Bæjarráð - 709. fundur - 18. júlí 2011

Þetta var gert:           

1.                  Austurvegur 2, Ísafirði – Söluferli. [2011-07-0038]

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarráði grein fyrir stöðu á söluferli á eignarhluta Ísafjarðarbæjar í húseigninni að Austurvegi 2, Ísafirði.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

 

2.                  Bréf frá Umhverfisstofnun – Díoxínmælingar í grennd sorpbrennslna. [2011-02-0062]

            Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dagsett 6. júlí sl., þar sem gerð er grein fyrir rannsóknum á díoxínmælingum í grennd sorpbrennslustöðva. Yfir 50 sýni voru tekin um allt land,  þar á meðal í nágrenni Funa í Engidal, Skutulsfirði.

            Í heildina litið er niðurstaða mælinganna sú, að díoxín í jarðvegi er í öllum tilvikum undir þeim mörkum, sem kalla á takmarkanir á nýtingu, hreinsun jarðavegs eða geta skapað hættu fyrir almenning og lífríki.  Almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur af því að rækta í jarðvegi, tína ber eða nýta aðrar náttúruafurðir.  Búið er að loka sorpbrennslunni Funa og mun því ekki verða meiri uppsöfnun á díoxínum í jarðvegi af hennar völdum.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

3.                  Minnisblað Fjórðungssambands Vestfjarða  - Staða samráðsvettvangs. [2011-07-0029]

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði tölvubréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 12. júlí sl. varðandi samráðsfundi sveitarfélaga og eflingu atvinnu og byggða á Vestfjörðum, ,,16 tillögur ríkisstjórnarinnar“, ásamt minnisblaði um stöðu samráðsvettvangs. Flest verkefnin eru komin vel á veg.          Bæjarráð lýsir hinsvegar áhyggjum af því að engin viðbrögð hafa fengist við hugmyndum um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði, né varðandi aðgerðir til lækkunar húshitunarkostnaðar.

 

4.                  Minnisblað Fjórðungssambands Vestfjarða  - Umhverfisvottaðir Vestfirðir.[2011-07-0061]

            Lagt fram tölvubréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 12. júlí sl., er varðar umhverfisvottaða Vestfirði.

            Bæjarráð samþykkir að hafist verði handa við forvinnu verkefnisins.

 

5.                  Bréf innanríkisráðuneytis. – Ósk um umsögn.  [2011-04-0100]

            Lögð fram þrjú bréf innanríkisráðuneytis dagsett 29. júní sl., er varðar stjórnsýslukærur Jónu Benediktsdóttur, Kristínar Óskar Jónasdóttur og Sigurlínu Jónasdóttur, Ísafirði, vegna ákvörðunar um ráðningu í starf sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar.          

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindum innanríkisráðuneytis.

 

6.         Bréf Varasjóðs Húsnæðismála. – Svar við erindi Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf.    [2010-03-0028]

            Lagt fram til kynningar bréf ráðgjafanefndar Varasjóðs húsnæðismála dagsett 8. júlí sl., svar við erindi Faseigna Ísafjarðarbæjar ehf. og Fasteigna Vesturbyggðar frá desember 2010 til velferðarráðherra er vísað var til ráðgjafanefndarinnar.  Ráðgjafanefndin er tilbúin til að aðstoða við að yfirfara rekstur Fasteigna Ísafjarðarbæjar og Fasteigna Vesturbyggðar og meta í kjölfarið leiðir til að laga rekstur þessara félaga.            Bæjarstjóri upplýsti um stöðu mála félagsins og þeirri vinnu sem hefur verið og er í gangi varðandi stefnumótun og rekstur félagsins.

 

7.                  Minnisblað bæjarstjóra og sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. Yfirvinna skólaliða.   [2011-05-0008]

            Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs dagsett þann 14. júlí sl. og fjallar um yfirvinnu skólaliða við Grunnskólann á Ísafirði.

            Málinu frestað að sinni og bæjarstjóra falið að vinna það áfram.

 

8.                  Bréf Bolungarvíkurkaupstaðar. – Umsögn um endurskoðun á skipulagi safna. [2010-07-0067]

            Lagt fram bréf Bolungarvíkurkaupstaðar dagsett 7. júlí sl., umsögn um endurskoðun á skipulagi safna í Ísafjarðarbæ.  Megin efni bréfsins er að bæjarráð Bolungarvíkurkaupstaðar tekur jákvætt í áframhaldandi samstarf um Byggðasafn Vestfjarða á þeim nótum, sem greinir í minnisblaði bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. 

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

9.                  Bréf umhverfisráðuneytis – Þátttaka ungmenna í Umhverfisþingi.[2011-07-0012]

            Lagt fram bréf umhverfisráðuneytis dagsett 30. júní sl., er varðar þátttöku ungmenna í VII. Umhverfisþingi 14. október 2011.       

            Bæjarráð telur mikilvægt að taka þátt í umræddu þingi og felur umhverfisnefnd að senda a.m.k. 1-2 fulltrúa.

 

10.              Skýrsla um starfsemi Tónlistarskóla Ísafjarðar skólaárið 2010-2011[2011-07-0005]

            Lögð fram skýrsla um starfsemi Tónlistarskóla Ísafjarðarbæjar skólaárið 2010-2011.  Skýrslan er útgefin 26. júní sl. og undirrituð af Sigríði Ragnarsdóttur, skólastjóra.

            Bæjarráð þakkar skýrsluna, sem lögð er fram til kynningar í bæjarráði. Skýrslunni vísað til fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar.

 

11.              Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. starfsárið 2010. [2011-07-0062]

            Lögð fram skýrsla Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. fyrir starfsárið 2010, ásamt ársreikningi Atvinnuþrónunarfélagsins fyrir rekstrarárið 2010.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði. Vísað til atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar.

 

12.       Bréf Byggsafns Vestfjarða.  - Umsögn um skipulag safna.  [2010-07-0067]

            Lagt fram bréf frá stjórn Byggðasafns Vestfjarða dagsett 14. júlí sl., er varðar svar við bréfi Ísafjarðarbæjar til stjórnarinnar dagsettu 28. júní sl., um endurskoðun á skipulagi sagna í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði á þessu stigi.

 

13.       Sjónvarp símans. – Bæjarstjóri kynnir viðbrögð við fyrirspurn sinni til fyrirtækisins.[2011-07-0020]

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, kynnti bæjarráði viðræður sínar við forsvarsmenn Sjónvarps símans.

            Bæjarráð skorar á stjórnvöld, að finna leiðir til að koma á betra fjarskiptasambandi, einkum net- og sjónvarpssambandi í minni byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar. Ljóst er að einkafyrirtæki munu ekki koma á nútíma sambandi án fjárhagslegrar aðkomu ríkisins.

 

14.       Fundargerðir nefnda.

            Atvinnumálanefnd 5/7.  109. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Fasteignir Ísafjarðarbæjar hf. 30/6.  73. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Félagsmálanefnd 5/7.  358. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

             

           Umhverfisnefnd 13/7.  355. fundur.

           Fundargerðin er í sjö liðum.

           Fundargerðin staðfest samhljóða í heild sinni.

 

15.       Fundargerð stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

            Lögð fram 788. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 24. júní sl., í fundarsal Allsherjarbúðar að Borgartúni 30 í Reykjavík.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:00.

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                         

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, er jafnframt ritaði fundargerð.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?