Bæjarráð - 691. fundur - 1. mars 2011

            Þetta var gert:

1.         Fundargerðir.

            Þjónustuhópur aldraðra 16/12.10.  66. fundur.

            Fundargerðin er í tveimur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Þjónustuhópur aldraðra 21/02.11.  67. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað um fyrirhugaðar breytingar á Hlíf, Torfnesi.  2009-06-0001.

            Lagt fram minnisblað frá Sædísi M. Jónatansdóttur, ráðgjara á Skóla- og fjölskylduskrifstofu, þar sem gerð er grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á ýmsum rekstrarþáttum á Hlíf, Torfnesi.

            Lagt fram til kynningar.

 

3.         Bréf IHF ehf. - Endurbygging á Maríu Júlíu BA 36.  2011-02-0077.

            Lagt fram bréf frá IHF ehf., Herði Sigtryggssyni, dagsett 9. febrúar sl., þar sem fjallað er um endurbyggingu á Maríu Júlíu BA. og óskað eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar við það verkefni.

            Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu, en vísar bréfritara á að vera í sambandi við stjórn Byggðasafns Vestfjarða.

 

4.         Bréf Garðars S. Einarssonar. - Uppsögn á leigulandi, fasteignagjöld.

            2011-02-0073.

            Lagt fram bréf frá Garðari S. Einarssyni, Ísafirði, dagsett 16. febrúar sl., þar sem hann segir upp leigu á landi nr. 212-0244 við Seljalandsveg í Skutulsfirði, land sem áður var sumarbústaðalóð.  Jafnframt óskar Garðar eftir að fasteignagjöld og lóðaleiga síðustu ára verði endurskoðuð.

            Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu hjá bæjarstjóra.

 

5.         Erindi er varðar afgreiðslu umhverfisnefndar vegna rekstrarleyfis

            til laxeldis í Arnarfirði.  2011-02-0012.

            Lagt fram erindi er tekið var fyrir á 347. fundi umhverfisnefndar undir 7. lið dagskrár.  Um er að ræða umsögn um rekstrarleyfi til laxeldis í Arnarfirði.  Bæjarráð þarf að staðfesta afgreiðslu umhverfisnefndar.

            Bæjarráð vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á 347. fundargerð umhverfisnefndar þar sem 7. liður fundargerðarinnar er staðfestur ásamt öðrum liðum.

 

 

6.         Bréf Reykjavíkurborgar. - Leikskólagjöld fyrir börn með lögheimili utan

            Reykjavíkur. 2011-02-0096.

            Lagt fram bréf            Reykjavíkurborgar dagsett 21. febrúar sl., er varðar breytingar á leikskólagjöldum fyrir börn með lögheimili utan Reykjavíkur. Innheimt verði framvegis eftir meðalraunkostnaði fyrir börn, en ekki eftir viðmiðunargjaldskrá Samb. ísl. sveitarf.

            Bæjarráð vísar bréfinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

 

 7.        Afrit af bréfi Leiðar ehf. - Samnýting ökutækja, nýr samgöngumáti.

            2011-02-0082.

            Lagt fram afrit af bréfi Leiðar ehf., Bolungarvík, til Bolungarvíkurkaupstaðar dagsett 15. febrúar sl.  Í bréfinu er m.a. kveðið á um nýjan samgöngumáta ,,Samnýtingu ökutækja“ og uppsetningu skilta.  Jafnframt er lagt fram afrit af bréfi Leiðar ehf. til innanríkisráðuneytis er varðar samnýtingu ökutækja o.fl.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

8.         Bréf Félags tónlistarskólakennara o.fl. - Ályktun mótmælafundar.

            2011-02-0076.

            Lagt fram bréf frá Félagi tónlistarskólakennara, Félagi íslenskra hljómlistamanna, Samtökum tónlistarskólastjóra og tónlistarnemendum dagsett 11. febrúar sl., þar sem komið er á framfæri ályktun mótmælafundar í Reykjavík þann 1. febrúar sl.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Vísað til kynningar í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar.

 

9.         Minnisblað. - Fjárhagsáætlun Byggðasafns Vestfjarða 2011.  2011-02-0064.

            Lögð fram fjárhagsáætlun Byggðasafns Vestfjarða fyrir árið 2011, þar sem jafnframt er gerð grein fyrir fjárhagsáætlunum áranna 2009 og 2010, til samanburðar.

            Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að fara sérstaklega í málefni Byggðasafns Vestfjarða.

 

10.       Bréf Samb. ísl. sveitarf. - XXV. landsþing sambandsins.   2011-02-0105.

            Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 24. febrúar sl., þar sem boðað er til XXV. landsþings sambandsins sem haldið verður þann 25. mars n.k. á Hilton Nordica hóteli í Reykjavík.

            Lagt fram til kynningar.

 

11.       Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga. - Framboð til stjórnar.  2011-02-0104.

            Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 23. febrúar sl., þar sem fram kemur að stjórn LS hefur skipað kjörnefnd til undirbúnings kjörs stjórnar og varastjórnar á aðalfundi sjóðsins, sem haldinn verður þann 25. mars n.k.  Framboðum skal skila í síðasta lagi á hádegi föstudaginn 18. mars n.k. til Erlings Ásgeirssonar, formanns kjörnefndar.

            Lagt fram til kynningar.

 

12.       Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Staðgreiðsluuppgjör 2010.  2011-02-0081.

            Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 18. febrúar sl., ásamt staðgreiðslu- uppgjöri sveitarfélagsins og fylgigögnum fyrir árið 2010.

            Lagt fram til kynningar.

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs vék af fundi undir 13. lið dagskrár.           

 

13.       Bréf Orkustofnunar. - Umsögn um beiðni Kubbs ehf., Ísafirði, á töku

            malarefnis í Skutulsfirði og Álftafirði í Ísafjarðardjúpi.

            Lagt fram bréf Orkustofnunar dagsett 23. febrúar sl., þar sem stofnunin óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar um umsókn Kubbs ehf., Ísafirði, um leyfi til töku malarefnis af hafsbotni í Skutulsfirði.  Umsóknin nær jafnframt til töku malarefnis í Álftafirði.

            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

14.       Bréf Félags sumarbústaðaeigenda í Tungudal, Skutulsfirði. - Sorpgjöld á

            sumarhús.

            Lagt fram bréf frá Félagi sumarbústaðaeigenda í Tungudal í Skutulsfirði, dagsett þann 22. febrúar sl. og varðar álagningu sorpgjalda á sumarhús í Tungudal.  Álagningu er mótmælt og óskað eftir að bæjaryfirvöld taki álagninguna til endurskoðunar.

            Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

 

15.       Samgöngumál á Vestfjörðum. - Ummæli innanríkisráðherra á Alþingi.

            Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur undir og fagnar þeirri yfirlýsingu Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, á Alþingi nýverið, þar sem hann lýsti því yfir að úrbætur í vegamálum á Vestfjörðum væru mest aðkallandi verkefni í þeim málaflokki.  Bæjarráð vonar að orðum fylgi athafnir.

              

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 09:00.

 

Þorleifur Pálsson, bæjarritari

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs

Albertína Elíasdóttir
Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?