Bæjarráð - 710. fundur - 25. júlí 2011

Í upphafi fundar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar minntist Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs, hinna hörmulegu atfurða er urðu í Oslo og Útey í Noregi föstudaginn 22. júlí sl.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar sendir hugheilar samúðarkveðjur til norsku þjóðarinnar vegna þessa.

Bæjarráð óskar eftir að bókunin verði send sendiherra Noregs á Íslandi, sem og til Tönsberg vinabæjar Ísafjarðarbæjar í Noregi.  

 

Dagskrá:

1.         Bréf Minjasjóðs Önundarfjarðar. - Skýrsla og ársreikningur 2010. 2011-07-0057.

Lagt fram bréf frá Minjasjóði Önundarfjarðar dagsett þann 15. júlí sl., ásamt ársskýrslu sjóðsins og endurskoðuðum ársreikningi fyrir árið 2010.

Bæjarráð þakkar ársskýrslu Minjasjóðs Önundarfjarðar.

 

2.         Bréf Landverndar.-Vistvernd í verki. - Beiðni um styrk.  2011-07-0052.

Lagt fram bréf Landverndar dagsett 11. júlí sl., um leiðbeinendanámskeiðið ,,Vistvernd í verki“, sem haldið verður í Reykjavík dagana 18.-20. ágúst n.k.  Leitað er eftir fjárstuðningi sveitarfélaga við þátttakendur fyrir námskeiðskostnaði sem er  kr. 25.000.- fyrir hvern og einn.

Bæjarráð vísar erindi Landverndar til umsagnar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

3.         Bréf Minjasjóðs Önundarfjarðar. - Gamla pakkhúsið á Flateyrarodda. 2011-07-0067.

Lagt fram bréf frá Minjasjóði Önundarfjarðar dagsett 19. júlí sl., er varðar flutning og fyrirhugaða staðsetningu á gamla pakkhúsinu á Flateyrarodda ,,Svarta pakkhúsið“ og framtíðarnotkun þess. Í bréfi Minjasjóðs kemur fram sú hugmynd að í húsinu verði eins konar ,,harðfisksetur“.

Bæjarráð samþykkir að afhenda Minjasjóði Önundarfjarðar gamla pakkhúsið á Flateyrarodda til varðveislu, viðhalds og notkunar með tilvísun til erindisins.

 

4.         Bréf Starfsendurhæfingar Vestfjarða. - Austurvegur 2, Ísafirði.  2011-07-0055.

Lagt fram bréf frá Starfsendurhæfingu Vestfjarða dagsett 13. júlí sl., er varðar hugsanlega leigu Starfsendurhæfingar Vestfjarða, Vesturafls og Rauða krossins á 2. og 3. hæð húsnæðis Ísafjarðarbæjar að Austurvegi 2, Ísafirði, gamla kaupfélagshúsið.  Í bréfinu er óskað eftir viðræðum við bæjarráð um erindið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar að málinu með tilvísun til bréfs Starfsendurhæfingar Vestfjarða.

 

5.         Bréf sýslumannsins á Ísafirði. - Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis. 2011-07-0068.

Lagt fram tölvubréf sýslumannsins á Ísafirði dagsett 6. júlí sl., þar sem óskað er  umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Ernu S. Guðmundsdóttur kt. 270753-5749, um rekstrarleyfi gististaðar í flokki II, að Engjavegi 33, Ísafirði.

Bæjarráð óskar umsagnar byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar.

 

6.         Bréf byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar. - Umsögn um rekstrarleyfi. 2011-06-0084.

Lagt fram bréf Önnu Guðrúnar Gylfadóttur, byggingarfulltrúa, dagsett 18. júlí sl., umsögn um rekstrarleyfi gististaðar í flokki II, að Hjallavegi 9, Flateyri.  Ekki er gerð athugasemd við veitingu leyfisins.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna, að fenginni jákvæðri umsögn eldvarnareftirlitsmanns Ísafjarðarbæjar.

 

7.         Bréf byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar. - Umsögn um rekstrarleyfi. 2011-06-0037.

Lagt fram bréf Önnu Guðrúnar Gylfadóttur, byggingarfulltrúa, dagsett 18. júlí sl., umsögn um endurnýjun rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Krúsina, Norðurvegi 1, Ísafirði.  Ekki er gerð athugasemd við veitingu leyfisins.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna, að fenginni jákvæðri umsögn eldvarnareftirlitsmanns Ísafjarðarbæjar.

           

8.         Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Boðun 56. Fjórðungsþings. 2011-07-0056.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 13. júlí sl., þar sem boðað er til 56. Fjórðungsþings Fjórðungssambandsins, sem haldið verður dagana 2. og 3. september n.k.  í Bolungarvík.  Fundurinn er boðaður með drögum að dagskrá.

Lagt fram til kynningar nú í bæjarráði.

 

9.         Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Fundargerð stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá fundi er haldinn var þann 28. júní sl., á skrifstofu félagsins að Árnagötu 2-4, Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

 

10.       Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Heildaryfirlit janúar-júní 2011. 2010-12-0038.

Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 19. júlí sl., ásamt heildaryfirliti yfir framlög úr Jöfnunarsjóði mánuðina janúar-júní 2011.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 


11.       Afrit af bréfi til Fiskistofu. - Rekstrarleyfi til fiskeldis í Dýrafirði. 2009-04-0020.

Lagt fram afrit af bréfi til Fiskistofu dagsettu 21. júlí sl., þar sem Ísafjarðarbær veitir umsögn sína hvað varðar umsókn Dýrfisks ehf., um rekstrarleyfi til sjókvíaeldis á laxi og regnbogasilungi í Dýrafirði.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

12.       Atvinnuástand á Flateyri. 2011-07-0075

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar harmar þá stöðu sem atvinnumál á Flateyri eru í og óskar eftir að fá skriflega greinargerð frá Byggðastofnun, Landsbanka og bústjóra þrotabús Eyrarodda ehf., um þróun og stöðu mála.  Óskað er eftir að greinargerðirnar liggi fyrir sem fyrst.

Bæjarráð telur að það sé til skammar hvernig úrvinnsla málefna þrotabús Eyrarodda ehf. á Flateyri hefur þróast, þar sem hagsmunir heils byggðalags er í húfi.  

           

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:05.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.

Kristján Andri Guðjónsson.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?