Bæjarráð - 690. fundur - 21. febrúar 2011


Þetta var gert: 1.         Fundargerðir.            Almannavarnanefnd 8/2.  9. fundur.            Fundargerðin er í tveimur liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Félagsmálanefnd 15/2.  353. fundur.            Fundargerðin er í átta liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Nefnd um sorpmál 16/2.  10. fundur.            Fundargerðin er í fjórum liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar. 2.         Minnisblað. - Gjaldskrá vegna Hvestu og skammtímavistunar.            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 17. febrúar sl., ásamt gjaldskrá vegna fæðis í Hvestu og skammtímavistunar.  Gjaldskráin var samþykkt af framkvæmdastjórn Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vestfjörðum í desember 2010.            Bæjarráð gerir ekki athugasemd við gjaldskrána. 3.         Bréf bæjartæknifræðings. - Sala lausafjármuna í Funa.  2008-06-0054.            Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 17. febrúar sl., þar sem hann gerir grein fyrir eftirspurn eftir lausafjármunum úr sorpbrennslunni Funa.  Bæjartæknifræðingur óskar eftir heimild bæjarráðs til að finna kaupendur og ganga frá sölu búnaðarins.            Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri og bæjartæknifræðingur annist sölu lausafjár- muna í Funa. 4.         Bréf Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. - Iðgjöld til B-deildar LSR.            2011-02-0065.            Lagt fram bréf frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins dagsett 11. febrúar sl., er varðar iðgjöld til B-deildar LSR vegna starfsmanna, sem flytjast með málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.            Lagt fram til kynningar. 5.         Bréf frá Hótel Núpi í Dýrafirði. - Beiðni um afnot af eldhúsi í leikskólanum            Laufás á Þingeyri.  2010-09-0027.            Lagt fram bréf frá Hótel Núpi í Dýrafirði, dagsett 14. febrúar sl. og undirritað af Sigurði A. Helgasyni og Guðmundi H. Helgasyni.  Í bréfinu er óskað eftir að fá afnot af eldhúsi í leikskólanum Laufási á Þingeyri, til eldunar á mat fyrir þátttakendur í Norrænu handverks-sumarbúðunum á Þingeyri, sem er samstarfsverkefni Þjóðbúningafélags Vestfjarða og Heimilisiðnaðarfélags Íslands.            Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu hjá Skóla- og fjölskylduskrifstofu. 6.         Bréf Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra. - Virknisetur á Flateyri.         2011-02-0061.            Lagt fram bréf Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra dagsett 11. febrúar sl., þar sem tilkynnt er að Vinnumálastofun hafi samþykkt eitt starf í 3 mánuði fyrir átaksverkefnið ,,Virknisetur fyrir atvinnuleitendur á Flateyri?.            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir. 7.         Bréf frá félagsmálafulltrúa Menntaskólans á Ísafirði. - Beiðni um stuðning            vegna ferðar til Frakklands.  2011-02-0042.            Lagt fram almennt bréf frá Hrafnhildi Hafberg, félagsmálafulltrúa Menntaskólans á Ísafirði, dagsett 9. febrúar sl., þar sem greint er frá fyrirhugaðri ferð nemenda MÍ til Frakklands og óskað er eftir stuðningi vegna ferðarinnar.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu. 8.         Bréf Bandalags íslenskra skáta. - Góðverksdagurinn, styrkbeiðni.            2011-02-0041.            Lagt fram bréf frá Bandalagi íslenskra skáta dagsett 11. febrúar sl., þar sem gerð er grein fyrir ,,Góðverkadeginum 2011?, sem haldinn verður dagana 21.-25. febrúar 2011.  Í bréfinu er óskað eftir aðstoð í formi peningaframlags.            Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu. 9.         Kynningarbréf Félags tónskálda og textahöfunda.  2011-02-0068.            Lagt fram almennt bréf Félags tónskálda og textahöfunda dagsett 15. febrúar sl., þar sem m.a. er gerð grein fyrir þeim mun, sem er á framlögum ríkis og borgar til sígildrar tónlistar annars vegar og hryntónlistar hins vegar.            Lagt fram til kynningar. 10.       Ársreikningur rekstrarstjórnar Stjórnsýsluhúss 2010.  2011-02-0064            Lagður fram ársreikningur rekstrarstjórnar Sjórnsýsluhúss á Ísafirði, fyrir rekstrar- árið 2010.  Reikningurinn er undirritaður af Óla M. Lúðvíkssyni, formanni stjórnar og Halldóri Margeirssyni, gjaldkera.            Lagt fram til kynningar. 11.       Bréf Byggðasafns Vestfjarða. - Ársreikningur 2009.   2011-02-0064.            Lagt fram bréf frá Byggðasafni Vestfjarða ásamt ársreikningi Byggðasafnsins fyrir starfsárið 2009.  Reikningurinn er undirritaður af stjórn og safnverði, ásamt undirritun endurskoðanda safnsins.            Lagt fram til kynningar í bæjarráði. 12.       Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði 2010.            2010-05-0048.            Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 11. febrúar sl., ásamt uppgjöri á framlögum úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélaga á árinu 2010.  Við útreikning tekjujöfnunarframlags 2010 kemur fram, að Ísafjarðarbæ hlýtur ekki framlag fyrir árið 2010.  Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.            Bæjarráð óskar eftir að fjármálastjóri taki saman minnisblað, sem lagt verði fram í bæjarstjórn.                        Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 09:15.  Þorleifur Pálsson, bæjarritari.Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.Albertína Elíasdóttir.                                                                         Arna Lára Jónsdóttir.Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?