Bæjarráð - 711. fundur - 8. ágúst 2011

Þetta var gert:

1.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Skólaakstur í Skutulsfirði.

            2011-03-0098.

            Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 3. ágúst sl., er varðar niðurstöður vegna útboðs á skólaakstri í Skutulsfirði.  Alls bárust fjögur tilboð frá neðangreindum aðilum.

                        Keran St. Ólason,                              kr. 1.230.- pr. km.

                        Stjörnubílar ehf.,                                kr. 1.310.- pr. km.

                        Sóphus Magnússon,                           kr. 1.725.- pr. km.

                        F&S Hópferðabílar ehf.,                    kr. 1.750.- pr. km.

            Lagt er til í bréfi Jóhanns Birkis, að gengið verði til samninga við Keran St. Ólason á grundvelli tilboðs hans.  Gert er ráð fyrir að verksamningur verði um kr. 6,6 milljónir fyrir eitt ár.

            Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Keran St. Ólason, um skólaakstur í Skutulsfirði á grundvelli tilboðs hans.

 

2.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Skólaakstur í Önundarfirði.

            2011-06-0048.

            Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 3. ágúst sl., er varðar niðurstöður vegna útboðs á skólaakstri í Önundarfirði.  Alls bárust fjögur tilboð frá neðangreindum aðilum.

                        Sólveig Bessa Magnúsdóttir,             kr. 164.- pr. km.

                        Björgvin Sveinsson,                           kr. 189.- pr. km.

                        Stjörnubílar ehf.,                                kr. 300.- pr. km.

                        Keran St. Ólason,                              kr. 340.- pr. km.

            Sólveig Bessa Magnúsdóttir hefur dregið tilboð sitt til baka.

            Lagt er til í bréfi Jóhanns Birkis, að gengið verði til samninga við Björgvin Sveinsson á grundvelli tilboðs hans.  Gert er ráð fyrir að verksamningur verði um kr. 2,8 milljónir fyrir hvert ár.

            Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Björgvin Sveinsson, um skólaakstur í Önundarfirði á grundvelli tilboðs hans.

 

3.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Skólaakstur í Dýrafirði.

            2011-03-0138.

            Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 3. ágúst sl., er varðar niðurstöður vegna útboðs á skólaakstri í Dýrafirði.  Alls bárust fjögur tilboð frá neðangreindum aðilum.

                        Hópferðamiðstöð Vestfjarða ehf.,     kr. 259.- pr. km.

                        F&S Hópferðabílar ehf.,                    kr. 262.- pr. km.

                        Keran St. Ólason,                               kr. 300.- pr. km.

                        Stjörnubílar ehf.,                                kr. 340.- pr. km.

            Lagt er til í bréfi Jóhanns Birkis, að gengið verði til samninga við Hópferðamiðstöð Vestfjarða ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.  Gert er ráð fyrir að verksamningur verði um kr. 6,5 milljónir fyrir eitt ár.

            Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Hópferðamiðstöð Vestfjarða ehf.,  um skólaakstur í Dýrafirði á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.

 

4.         Bréf Umhverfisstofnunar. - Lokun urðunarstaðar við Klofning.

            Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 30. júní sl., er varðar lokunaráætlun Funa sorpbrennslu fyrir urðunarstaðinn við Klofning í Önundarfirði.  Meðal annars efnis í bréfinu er samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 17. mars sl., þar sem samþykkt er að veita ábyrgðaryfirlýsingu í samræmi við gr. 4.8 í starfsleyfi urðunarstaðarins við Klofning.  Að mati Umhverfisstofnunar er ekki fullnægjandi að vísa til ákvæðis starfsleyfis, heldur verði að koma skýrt fram að ábyrgðaryfirlýsingin jafngildi starfsleyfistryggingu sem krafist er í 41. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, sbr. lög nr. 58/2011 o.sv.frv.  Umhverfisstofnun fer því fram á að bæjarráð Ísafjarðarbæjar bóki á ný um trygginguna með skýrara orðalagi, í samræmi við það sem hér að ofan greinir.

            Með tilvísun til ofangreinds bréfs Umhverfisstofnunar frá 30. júní sl., samþykkir bæjarráð Ísafjarðarbæjar eftirfarandi.

            ,,Bæjarráð Ísafjarðarbæjar, sem starfar nú í umboði bæjarstjórnar, samþykkir að veita ábyrgðaryfirlýsingu í samræmi við grein 4.8 í starfsleyfi um urðun úrgangs á vegum Funa  Sorpbrennslu við Klofning á Flateyri, dags. 19. febrúar 2007. 

