Bæjarráð - 701. fundur - 16. maí 2011

Þetta var gert:

1.         Fundargerð nefndar.

            Umhverfisnefnd 11/5.  351. fundur.

            Fundargerðin er í ellefu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað upplýsingafulltrúa. - Drög að dagskrá 17. júní hátíðarhalda 2011.

            Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 2. maí sl., þar sem fram koma drög að dagskrá hátíðarhalda á Ísafirði þann 17. júní n.k.  Hálfdán Bjarki mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.

            Bæjarráð felur Hálfdáni Bjarka að skoða þær hugmyndir er fram komu á fundi bæjarráðs.

 

3.         Bréf Búnaðarsamtaka Vesturlands. - Umhverfisátak í dreifbýli.

            Lagt fram bréf Sigríðar Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra, f.h. Búnaðarsamtaka Vesturlands, sem sent er öllum sveitarfélögum á starfssvæði BV, vegna umhverfisátaks í dreifbýli.  Í bréfinu kemur fram ályktun frá aðalfundi BV 2011.

            Lagt fram til kynningar.

 

4.         Bréf tónlistarhátíðarinnar ,,Við Djúpið“. - Beiðni um fjárstuðning.

            Lagt fram bréf frá Dagnýju Arnalds, listrænum stjórnanda og Greipi Gíslasyni, framkvæmdastjóra, tónlistarhátíðarinnar ,,Við Djúpið“, dagsett í maí 2011.  Hátíðin verður haldin hér á Ísafirði í sumar, sem endranær og er óskað eftir fjárstuðningi frá Ísafjarðarbæ vegna hátíðarinnar.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa tónlistarhátíðarinnar ,,Við Djúpið“.

 

   5.      Bréf Búnaðarsambands Vestfjarða. - Lausnir til förgunar hræja og

            sláturúrgangs.  2011-05-0011.

            Lagt fram bréf frá Búnaðarsambandi Vestfjarða dagsett 5. maí sl., þar sem fram kemur ályktun frá aðalfundi Búnaðarsambandsins er haldinn var þann 16. apríl 2011.  Í ályktuninni er lagt til við sveitarfélög á starfssvæði sambandsins, að finna hagkvæmar lausnir til förgunar hræja og sláturútgangs, sem fellur til á lögbýlum.

            Bréfinu fylgir afrit af bréfi BV til MAST, Halldórs Runólfssonar, yfirdýralæknis, þar sem harðlega er mótmælt hugmyndum um flutning hreyndýra til Vestfjarða.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

6.         Bréf sýslumannsins á Ísafirði. - Umsókn Langa Manga, um endurnýjun

            rekstrarleyfis.  2010-06-0042.

            Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 9. maí sl., þar sem fram kemur að veitingastaðurinn Langi Mangi á Ísafirði, hefur lagt inn umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis, þar með talið vínveitingaleyfis.  Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um þá þætti er að bænum snýr.

            Bæjarráð óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar og eldvarnar- eftirlitsmanns Ísafjarðarbæjar, varðandi umsóknina.

 

7.         Bréf Ernu Höskuldsdóttur f.h. Dýrafjarðardaga. - Styrkbeiðni. 

            2011-05-0015.

            Lagt fram bréf frá Ernu Höskuldsdóttur f.h. Dýrafjarðardaga á Þingeyri, dagsett þann 9. maí sl.  Í bréfinu er óskað eftir styrk frá Ísafjarðarbæ upp á kr. 200-300 þúsund til að halda Dýrafjarðardaga á Þingeyri nú í sumar.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

           

8.         Samkomulag við refaveiðimenn. - Skipting veiðisvæða ofl.

            Lagt fram samkomulag við refaveiðimenn í Félagi refaveiðimanna í Ísafjarðarbæ, er fjallar um skiptingu veiðisvæða og þess fjár er Ísafjarðarbær veitir til eyðingu refa og minka á árinu 2011.  Samkomulagið er undirritað af bæjarritara f.h. Ísafjarðarbæjar með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

            Bæjarráð staðfestir samkomulag við Félag refaveiðimanna í Ísafjarðarbæ.

