Bæjarráð - 708. fundur - 1. júlí 2011

Þetta var gert:

1.         Búnaðarfélagið Bjarmi. - Fulltrúar mæta á fund bæjarráðs.

            Mættir eru á fund bæjarráðs fulltrúar Búnaðarfélagsins Bjarma, þau Guðmundur Steinar Björgmundsson, Guðrún Hreinsdóttir og Sighvatur Þórarinsson,  til viðræðna um drög að fjallskilareglugerð fyrir Vestfirði, drög er liggja fyrir fundi bæjarráðs.  Jafnframt er mættur á fund bæjarráðs Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar.

            Á fundinum voru lagðir fram minnispunktar frá Búnaðarfélaginu Bjarma, um aðkomu að bæjarmálum og málefnum er varða sveitirnar svo sem fjallskil, eyðingu refa og minka, almenningssamgöngur, sorpmál, hnitsetningu jarða ofl. og voru þeir ræddir.

            Bæjarráð þakkar ofangreindum aðilum fyrir góðar umræður á fundinum.

 

2.         Minnisblað Eiríks Finns Greipssonar. - Kosning formanns og varaformanns            bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

            Á 298. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 23. júní sl., voru neðangreindir aðilar kosnir í bæjarráð Ísafjarðarbæjar til næsta starfsárs.

Aðalmenn:                                                                 Varamenn:

Albertína F. Elíasdóttir.                                            Marzellíus Sveinbjörnsson.

Arna Lára Jónsdóttir.                                                Kristján Andri Guðjónsson.

Eiríkur Finnur Greipsson.                                          Gísli H. Halldórsson.

            Með tilvísun til 51. greinar bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar 1. desember 2010 skal á fyrsta fundi nýkjörins bæjarráðs kjósa formann og varaformann bæjarráðs.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, óskaði eftir tilnefningum um formann bæjarráðs til eins árs.  Aðeins kom fram tillaga um Eirík Finn Greipsson, sem formann, var hann því rétt kjörinn.

            Eiríkur Finnur Greipsson, formaður, óskaði þá eftir tilnefningum um varaformann bæjarráðs til eins árs.  Aðeins kom fram tillaga um Albertínu F. Elíasdóttur, sem varaformann, var hún því rétt kjörin.

 

3.         Fundargerð nefndar.

            Umhverfisnefnd 29/6.  354. fundur.

            Fundargerðin er í níu liðum.

            1. liður.  Tillögur umhverfisnefndar um lóðir fyrir Gámaþjónustu

            Vestfjarða ehf. í Engidal, Skutulsfirði, samþykktar samhljóða.

            3. liður.  Bæjarráð samþykkir samhljóða bókun umhverfisnefndar

            er varðar laxeldi í Arnarfirði og felur bæjarstjóra að svara erindi

            umhverfisráðuneytis frá 15. júní sl.

            4. liður.  Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu umhverfisnefndar um að

            deiliskipulagstillaga vegna fyrirhugaðrar áhorfendastúku á Torfnesi

            á Ísafirði, fari í grenndarkynningu.

 

            7. liður.  Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu umhverfisnefndar

            um sérstakt deiliskipulag fyrir svæðið milli Ásgeirsbakka, Ásgeirsgötu og

            Tjöruhúss á Suðurtanga, Ísafirði. Vísað til hafnarstjórnar til umsagnar.

            Fundargerðin í heild sinni staðfest samhljóða.

 

4.         Bréf sýslumannsins á Ísafirði. - Beiðni um umsögn vegna umsóknar

            Grænhöfða ehf., um rekstrarleyfi gististaðar.  2011-06-0083.

            Lagt fram bréf sýslumannsins á Ísafirði dagsett 28. júní sl., þar sem hann óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Grænhöfða ehf., Flateyri, um rekstrarleyfi gististaðar í flokki II fyrir húsnæðið Hjallavegur 9, Flateyri.  Um er að ræða fjórar íbúðir í fjölbýli.

