Bæjarráð - 693. fundur - 21. mars 2011

Þetta var gert:

1.         Minnisblað bæjarstjóra. - Samningur um sjúkraflutninga. 2009-02-0008.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 17. mars sl., ásamt samningi um sjúkraflutninga í Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkurkaupstað á milli Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.  Samningurinn er með gildistíma til 31. desember 2013.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að samningurinn verði samþykktur.

 

2.         Erindi fjármálastjóra. - Lánatilboð Landsbanka, lánabreytingar. 2011-02-0021.         

                        Lagt fram erindi frá Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra, dagsett 14. febrúar sl., er varðar tilboð frá Landsbanka um breytingar á lánum Ísafjarðarbæjar hjá bankanum. Um væri að ræða myntbreytingar m.a.  Farið verði með alla tölur og útreikning í erindinu sem trúnaðarmál.

                        Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

 

3.         Bréf  Sunnukórsins á Ísafirði. - Beiðni um styrk.  2011-03-0059.

            Lagt fram bréf frá Sigrúnu Viggósdóttur fyrir hönd Sunnukórsins á Ísafirði, dagsett þann 14. mars sl.  Í bréfinu er sótt um styrk frá Ísafjarðarbæ, til hefðbundinnar starfsemi kórsins 2011-2012. 

            Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir menningarstyrkjum eins og undanfarin ár.  Erindi Sunnukórsins vísað til almennrar afgreiðslu menningarstyrkja. 

 

4.         Bréf Handverkshópsins Koltru. - Upplýsingamiðstöð á Þingeyri.

            2011-03-0026.

            Lagt fram bréf frá Jóhönnu Gunnarsdóttur f.h. Handverkshópsins Koltru á Þingeyri, dagsett 11. mars 2011.  Í bréfinu kemur fram að Koltra hefur rekið upplýsinga- miðstöð á Þingeyri mörg undanfarin ár og hefur hlotið fjárstyrk frá Ísafjarðarbæ til þess.  Þar sem samningur Koltru við Ísafjarðarbæ rann út á síðasta ári, er í bréfinu óskað eftir að endurnýjaður verði samningur á milli Koltru og Ísafjarðarbæjar um rekstur upplýsinga- miðstöðvar á Þingeyri.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að afgreiða erindi Handverkshópsins Koltru.

 

5.         Minnisblað bæjarritara. - Óstofnað ,,Félag refaveiðimanna“. Skipulag

            refaveiða 2011.   2011-02-0094.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 18. mars sl., ásamt bréfi frá Kristjáni Einarssyni, Flateyri, f.h. óstofnaðs ,,Félags refaveiðimanna“, dagsett 23. febrúar sl.  Í bréfi Kristjáns er beðið um upplýsingar um með hvaða hætti eða hvort Ísafjarðarbær muni skipuleggja refaveiðar/grenjavinnslu á þessu ári.

           

             Samkvæmt upplýsingum frá Veiðistjóraembættinu eru ekki fjárveitingar til endurgreiðslu til sveitarfélaga vegna refaveiða á árinu 2011, en áætlað er að greiða vegna minkaveiða alls kr. 18 milljónir.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs, að gera drög að bókun er lögð verði fram á næsta fundi bæjarstjórnar.  

 

  6.       Minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa. - Stefnumótun í íþrótta- og   tómstundamálum.

            Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 18. mars sl., þar sem lögð er áhersla á umfjöllun íþrótta- og tómstundanefndar frá 121. fundi, um stefnumörkun í íþrótta- og tómstundamálum. 

            Málið var á dagskrá 121. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem fór fyrir 293. fund bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, en hlaut þar ekki umfjöllun.  Því er málið lagt fyrir bæjarráð nú.

            Bæjarráð samþykkir að íþrótta- og tómstundanefndar vinni stefnumörkun í íþrótta- og tómstundamálum fyrir Ísafjarðarbæ, en stefnt verði að því að leggja málefnið fyrir íbúaþing á hausti komanda, áður en stefnumörkunin kemur fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar til samþykktar.

 

7.         Bréf Samb. ísl. sveitarf. - XXV. landsþing 25. mars 2011.

            Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 14. mars sl., þar sem boðað er XXV. landsþing sambandsins, sem haldið verður á Hilton hóteli Nordica í Reykjavík föstudaginn 25. mars n.k. Bréfinu fylgir dagskrá landsþingsins.

            Lagt fram til kynningar.

 

8.         Bréf Maríu Guðbjargar Jóhannsdóttur. - Styrkbeiðni.  2011-03-0083.

            Lögð fram styrkumsókn frá Maríu Guðbjörgu Jóhannsdóttur, Rauðalæk 28, 105 Reykjavík, þar sem óskað er eftir styrk í rannsóknarverkefnið ,,Skipulagseinkenni þéttbýlisstaða í fjörðum og áhrifavaldar á skipulagsþróun þeirra.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu. 

 

9.         Bréf Specialisterne á Íslandi. - Styrkumsókn.

            Lagt fram bréf frá Specialisterne á Íslandi, Sjálfseignarstofnun Sérfræðinga, sem er félag sem stofnað var 2010.  Að stofnun þess stóðu nokkrir einstaklingar ásamt Umsjónarfélagi einhverfra á Íslandi.  Í bréfinu er þess vænst að Ísafjarðarbær vilji gerast stofnfjáraðili með framlagi sem nemur kr. 50.- á hvern íbúa í bæjarfélaginu.

            Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu. 

 

10.       Bréf Mannvirkjastofnunar. - Slysatryggingar slökkviliðsmanna.

            2011-03-0025.

            Lagt fram bréf frá Mannvirkjastofnun dagsett 9. mars 2011, þar sem óskað er eftir upplýsingum um slysatryggingar slökkviliðsmanna hjá sveitarfélaginu.  Óskað er eftir að upplýsingar berist stofnuninni í síðasta lagi 15. apríl n.k.

            Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

 

 

11.       Bréf verkefnisstjórnar vegna unglinga með ADHD. - Styrkveiting.

            2010-11-0008.

            Lagt fram bréf frá verkefnisstjórn vegna unglinga með ADHD-greiningu, dagsett þann 4. mars 2011, þar sem fram kemur að stjórnin hafi lokið umfjöllun sinni um úthlutanir til verkefna, sem ætlað er að auka þjónustu við börn með athyglisbrest og ofvirkni og þjónustu við langveik börn og fjölskyldur þeirra. 

            Ísafjarðarbær sótti um styrk vegna tveggja verkefna og var verkefnisstjórnin sammála um að bæði verkefnin væru styrkhæf og skyldu fá úthlutun.  Verkefnin skiptast í námskeið og úrræði fyrir unglinga með ADHD.  Ísafjarðarbæ stendur til boða styrkur að upphæð kr. 1.300.000.- vegna ofangreindra verkefna.

            Bæjarráð vísar erindinu til frekari vinnslu hjá Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

 

12.       Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Yfirlit yfir endanlegt framlag endurgjalds

            tryggingargjalda 2010.  2010-12-0038.

            Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 10. mars sl., þar sem gerð er grein fyrir  endanlegu framlagi vegna endurgreiðslu á hækkun tryggingagjalds 2010.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:00.

 

 

Þorleifur Pálsson, bæjarritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína Elíasdóttir.                                                                         

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?