Bæjarráð - 712. fundur - 15. ágúst 2011

Þetta var gert:

 1. Bréf frá Landsbankanum hf. – Lagt fram bréf frá Landsbankanum um stöðu atvinnumála á Flateyri.

Bæjarráð þakkar svarið og ítrekar ósk um greinargerðir frá bústjóra og Byggðastofnun. Formaður bæjarráðs hefur verið í sambandi við alla málsaðila og kynnti stöðu mála fyrir bæjarráði

 1. Bréf frá Íbúasamtökunum Átak – Lögð fram umsögn frá Íbúasamtökunum Átak um val á skjaldamerki Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð þakkar umsögnina. Því miður hafa önnur íbúasamtök ekki lokið breytingum á samþykktum sínum í samræmi við bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar og því ekki fengið málið til umsagnar. Bæjarráð óskar eftir því að umræddum íbúasamtökum verði sent samskonar bréf með hvatningu um að gera breytingar á samþykktum svo að mál sem þetta geti fengið umsögn þeirra.

 1. Ferli fjárhagsáætlunar – Lagt fram yfirlit frá fjármálastjóra um vinnulag við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 og 3ja ára áætlun 2012-2015.

Bæjarráð samþykkir áætlunina.

 1. 4. Frárennsli frá Kampa. Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra um frárennsli frá Kampa.

Bæjarráð þakkar fyrir minnisblaðið og vonar að með þessu verði vandamálið úr sögunni.

 1. Reiðvöllur í Hnífsdal – Lagt fram bréf bæjarlögmanns til Vegagerðarinnar vegna reiðvallar í Hnífsdal.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 1. 6. Fundargerðir
 1.  
  1. Atvinnumálanefnd 9. ágúst.

Lögð fram til kynningar

 

Eiríkur Finnur Greipsson formaður bæjarráðs lagði fram eftirfarandi bókun við lið 1.

 

„Það er eðlilegt er að fram komi frumvarp frá Hreyfingunni í þeirri upplausn sem nú ríkir við endurskoðun á stjórnkerfi fiskveiða. Það sem skiptir mál í þessu sambandi er að ná þarf sátt meðal þjóðarinnar, sátt sem hlýtur m.a. að taka til hagsmuna sjávarbyggða um allt land, enda eru það þjóðhagslegir hagsmunir. Umrætt frumvarp leysir ekki öll vandamál sem tengjast stjórn fiskveiða, en þar koma fram jákvæð atriði sem taka þarf tillit til við endurskoðun laganna.

 

Á síðasta þingi lagði núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fram frumvarp um stjórn fiskveiða, sem hefur verið metið af ýmsum og hjá flestum fengið algera falleinkunn, enda ekki einu sinni með fylgi allra þingmanna sem styðja ríkisstjórnina. Engar líkur eru á að það frumvarp geti orðið grundvöllur sáttar með þjóðinni.

 

Í umræðunni um endurskoðun á stjórnkerfi fiskveiða á liðnum misserum hefur berlega komið í ljós að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur nær ekki saman um breytingar á málaflokknum og litlar líkur virðast á að svo verði á næstunni.

 

Fyrst og fremst er brýnt að binda enda á þá óvissu sem sveitarfélög, fyrirtæki og starfsfólk í sjávarútvegi hefur búið við. Ná þarf sátt um stjórn fiskveiða sem verður að byggja á víðtækri samvinnu og sameiginlegri niðurstöðu en hún næst ekki í skjóli styrks einstakra hagsmunaaðila eða pólitískra afla. Grundvallar ábyrgð ríkisstjórnarinnar felst í því að ná slíkri sátt.“

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fresti við skil á umsögn fram yfir fyrsta fund bæjarstjórnar, 1 september n.k., þar sem málið verður til umræðu.

 

  1. Umhverfisnefnd 10. ágúst

Lögð fram til kynningar.

 

Vegna liðar 7 um gerð nýrrar byggingarreglugerðar benti Albertína Friðbjörg Elíasdóttir á að nefndin hefði lagt mikla vinnu í að skoða drög að nýrri byggingarreglugerð. Hér er um að ræða plagg sem sveitarfélög þurfa að vinna eftir til langs tíma og því er mikilvægt að sveitarfélög fái nægjanlegan tíma til að skoða drögin og ræða.  Sökum sumarleyfa hefur sú umræða ekki farið fram.

 

Bæjaráð samþykkir að óska eftir fresti til að veita umsögn til 6. september.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:00

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, ritaði fundargerð.

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs

Albertína F. Elíasdóttir

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?