            Bæjarráð óskar umsagnar byggingafulltrúa og eldvarnareftirlitsmanns Ísafjarðarbæjar.

 

5.         Bréf sýslumannsins á Ísafirði. - Beiðni um umsögn vegna umsóknar

            Veitingahornsins ehf., Þingeyri, um lengingu opnunartíma.  2011-06-0079.

            Lagt fram bréf sýslumannsins á Ísafirði dagsett 28. júní sl., þar sem hann óskar  umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Veitingahornsins ehf., Þingeyri, um lengingu opnunartíma staðarins aðfaranótt 3. júlí n.k. frá kl. 03:00 til kl. 05:00.  Í umsókninni kemur fram að á þessum tíma verð aðeins seldar pizzusneiðar, ekki áfengi.

            Bæjarráð gerir ekki athugasemd við ofangreinda undanþágu á opnunartíma Veitingahornsins ehf., Þingeyri.

 

6.         Bréf Arctic Lindy Exchange. - Beiðni um styrk frá Ísafjarðarbæ.

            Lagt fram bréf frá Halim Hakan Durak f.h. Arctic Lindy Exchange dagsett 24. júní sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna alþjóðlegrar swingdanshátíðar á Íslandi, sem haldin verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 9. - 11. ágúst n.k.

            Bæjarráð hafnar styrkveitingu, en Ísafjarðarbær verður bréfritara innan handar með gistingu svipað og var á síðasta sumri.

 

 7.        Bréf umhverfisráðuneytis.- Beiðni um umsögn Ísafjarðarbæjar vegna

            stjórnsýslukæru.  2011-06-0045.

            Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 28. júní sl., með tilvísun í fyrra bréf ráðuneytisins frá 15. júní sl.  og varðar stjórnsýslukæru vegna fyrirhugaðrar 3.000 tonna framleiðslu á laxi í sjókvíum Arnarlax ehf. í Arnarfirði.

            Lagt fram til kynningar.

 

   8.      Bréf Centra Fyrirtækjaráðgjafar. - Kynning fyrir sveitarfélög.

            Lagt fram bréf frá Centra Fyrirtækjaráðgjöf dagsett 27. júní sl., þar sem kynnt er þjónusta fyrir sveitarfélög hvað varðar fjármálagerninga ofl.

            Lagt fram til kynningar.

 

9.         Bréf starfsmanna Grunnskólans á Ísafirði. - Kynnisferð til Minneapolis

            28. maí til 4. júní 2011.  2010-11-0012.

            Lagt fram bréf Rannveigar Þorvaldsdóttur f.h. ferðanefndar Grunnskólans á Ísafirði, dagsett 27. júní sl., þar sem þakkaður er veittur stuðningur Ísafjarðarbæjar vegna námsferðar starfsmannahóps GÍ, er fór til Minneapolis 28. maí til 4. júní á þessu ári.  Bréfinu fylgir skýrsla vegna kynnisferðarinnar til USA.

            Bæjarráð þakkar bréf starfsmannahóps GÍ.

 

10.       Minnisblað bæjarstjóra. - Söluferli Austurvegar 2, Ísafirði.     

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 30. júní sl., er varðar söluferli Austurvegar 2, Ísafirði, 2. og 3. hæðar í gamla ,,Kaupfélagshúsinu“. Eignin er í sölumeðferð hjá Fasteignasölu Vestfjarða á Ísafirði og hafa borist nokkrar fyrirspurnir einkum um lóðamál eignarinnar.

            Samþykkt að taka erindið fyrir aftur á næsta fundi bæjarráðs.

 

11.       Rekstraryfirlit.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarráði grein fyrir rekstrarstöðu Ísafjarðarbæjar fyrstu fimm mánuði þessa árs.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:40.

 

Þorleifur Pálsson, ritari

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs

Albertína F. Elíasdóttir

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?