfu ritraðar um kirkjur á Íslandi og samvinnu um ritröðun hvað varðar kirkjur á Vestfjörðum.  Óskað er eftir heimild frá bæjarráði til að fara í samstarf við ritstjórn ritraðarinnar Kirkjur á Íslandi.

Bæjarráð samþykkir beiðni Jónu Símoníu Bjarnadóttur um samstarf við ritröðun um kirkjur á Vestfjörðum.

 

3.         Bréf iðnaðarráðuneytis. - Tillaga til þingsályktunar, áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.   2011-08-0024.

Lagt fram bréf iðnaðarráðuneytis dagsett 19. ágúst sl., er varðar tillögu til þingsályktunar, um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, samráðs- og kynningarferli.  Allir sem hagsmuna eiga að gæta og aðrir, sem áhuga hafa, eru hvattir til að kynna sér þingsályktunartillöguna og umhverfisskýrsluna og senda athugasemdir og ábendingar.  Skilafrestur umsagna og athugasemda er til og með 11. nóvember n.k.

Bæjarráð tekur fram að þingsályktunartillagan er nú þegar í vinnslu hjá umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar.

 

4.         Bréf Skipulagsstofnunar. - Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði. 2011-05-0032.

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 18. ágúst sl., er varðar ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði.  Meðfylgjandi bréfinu er tillaga       Náttúrustofu Vestfjarða dagsett 16. ágúst sl., að matsáætlun ofangreindra framkvæmda, samkvæmt 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br.  Óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um tillögu Náttúrustofu.  Umsögn óskast fyrir 6. september n.k.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögur Náttúrustofu Vestfjarða, um matsáætlun ofanflóðavarna neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði.

                

5.         Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2012. - Forsendur, vinnulag og frumdrög. 2011-08-0013.

Til fundar við bæjarráð er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, og gerði hann grein fyrir drögum að sex mánaða uppgjöri 2011. Jafnframt var rædd sú vinna sem framundan er við gerð fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2012.

             

6.         Fundargerðir nefnda.           

Fræðslunefnd 23/8.  310. fundur.

Fundargerðin er í sautján liðum.

16. liður. Tillaga fræðslunefndar um að halda áfram tímabundnu 0,375 stöðugildi   á leikskólanum Tjarnarbæ á Suðureyri samþykkt samhljóða í bæjarráði.

Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 

Umhverfisnefnd 30/8.  357. fundur.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

7.         Minnisblað bæjarstjóra. - Flutningur verkefna milli sviða. 2011-08-0059.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 29. ágúst sl., þar sem hann gerir grein fyrir tillögu um flutning verkefna milli sviða hjá Ísafjarðarbæ.  Um er að ræða flutning verkefna frá umhverfis- og eignasviði á skóla- og tómstundasvið.

Lagt er til í minnisblaði bæjarstjóra, að yfirstjórn með starfsemi sundlauga og íþróttahúsa í Ísafjarðarbæ verði flutt frá umhverfis- og eignasviði á skóla- og tómstundasvið.  Starfsemi skíðasvæðis verði hins vegar áfram á umhverfis- og eignarsviði svo og allt viðhald eigna eins og verið hefur.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja flutning ofangreindra verkefna frá umhverfis- og eignasviði yfir á skóla- og tómstundasvið. 

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 15:05.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                         

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?