            Ábyrgðaryfirlýsing jafngildir starfsleyfistryggingu, sem krafist er í 41. gr. laga  nr. 58/2011 um meðhöndlun úrgangs, með vísan til d-liðar 5.mgr. 17. gr. reglugerðar um urðun úrgangs.“

 

5.         Bréf innanríkisráðuneytis, nýting fasteigna fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs.

            Minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs og stjórnsýslusviðs.  2011-05-0037.

            Lagt fram bréf innanríkisráðuneytis/Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 10. maí sl., er varðar nýtingu á fasteignum fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

            Jafnfram er lagt fram minnisblað frá sviðsstjórum fjölskyldusviðs og stjórnsýslusviðs, er varðar þær eignir, sem staðsettar eru í Ísafjarðarbæ og voru í notkun hjá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vestfjörðum.

            Fjölskyldusvið Ísafjarðarbæjar mælir með áframhaldandi notkun á húseigninni Sindragötu 4, Ísafirði, en telur ekki þörf fyrir húseignina Fífutungu 6, Ísafirði, vegna staðsetningar eignarinnar.  

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

 

6.         Bréf Ásthildar Cesil Þórðardóttur. - Umsókn um að taka land í fóstur.

            2011-07-0083.

            Lagt fram bréf frá Ásthildi Cesil Þórðardóttur, Ísafirði, dagsett 25. júlí sl., þar sem hún óskar eftir að taka óræktarsvæðið milli Bílaverkstæðis BK við Seljalandsveg og Vinaminnis í fóstur og nýta undir trjárækt og losna við kerfilinn á svæðinu.

 

Bæjarráð fagnar erindinu og felur umhverfis- og eignasviði að hafa samband við bréfritara um útfærslu verkefnisins.

 

7.         Bréf Ásgeirs Överby. - Lóðaframkvæmdir við Strandgötu 3, Hnífsdal.

            2011-07-0035.

            Lagt fram bréf frá Ásgeiri Överby, Strandgötu 3b, Hnífsdal, dagsett 26. júlí sl., þar sem hann kemur á framfæri kvörtun vegna lóðaframkvæmda við húsið Strandgötu 3, Hnífsdal og aðkomu að húsi sínu Strandgötu 3b, Hnífsdal.

            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

 

8.         Bréf Neytendasamtakanna. - Hlutverk byggingarfulltrúa samkvæmt

            húsaleigulögum.  2011-08-0003.

            Lagt fram bréf frá Neytendasamtökunum dagsett 28. júlí sl., er varðar hlutverk byggingarfulltrúa sveitarfélaga samkvæmt húsaleigulögum.

            Bæjarráð felur byggingarfulltrúa og umhverfisnefnd að svara erindinu.

 

9.         Bréf Umhverfisstofnunar. - Breytt lög um meðhöndlun úrgangs.

            2011-07-0084.

            Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dagsett 27. júlí sl., ásamt afriti af bréfi til Heilbrigðisnefndar Vestfjarða, Bolungarvík, er varðar tilfærslu eftirlits um meðhöndlun úrgangs og starfsleyfi.

 

10.       Greinargerð umhverfisfulltrúa. - Hvalreki í Fljótavík.

            Lögð fram greinargerð Ralf Trylla, umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 27. júlí sl., er varðar hvalreka í Fljótavík á Hornströndum og viðbrögð hlutaðeigandi aðila í svona málum.

            Vísað til umhverfisnefndar til kynningar.

 

11.       Bréf Menningarráðs Vestfjarða. - Boðun aðalfundar.

            Lagt fram bréf frá Menningarráði Vestfjarða dagsett 2. ágúst sl., þar sem boðað er til aðalfundar Menningarráðsins föstudaginn 2. september n.k., í tengslum við Fjórðungsþing Vestfirðinga.  Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu í Bolungarvík og hefst kl. 17:15, eða eftir að störfum Fjórðungsþings er lokið á föstudeginum.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd bæjarins.

 

12.       Bréf Urtusteins ehf. - Viðhald fasteigna félagsins á Ísafirði.  2011-08-0004.

            Lagt fram bréf frá Urtusteini ehf., fasteignafélagi, dagsett 29. júlí sl., þar sem fram kemur að félagið hafi samið við TH ehf., Sindragötu 11, Ísafirði, um allt viðhald fasteigna félagsins á Ísafirði.

            Lagt fram til kynningar.

 

12.       Málefni þrotabús Eyrarodda á Flateyri.

            Arna Lára Jónsdóttir spurði formann bæjarráðs eftir því hvort að viðbrögð hefðu borist við ósk bæjarráðs um greinargerð um málefni þrotabús Eyrarodda frá skiptastjóra og kröfuhöfum. Formaður upplýsti að engin formleg svör hafa borist en hann og bæjarstjóri hafa verið í sambandi við umrædda aðila.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 8:54

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, ritaði fundargerð.

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs

Albertína F. Elíasdóttir

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?