 

9.         Málþing um verndun, smíði og nýtingu trébáta. - Áskorun frá málþingi

            6. maí 2011.  2011-05-0017.

            Lagt fram bréf undirritað af hafnarstjóra Faxaflóahafna sf. og safnstjóra Sjóminjasafnsins Víkinni, dagsett þann 8. maí sl.  Í bréfinu kemur fram áskorun til Alþingis, menntamálaráðherra og sveitarfélaga á Íslandi, um verndun, smíði og nýtingu trébáta.

            Bæjarráð vísar áskoruninni til stjórnar Byggðasafns Vestfjarða.

 

10.       Bréf innanríkisráðuneytis. - Samgönguáætlanir og sóknaráætlanir

            landshluta.

            Lagt fram afrit af bréfi innanríkisráðuneytis til landshlutasamtaka sveitarfélaga, dagsett 10. maí sl., er fjallar um samgönguáætlun og sóknaráætlanir landshluta.  Með bréfinu vilja innanríkisráðuneytið og samgönguráð hvetja landshlutasamtök sveitarfélaga til þáttöku í samgönguþingi 2011.  Samgönguþing verður haldið í Reykjavík 19. maí n.k.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

11.       Bréf Lögborgar, lögfræðiþjónustu.   2011-05-0014.

            Lagt fram bréf frá Lögborg, lögfræðiþjónustu, dagsett 5. maí sl., þar sem fram kemur að fyrirtækið er tilbúið að taka að sér hlutverk aðstoðarmanns skuldara vegna greiðslustöðvunar KNH ehf. á Ísafirði.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

 

12.       Ársskýrsla ,,Hornstrandafriðlandið 2010“.  2011-05-0018.

            Lögð fram ársskýrsla Umhverfisstofnunar ,,Hornstrandafriðlandið 2010“ unnin af Jóni Björnssyni á Hornstrandastofu á Ísafirði.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

13.       Bréf innanríkisráðuneytis. - Fasteignasjóður í umsjá Jöfnunarsjóðs

            sveitarfélaga.

            Lagt fram bréf innanríkisráðuneytis, Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 10. maí sl., þar sem gerð er grein fyrir stofnun Fasteignasjóðs er heyrir undir Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og  kemur í stað Framkvæmdasjóðs fatlaðra, er var formlega lagður niður.  Allar þær fasteignir sem áður voru í eignarumsjón Framkvæmdasjóðsins færðust yfir til hins nýja Fasteignasjóðs.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

14.       Ályktanir er varða væntanlega ráðningu sviðsstjóra skóla- og

            tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar.  2011-04-0100.

            Lagðar fram í bæjarráði þrjár ályktanir er varða væntanlega ráðningu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar.  Ályktanirnar eru frá leikskólastjórum í Ísafjarðarbæ, foreldrafélagi Grunnskólans á Ísafirði og skólaráði Grunnskólans á Þingeyri.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

            Arna Lára Jónsdóttir, fulltrúi í bæjarráði, lét bóka þakkir sínar fyrir ofangreindar ályktanir.

            Gísli Halldór Halldórsson, fulltrúi í bæjarráði, lét bóka eftirfarandi.

            ,,Það er miður að leikskólastjórar Ísafjarðarbæjar og stjórn foreldrafélags Grunnskólans á Ísafirði skuli senda frá sér yfirlýsingar í mjög viðkvæmu máli án þess að hafa kynnt sér málið til fulls og aflað sér nægilegrar yfirsýnar. Hvatningum um vönduð vinnubrögð má þó fagna.“

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið 09:20.

 

Þorleifur Pálsson, bæjarritari

Albertína Elíasdóttir, formaður bæjarráðs

Gísli H. Halldórsson

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?